Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 123
113
í 3. gr. lagana er skilgreining á búnaðarfræðslunni, en þar segir svo: „Með búnaðar-
fræðslu er átt við skipulegt nám og kennslu, rannsóknir, fræðslu og aðra leiðsögn er lýtur að
vörslu, meðferð, ræktun og nytjun lands, annarra jarðargæða og búfjár til framleiðslu matvæla
og liráefna til iðnaðarframleiðslu eða amiarrar verðmætasköpunar og markaðssetningu þeirra
afurða, svo og verndun lands og endurheimt landkosta. Búnaðarfræðsla spannar vísindalegt
starf og þekkingarmiðlun um sérsvið landbúnaðar og fjölþættra landnytja, svo sem búvöru-
framleiðslu, akuryrkju, landgræðslu, garðyrkju, skógrækt, hlunnindi, veiðar í ám og vötnum.
fiskeldi og ferðaþjónustu, svo og tæknimál, markaðsmál, vistfræði og umhverfismál sem
tengjast þessum sviðum.“
Með þessum lögum fá menntastofnanir landbúnaðarins á Hvanneyri, Hólum og Reykjum
ný og í mörgu breytt verkefni og sköpuð eru skilyrði til þess að menntunarframboð í land-
búnaði hér á landi verði verulega aukið og útvíkkað. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er í
anda laganna samnefnari fyrir háskólamenntun í landbúnaði framtíðarinnar og gegnir sem
slíkur lykilhlutverki í uppbyggingu þessarar heildar á sviði menntunar og rannsókna. Þetta
hlutverk felur í sér að skólinn þarf að tengja saman og byggja brýr milli einstakra fræðasviða,
sem hvert um sig fjallar um afmarkaða þætti, og það felur einnig í sér að byggja upp og efla
tengslin milli íslenskar fræðaþekkingar á sviði landbúnaðar og annarra fræðasviða hér á landi
og einnig þess sem við getuin best nýtt í nágrannalöndum.
í búfræðslulögunum er gert ráð fyrir nánu samstarfi Landbúnaðarháskólans og Hólaskóla
og Garðyrkjuskóla ríkisins með því að beinlínis er gert ráð fyrir því að háskólakennsla fari
fram við þá skóla, enda sé hún skipulögð og skilgreind í samstarfi við háskóla. Það liggur því
skylda á öllum skólunum að efla sem kostur er allt samstarf um skólastarf á háskólastigi fyrir
landbúnaðinn í framtíðinni.
Starfsmenntun í landbúnaði skal veitt af öllum memitastofnunum landbúnaðarins. Skól-
arnir hafa með sér ákveðna verkaskiptingu um námsframboðið. Á Hvanneyri er boðið upp á
íjölbreytta starfsmenntun, þó með áherslu á nautgriparækt og sauðíjárrækt, auk mikillar
áherslu á hverskonar rekstrargreinar. Á Hólum er hrossaræktin, fiskeldið og ferðaþjónustan í
fyrirrúmi og á Reykjum er sérhæfing í garðyrkju og tengdum greinum. Starfsmenntanámið er
sambland af bóklegum og verklegum greinum sem kenndar eru á skólunum og námi sem
fram fer í nánum og lifandi tengslum við atvinnuveginn. Það er því traustur undirbúningur
undir búskap og jafnframt góður undirbúningur fyrir háskólanám í landbúnaði.
Þegar rætt er um framtíð landbúnaðarmenntunar verður ekki hjá því komist að minnast á
nokkur þeirra viðhorfa sem fram hafa komið í framhaidi af setningu nýrra búfræðslulaga. Öll
landbúnaðarmenntunin hefur verið skilgreind í sérstökum menntastofnunum landbúnaðarins.
Starfsmenntun landbúnaðarins er öndvert við ílesta aðra starfsmenntabrautir utan hinna
hefðbundnu framhaldsskóla, þó skipulagið sé hið sama. Margir telja að það væri til hagsbóta
að sameina þessa menntun í íjölbrautaskólaumhverfið og gera landbúnaðarnámið hluta af
almennu framhaldsskólanámi. Það er augljóst að það yrði allt annarskonar nám og í engu
sambærilegt því sem boðið er upp á í dag og áformað er með nýjum búfræðslulögum. Þær
kröfur sem þar eru gerðar til sérhæfingar námsins myndi ekki vera unnt að uppfylla í al-
mennum framhaldsskóla, nema í örfáum greinum og á fáeinum stöðum á landinu, og því
myndi nauðsynlegt að byggja upp landbúnaðarnám við einhvern sérstakan framhaldsskóla
með svipuðum hætti og nú er gert. Það er hins vegar jafnljóst að samstarf við hinn almenna
framhaldsskóla er bæði mögulegt og mjög æskilegt.
I framtíðinni skiptir miklu meira máli að starfsmenntunin verði skipulögð með tilliti til
þeirrar tækni sem er að ryðja sér til rúms í kennsluháttum og kennslutækni og mun íjarnám
skipa mikilvægan sess í starfsmenntun í landbúnaði, ekki síður en í öðrum starfsgreinum. Það