Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 133
123
Áliti Sjömannanefndar um framleiðsluskilyrði nautgriparæktarinnar var skilað til land-
búnaðarráðherra í maí 1992. Álit nefndarinnar fól í sér að framleiðnikrafa árin 1992 til 1995
yrði 6%. Verðmiðlun milli mjólkurbúa til að jafna mismunandi vinnslukostnað þeirra yrði
lögð niður, en í stað þess greitt flutningsjöfnunargjald til að mæta mismunandi aðstöðu
mjólkurbúanna við söfnun á mjólk frá bændum og við að koma vörum á markað. Verðtil-
færsla milli einstakra afurða til jöfnunar á framlegð þeirra skyldi áfram vera heimil. Hins
vegar skyldi endurskoða verðhlutföll milli próteins og fitu til að draga úr verðtilfærsluþörf-
inni.
Á grundvelli nefndarálitsins var gerður samningur um stjórn mjólkurframleiðslunnar
milli Stéttarsambands bænda og ríkisstjórnar Islands. Samningurinn var í meginatriðum sam-
hljóða áliti Sjömannanefndar um mjólkurframleiðsluna með þeirri undantekningu að hagræð-
ingarkrafan var færð niður um 1%, þ.e.a.s. í 5%.
Álit Sjömannanefndar og samningar milli ríkis og bœnda 1995 og 1997
í október 1995 endurnýjaði ríkisstjórnin samning við Bændasamtökin ífá í mars 1991 um
framleiðslu sauðíjárafurða. Við þá endurnýjun voru tekin ný skref í verðlagsmálum sauðíjár-
bænda við að ákveðið var að horfið yrði frá opinberri verðlagningu til bænda árið 1998. Verð-
lagsnefnd yrði falið að meta framleiðslukostnað sauðfjárafúrða fyrir meðalbú. Forsenda fyrir
því að það fyrirkomulag yrði tekið upp var hins vegar að náð yrði jafnvægi í birgðum kinda-
kjöts, en einn megintilgangur þessa samnings um framleiðslu sauðfjárafurða frá 1995 var að
ná jafnvægi milli framleiðslu og sölu á kindakjöti og bæta eftir föngurn afkomu sauðfjár-
bænda. Þetta leiddi af sér að ákvörðun á heildsöluverðum fyrir sauðfjárafurðir lagðist af um
leið þar sem grundvallarverð til bænda fyrir kindakjöt var eltki lengur skráð opinberlega.
Það fyrirkomulag að láta fara fram mat á framleiðslukostnaði sauðfjárafurða á meðalbúi
gefur sauðfjárframleiðendum kost á sameiginlegu mati á kostnaðarverðum fyrir afurðir sínar,
kjöt, ull, gærur og innmat.
Rétt er að minna á að samningur um framleiðslu sauðfjárafurða milli ríkisstjórnarinnar og
Bændasamtaka íslands, sem var gerður í október 1995, var framlenging á gildandi samningi
frá 1991. Samningsgerðin fór fram án aðkomu Sjömannanefndar sem var gagnrýnt harðlega
af aðilum vinnumarkaðarins í nefndinni. Því var svarað með þeim rökstuðningi að um væri að
ræða framlengingu á gildandi samningi og jafnframt að staða sauðijárræktarinnar væri svo
slæm markaðs- og afkomulega að þegar yrði að bregðast við með tímabundnum úrbótum af
hálfu stjórnvalda.
Þegar kom að endurnýjun samnings um stjórnun mjólkurframleiðslunnar, sem rann út í
lok verðlagsársins 1997/98, var fúll samstaða milli aðila að Sjömannanefnd að nefndinni yrði
fengið það hlutverk að taka út árangur samningsins frá 1992 og gera tillögur um fyrirkomulag
við mjólkurframleiðslu og vinnslu mjólkurvara. Nefndin lagði l'ram tillögur í nóvember 1997.
sem voru mjög byltingakenndar. Tillögumar fólu í sér eftirfarandi meginatriði um verðlags-
tnál:
• Verð til framleiðenda.
• Verðlagsnefnd ákveði lágmarksverð til bænda fyrir mjólk af skilgreindum gæðum,
sem afurðastöðvum verði skylt að greiða. Heimilt verði að víkja frá því fyrir gæða-
minni mjólk.
• Verðlagningu á nautgripakjöti verði hætt, en framleiðslukostnaður þess áfram
metinn og skráður.
• Verðlagsnefnd búvara - Sexntaiuianefnd - verði endurskipulögð og afúrða-
stöðvum veitt aðild að nefndinni.
• Yfirnefnd í verðlagsmálum búvara verði lögð niður.