Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 135
125
gjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta
hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Framleiðslukostnaður á nautgripakjöti til framleið-
enda skal metinn og skráður af verðlagsnefnd samhliða því að ákveðið er lágmarksverð
mjólkur. Nefndinni er heimilt að ákveða að skráning á verði nautgripakjöts falli niður. Sé það
ákveðið er Landssambandi kúabænda heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir
einstaka gæðaflokka.
í öðru lagi eru ákvæði um að verðlagsnefnd meti við upphaf hvers verðlagsárs fram-
leiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbúið. Nefndinni ber að miða við áætlaða vinnuþörf,
ljármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir meðalbús. Ársvinnu á búinu skal
meta til kostnaðar, þannig að hún skili endurgjaldi til samræmis við kjör þeirra sem vinna
sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnu-
markaði. Þá er ákveðið að Landssamtökum sauðfjárbænda sé heimilt að gefa út viðmiðunar-
verð til framleiðenda fyrir einstaka flokka sauðQárafurða.
í þriðja lagi er að fnma ákvæði um aórar búrgreinar. Verðlagsnefnd skal ákveða fram-
leiðendaverð fyrir afurðir annarra búgreina en sauðfjár og nautgripa skv. verðlagsgrundvelli,
sem lýsi framleiðslukostnaði meðalbúsins, en þó aðeins í þeim tilvikum að eftir því hafi verið
óskað af Bændasamtökum íslands og viðurkenndum samtökum búvöruframleiðenda fyrir
hverja grein fyrir sig. Urn gerð verðlagsgrundvallanna og viðmiðanir gilda hliðstæð ákvæði
og gerir fyrir mat á framleiðslukostnaði sauðfjárafurða.
Vinnslu- og heildsölukostnaður afurðastöðva
Með breytingu á búvörulögunum árið 1998 í kjölfar samnings urn starfsskilyrði mjólkurfram-
leiðslunnar frá 17. desember 1997 var Fimm-mannanefnd lögð niður og hlutverk hennar
fengið verðlagsnefnd landbúnaðarins. Jafnframt voru gerðar þær breytingar að tillögu Sjö-
mannanefndar að lögð er af verðlagning á vinnslu- og heildsölukostnaði injólkur og hætt
verðlagningu á slátur- og heildsölukostnaði sauðfjár og nautgripa.
Það sem eftir lifir af verkefnum á heildsölustigi afurða er að ákveða verðtilfærslu milli
afurða mjólkur. Annars vegar er það verkefni verðlagsnefndarinnar að ákveða greiðslu á verð-
lilfærslugjaldi af rnjólk út á tilteknar afurðir við sölu innanlands. Gjaldið er lögbundið og er
kr 2,65 á hvem lítra innveginnar mjólkur innan greiðslumarks í afurðastöð. Hins vegar er um
að ræða frjálsa tilfærslu ijármuna milli mjólkurafurða og milli afurðastöðva. Þau mjólkurbú
sem þess óska geta verið aðilar að samningi sem skuldbindur þau að greiða tiltekið gjald við
sölu þeirra afurða sem verðjöfnunargjald er lagt á og að hljóta á sarna hátt greiðslur við sölu á
þeirn afurðum sern eiga að fá greiðslu við verðmiðlunina. Mjólkuriðnaðinum er gefmn kostur
á þessari verðtilfærslu til að jafna nýtingu fitu og próteins í mjólkinni og þjóna markaðinum
um leið, en sem kunnugt er hefur það verið vaxandi vandamál að mjólkurfita safnast upp sé
franrleiðsla próteins eftir þörfurn markaðarins.
Verðlagning í dag
Af því sem áður er rakið má sjá að verðlagsnefnd búvara - Sexmannanefndin - tekur
ákvörðun urn framleiðslukostnað sauðfjárafurða, lágmarksverð á rnjólk til bænda, verðtil-
ferslu á rnjólk rnilli afurða og mjólkurbúa og heildsöluverð helstu mjólkurafurða, sem verður
hætt 1. júlí næstkomandi.
Pramleiðslukostnaður sauðfjárafurða
Haustið 1997 var í síðasta sinn bundin verðlagning á afurðum sauðfjárafurða. Stærð þess
grundvallar var 400 ærgildi, sama og árið 1986 þegar verðlagsgrundvöllur fyrir blandaðan bú-
skap var lagður af og gerður sérstakur grundvöllur fyrir hverja búgrein fyrir sig. Afurðir
grundvallarins hafa að magni til verið nánast óbreyttar að öðru leyti en því að einungis er