Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 136
126
reiknað með slátrum af dilkum til tekna, en ullarmagn hefur verið aukið. Þetta á sér sínar
skýringar í því að meðal-sauðijárbúið heiúr ekki stækkað á tímabilinu vegna samdráttar i
framleiðsluheimildum þrátt fyrir uppkaup á greiðslumarki.
Breyting einstakra kostnaðarliða
frá haustinu 1997 fram til þeirra
ákvarðana sem verðlagsnefnd tók á
s.l. hausti urn framleiðslukostnað
sauðQárafurða kemur frarn í 1. töflu.
Þær breytingar sem nefndin
gerði byggja á búreikningum fyrir
sauðfjárbú sem Hagþjónusta land-
búnaðarins hefur unnið úr. Af
töflunni rná sjá að allmiklar breyt-
ingar hafa orðið á einstökum liðum.
Rekstrarvörur hækka verulega vegna
kostnaðar við heyplast. Vélakostn-
aður eykst, en flutningskostnaður
lækkar. Launaliður lækkar verulega.
Vinnumagn er um fjórðungi minna,
en á móti kernur hækkun launa á vinnustund umfram verðlag. Alls lækkar kostnaður við-
miðunarbúsins urn rúmlega 5%. Lækkun á afurðaverði er rneiri milli áranna vegna þess að sú
áætlun urn verðhækkun á sauðíjárafurðum til bænda, sem gerð var en kemur ekki fram við
kostnaðaráætlunina. er talin skila tæplega 95% af heildarkostnaði við sauðfjárbúið. Búast má
við að raunlækkun afurðaverðs sauðfjár til bænda milli verðlagsáranna 1997/98 og 2000/01
ncmi tæplega 10%.
Verólagsgrundvöllur kúabus
Vegna samningsbundinnar ákvörðunar 1992 unt að verðlagsgrundvöllurinn fæli í sér fram-
Ieiðnikröfu til lækkunar mjólkurverði um 5% var tekin ákvörðun af Sexmannanefnd um að
láta ekki fara fram heildarendurskoðun á verðlagsgrundvelli kúabúsins á tímabilinu, þó svo að
vitað væri að magntölur væru orðnar úreltar við breyttar framleiðsluaðstæður. Við fækkun
búa stækkaði meðalbúið og afurðir ykjust. Það var gert þrátt fyrir að sá magngrundvöllur, sem
verðlagningin byggði á, væri frá 1. desember árið 1986 og því orðinn verulega úreltur. Þá var
í fyrsta sinn gerður sér verðlagsgrundvöllur fyrir framleiðslu mjólkur. í þessum fyrsta verð-
lagsgrundvelli fyrir hreint kúabú var rnagn mjólkur ákveðið 77.710 lítrar af mjólk og 1596 kg
af nautgripakjöti.
Magn mjólkur var aukið í 79.443 lítra, eða um 2,2%, árið 1991 og magn nautgripakjöts
um sama hlutfall í 1632 kg.
Við skipun Sjömamtanefndar í kjölfar Þjóðarsáttarsamninganna um áramótin 1990/1991
var ákveðið að frysta verðlag á mjólk og kjöti til bænda. Áhrif Þjóðarsáttarsamninganna á
verðlagsgrundvöll kúabúsins er því rétt að skoða frá 1. september 1989 til að sjá hver þróunin
hefur orðið frarn til dagsins í dag. Á 1. rnynd er sýnd þróun á verði mjólkur og nautgripakjöts
s.l. áratug.
Svo sem línuritið ber með sér fer raunverð mjólkur til bænda hratt lækkandi þegar fram-
leiðnikrafa á mjólkurframleiðendur kemur til framkvæmda við verðlagninguna. Árið 1995 er
verð mjólkur lægst og hefur þá lækkað um rúm 18% frá því sem það var árið 1989 á föstu
verðlagi miðað við vísitölu einkaneyslu.
1. tafla. Samanburður á ajaldaliðum verðlagsgrundvallar sauð-
fjárafurða í september 1997 og framleiðslukostnaði sauðfjáraf-
urða haustið 2000 á verðlagi í september árið 2000.
Gjaldaliðir 1997 2000 Hækkun/lækkun
Kjarnfóður 146.246 101.996 -30,26%
Áburður 344.914 322.398 -6.53%
Rekstrarvörur 84.905 144.754 70.49%
Vélar 335.914 407.893 21.43%
Flutningar 98.486 82.196 -16.54%
Þjónusta 130.626 1 18.008 -9,66%
Viðhald 72.371 137.678 90,24%
Ýmiss gjöld 390.680 356.492 -8,75%
Afskriftir 452.704 483.045 6,70%
Vextir 234.929 254.162 8,19%
Laun 2.191.504 1.833.780 -16,32%
Alls 4.483.279 4.242.401 -5,37%