Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 137
127
■Verö mjólk
til bænda
—O—Verö
nautgripa
kjöts til
bænda
—A— Kostnaður
alls á lítra
mjólk
1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
1. mynd. Yfirlit fyrir árin 1990 til 2000 er sýnir frávik í prósentum hvert ár írá verði mjólkur og naut-
gripakjöts skv. verðlagsgrundvelli árið 1989 á föstu verölagi, m.v. visitölu neysluverðs.
Árið 2000 er raunverð mjólkur 4,5% lægra en það var við upphaf tímabilsins. Að teknu
tilliti til þess að gjaldstofnar sem búnaðargjaldið felur í sér, bættust við útgjöld bænda á tíma-
bilinu, er raunverðslækkun mjólkurinnar frá 1989 meiri, eða rétt rúm 7%. Þá hefur það veru-
leg áhrif á verðlagsþróun mjólkurinnar að verð á nautgripakjöti hrapar á tímabilinu, m.a.
vegna ákvörðunar urn að breyta innlieimtu fóðurgjalda. sem leiddi til lækkunar á kjötverði
svína og alifugla. Frá árinu 1989 til ársins 1999 nemur þessi lækkun 33%, en 50% sé litið til
gildandi verðlagsgrundvallar frá s.l. áramótum. Það skýrist þó að hluta á að samsetning fram-
leiðslu nautgripakjöts er orðin önnur þar sem ekki er gert ráð fyrir eldisgripum til framleiðslu
nautakjöts lengur í verðlagsgrundvelli.
Hér á eftir verður gert grein fyrir helstu breytingum á verðlagsgrundvelli kúabús sern
kom til framkvæmda 1. janúar 2001. Vegna breyttra forsenda fyrir verðlagningu afurða naut-
gripa, sem áður er rakið og kom fram af lögum þegar í ársbyrjun 1998 hefði verið eðlilegt að
endurskoðun grundvallarins hefði hafist fyrr en raun varð á.
Vinnuferli
Fyrir lá að rnest óvissa væri um tvö þýðingamikil atriði til að ákvarða verð mjólkur til bænda
sem ekki væru lesin af búreikningum eða öðrum rekstrargögnum búa. í fyrsta lagi það vinnu-
magn sem þyrfti við tiltekin framleiðsluskilyrði og í öðru lagi sú ljárbinding sem á þarf að
lialda í vélum og húsum. Því var tekin ákvörðun um það af verðlagsnefnd að leita til bútækni-
deildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins til að gera vinnurannsókn á tíma við hirðingu og
mjöltun kúa. Þessi rannsókn fór fram og var skýrslu um hana skilað á miðju s.l. ári. Fyrir mitt
s.l. ár var ennfremur hafin athugun á byggingarkostnaði kúabús þar sem könnuð voru nýlega
byggð eða endurbyggð fjós. Að öðru leyti var unnið úr upplýsingum búreikninga og fengin
álit sérfróðra aðila um vélaþörf, fóðurþörf við tiltekna framleiðslu og uppskeru af landi. Hér
verður ekki farið út í nákvæma umfjöllun um ákvörðun einstakra liða, en gerð grein fyrir
meginniðurstöðum og breytingum frá eldri verðlagsgrundvelli.
Við mat á forsendum við gerð verðlagsgrundvallarins er byggt á þeirri forskrift búvöru-
laga sem áður hefur verið lýst. Niðurstaða nefndarinnar er sú að stærð verðlagsgrundvallarins
skyldi vera 40 kýr og innlagt mjólkurmagn 188 þúsundir lítra. Túnstærð er áætluð 58,4 ha,
gert er ráð fyrir að ala þurfí upp alla kvígukálfa til viðhalds stofninum og að innlögð mjólk