Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 149
139
Einhverjir munu sameinast
Ymsar athuganir m.a. i Danmörku benda til þess að oft megi ná fram verulegum hagrænum
ávinningi með aukinni samvinnu eða sameiningu á kúabúum. Nielsen o.fl. (1996) rannsakaði
þaimig tilfelli þar sem 6 bú með samtals 330 kýr var ætlað að sameinast. Niðurstöðurnar
bentu til þess að ná mætti um 28% vinnuspamaði í fjósi, 23% lægri kostnað við byggingu eins
fjóss miðað við 6. Á árabilinu 1991-1993 voru einnig settir á stofn sjö vinnuhópar í
Danmörku þar sem 17 bú skoðuðu möguleika sína varðandi aukna samvinnu (Hedetof o.fl.
1993). í 6 af 7 tilfellum gerðu þátttakendur ráð fyrir Qárhagslegum hagnaði af þannig sam-
vinnu. Ljóst er að afkastageta véla er í mörgum tilfellum ekki fullnýtt. Einnig er ljóst að
læklca má kostnað af ýmsum þáttum er varða fjósið, byggingu og rekstur ef notast er við
stærri einingar. Litlar einingar hafa auðsjáanlega litla launagreiðslugetu.
Aðrir halda sínu slriki
I mörgum tilfellum eru menn í þeirri stöðu að byggingar eru í ágætu lagi og geta enst nokkur
ár ennþá án verulegrar endumýjunar eða endurbóta. Það eru auðvitað oft fleiri leiðir til þess
að ná fram betri aðbúnaði dýra og betra vinnuumhverfi eða vinnulétti, en stórkostlegar
breytingar á húsurn. Gæta þarf þó að því að aðstaðan uppfylli gildandi lög og reglugerðir. Hér
getur verið um að ræða aðkeypt vinnuafl sem léttir undir, léttari mjaltabúnað, auðveldari að-
komu og dreifingu fóðurs, undirburð undir gripi, meira rými fyrir ungviði, kaupa kvígur í
staðinn fyrir að ala upp allar kvígur sjálfur svo eitthvað sé nefnt.
NIÐURSTAÐA
Veltuhraði í mjólkurframleiðslu er lítill. Byggingar (nýbyggingar, verulegar breytingar) þurfa
að geta enst lengi hvort sem talað er um húsið sjálft eða tæknilegt skipulag. Nauðsynlegt er að
skoða vel allar lausnir áður en ákvörðun er tekin. Leita ætti ráða hjá óháðum aðilurn um
lausnir og tæknibúnað sem býðst, og hafa þarf gott samráð við byggingar- og skipulagsyfir-
völd strax frá upphafi. Allar verulegar breytingar ætti að fullhaima og gera kostnaðaráætlun
áður en hafist er handa. Nauðsynlegt er að athuga vel notkunarmöguleika þeirra bygginga
sem fyrir hendi eru ef tæknilegt ástand þeirra er gott og leggja mat á mismunandi lausnir
varðandi breytingar og viðbyggingu til að ná frarn betra vinnuumhverfi og aðbúnaði gripa og
e.t.v. framleiðsluaukningu. Með slíkum breytingum má víða ná nokkuð sambærilegum
árangri og með nýrri fjósbyggingu fyrir lægra verð. Takmarkaður aðgangur að hagstæðu fjár-
magni og e.t.v. einnig að hæfu vinnuafli takmarkar stærð þeirra fjósa sem byggð verða á
næstu árurn. Sameining kúabúa er vandasöm, en getur verið hagkvæmur kostur.
HEIMILDIR
Berg, K., 1995. Byggekostnader for bygninger til storfe og erfaringer nted uisolerte husdyrrom. ITF rapport
71/1995.
Berg, K., 1996. Kostnadsjakt nár driftsbygninger til storfe skal bygges. ITF melding 6/1996, 16 s.
Bir gir Oli Einarsson, 2000. Athugun á hagkvæntni kúabúa meö hliðsjón af nythæð og bústærö. Ráðunautafundur
2000, 294-302.
Bir gir Oli Einarsson & Eiríkur Blöndal, 2000. Athugun á byggingakostnaði nýbyggínga vegna mjólkurfram-
leiöslu. Skýrsia til verðlagsnefndar búvara. Óbirt gögn.
Bragi Líndal, 2001. Persónulegar upplýsingar.
Daði Már Kristófersson, 2001. Persónulegar upplýsingar.
Eiríkur Blöndal, 2000a. Hálmursem legusvæði fyrir nautgripi. Handbók bænda2000, 127-129.
Eiríkur Blöndal, 2000b. Mælingar á vinnuframlagi í mjólkurframleiðslu. Aðferðir við mælingar og athugun á
nokkrum verkþáttum í fjósum með mjaltabás. Ráðunautafundur 2000, 270-273.