Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 151
141
RRÐUNflUTflfUIMDUR 2001
Mjaltir
Torfi Jóhamiesson
Landbúnaðarháskólcmum á Hvanneyri
INNGANGUR
Yfirskrift þessa hluta Ráðunautafundarins er „mjólkurframleiðsla í nýju umhverfí“. Vera má
að umhverfi mjólkurframleiðslunnar sé að einhverju leyti „nýtt“, en næsta víst er að það er
ekkert nýtt! Minnumst til að mynda skólastjómartíðar Halldórs Vilhjálmssonar á Hvamieyri.
Á þeim árum komu fram byltingarkenndar nýjungar eins og rafmagn, dráttarvélar, mjalta-
vélar, verksmiðjuvædd mjólkurvinnsla og skipulagt kynbótastarf (Bjami Guðmundsson
1995). Miðað við þessi ár lifum við nú á tímum stöðugleika og hægfara breytinga. Dráttar-
vélamar stækka hægt og örugglega, sláttuvélarnar breikka, plógamir lengjast og mjalta-
vélamar léttast. Við erum semsé smátt og smátt að læra að nýta okkur möguleika þeirrar
tækni sem að mestu leyti var lundin upp fyrir miðja öldina.
Árið 1943 skrifaði dósent bútækni við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn:
Det er snart Hundrede Aar siden, de forste Forsog med maskinel Malkning af Koer blev foranstaltet, og
op igennem Tiderne har der været fortsatte Bestræbelser paa at lose dette Problem.
(Schacht 1943, s. 743)
Enn erum við í sömu sporum; að baksa við að leysa vandamálið við að mjólka kýmar.
Þessi pistill er hugsaður sem innlegg í umræðuna um þetta vandamál - einskonar stöðumat í
olclcar nýja „nýja umhverfi“.
HEFUR EITTHVAÐ BREYST?
Þótt hægt hafí á þróun landbúnaðartækni frá dögum Halldórs Vilhjálmssonar þá er ekki þar
með sagt að ekkert breytist á okkar tímum. lnnjlutningur mjólkurvara er orðinn að staðreynd
og ætla má að það geti haft veruleg áhrif á markaðsstöðu íslenskrar framleiðslu.
Uppkomin er kynslóó neytenda sem líta ekki á mjólk og mjólkurvörur sem dýrmæta
nauðsvnjavöru, heldur sem ódýra „basisvöru'1. Eitthvað sem er alltaf til staðar, svipað og raf-
magnið og loftið sem við öndum að okkur. Þessir nejúendur líta ekki nema að takmörkuðu
leyti til eiginda vörunnar, heldur til ímyndar hennar. Á þetta spila þeir sem markaðssetja:
„Mjólk er góð“.
Framleiðendum fækkar ört og helmingunartími ijöldans er líklega 10-15 ár. Hátt verð á
framleiðslurétti hækkar heildarverðmæti jarða og hvetur enn til fækkunar. Annað sem hvetur
þessa þróun er að um leið og búin stækka, þá ijölgar nýbyggingum/breytingum. íslenskir
bændur hafa tileinkað sér fjósgerðir og tæknibúnað við fóðrun og mjaltir sem létta og minnka
verulega vinnuna við hirðingu kúa. Þannig eykst framleiðni vinnuaflsins mjög lu-att sem aftur
gefur möguleika á að búin stækki frekar.
Kröfur mjólkuriðnaóarins til ýmissa gæðaþátta mjólkurinnar hafa stóraukist seiimi ár.
Þessar auknu kröfur eiga þátt í ýmsum öðrum breytingum. Eldri fjós eru lögð af, aukin
áhersla er lögð á handverk við mjaltir og, síðast en ekki síst. endingartími mjólkurkúa styttist.
Utskiptingarhlutfall mjólkurkúa er stöðugt að hækka og nú er svo komið að meðalkýrin lifir
einungis rétt ríflega þrjú mjaltaskeið.