Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 153
143
notkun á kú og dag á bilinu 1,9-2,1 mín á þremur bæjanna, en 3,0 mín á þeim fjórða.
Spurningin er hvort eðlilegt sé að telja íjórða bæinn með, enda ljóst að þar var vandamálið
heimatilbúið?
Danska skoðanakönnunin sem áður var greint frá sýndi að 69% bændanna telja róbótami
hafa sparað vimiu - oftast í kring urn klukkutíma á dag fyrir hvern róbóta (Kristensen 2000).
Samkvæmt dönskum stöðlum um vinnu við mjaltir í 2><6 mjaltabás (eðlilegt fyrir 60 kýr) má
reikna með að mjaltirnar taki rétt um 3 mín á kú og dag (Landbrugets informationskontor
1993). Klukkutíma vimiuspamaður jafngildir því að sjálfvirkar mjaltir krefðust u.þ.b. 2 mín á
kú og dag, sem er sama tala og hjá bæjunum þremur i þýsku rannsókninni.
Hollenskar mælingar frá 14 bæjum sýndi nokkurn breytileika í vinnuþörf við mjalta-
róbóta (van’t Land o.fl. 2000). Vinnunotkun á kú og dag var á bilinu 27,3-85,9 sek. Það er
nokkru minna en tölurnar hér að ofan og ekki er ljóst í hverju munurinn felst. Ekki tókst
heldur að nálgast hollenskar staðaltölur um áætlaða vinnuþörf við mjaltir.
Loks má nefna japanska athugun sem bar tvo bæi með mjaltaróbóta saman við tvo bæi
með mjaltabás (Morita o.fl. 2000). Þar kom í ljós að mjaltatíminn á róbótabæjunum var 1,8
mín á kú og dag en 4,3 mín í mjaltabásafjósunum.
Áreiðanlegar tölur, byggðar á beinum athugunum, fundust ekki frá fleiri rannsóknum.
Ekki hafa verið gerðar beinar athuganir á vinnuþörf á íslensku róbótabæjunum, en viðtöl við
bændurna benda til að munurinn á milli þeirra er mikill og a.m.k. á öðrum bæjanna er vinnu-
notkunin allmiklu meiri en ofangreind meðaltöl. Ekki er þó hægt að draga neinar almennar
ályktanír af þeirri staðreynd. Reynsla bændanna af eðlisbreytingum vinnunnar eru þó í takt
við skoðanir danskra starfsbræðra þeirra: vinnan er auðveldari, afslappaðri og sveigjanleiki
eykst.
Næsta atriði sem mikilvægt hlýtur að teljast er notkun sumarbeitar. Hérlendis er aðeins
komin reynsla frá einum bæ. en sú reynsla er afar jákvæð að sögn bændanna. Lítið kemur
fram um beit í áðurnefndri danskri skoðanakönnun (Kristensen 2000), en ætla má að það
bendi frekar til þess að þetta sé ekki vandamál (engar fréttir eru góðar fréttir). Hollensk
skoðanakönnun meðal 23 bænda sem höfðu notað róbóta í meir en þrjá mánuði sýndi að 13
þeirra beittu kúnum hluta sólarhrings eða stöðugt (van’t Land o.fl. 2000). í ríflega helmingi
tilfella voru ystu mörk beitilandsins í meir en 400 m fjarlægð frá fjósi.
Skipulagðar rannsóknir á þessu efni finnast, en fæstar þeirra eru gerðar við mjög raun-
verulegar aðstæður. Athugun á 16 kúa hjörð með aðgang að I ha beitilandi við hlið fjóssins
sýndi að kýrnar nýttu sér beitilandið, án þess að það kæmi niður á mjólkurframleiðslu þeirra
(Stefanowska og Ipema 2000). Önnur rannsókn sýndi að fjarlægð frá beitilandi hafði ekki
áhrif á nýtingu róbótans eða nyt, en lengsta vegalengd var 400 m og hjörðin taldi einungis 22
kýr (Ketelaar-de Lauwere og Ipema 2000). Verið er að vinna að svipuðum rannsóknum í
Svíþjóð. en lokaniðurstöður Iiggja ekki fyrir (Salomonsson og Spömdly 2000).
Niðurstaðan er að meiri reynslu skortir áður en hægt sé að segja fullkomlega fyrir um
hvernig mjaltaróbótar og sumarbeit fari best saman. Augljóst virðist þó að því nær sem beit-
landið er fjósinu því meiri líkur eru á að vel gangi.
GÆÐI VINNUNNAR
Eins og fram kom í kaflanum hér að framan þá er breytileiki milli búa gríðarlegur í nær öllum
þáttum sem skoðaðir voru. Ástæða þessa breytileika felast sjaldan í mismunandi tækni, heldur
hæfileikum bústjórans. Þetta gildir að sjálfsögðu ekki einungis um notkun mjaltaróbóta,
heldur einnig um hefðbundnar mjaltir og bústörf almennt. Við getum kallað það handbragð,
þvi hér sem annars staðar fylgir hugur hönd. Hérlendar, sem og erlendar, athuganir hafa sýnt