Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 155
145
BETRI KÝR
Mjaltaeiginleikar kúa byggjast á samblandi af erfðum og umhverfisáhrifum. Þann hluta sem
er arfbundinn er hægt að bæta með kynbótum. Um þessar mundir hafa eiginleikarnir ,.júgur-
gerð“, „spenar“, „mjaltir" og „skapgerð" samtals 26% vægi í kynbótamatinu (Jón Viðar Jón-
mundsson 2000). Þar að auki hafa bændur sjálfir möguleika á að velja sérstaklega naut með
tilliti til þessara eiginleika. Önnur aðferð, sem mikið hefur verið fjallað um, er kynbætur ís-
ienskra kúa með innfluttu erfðaefni. Ein af röksemdunum fyrir þessum kynbótum er að bæta
þurfi júgurgerð íslenskra kúa og ljóst er að nokkuð er að sækja til NRF stofnsins að þessu
leyti (sbr. Greinargerð fagráðs 1998). Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi góðrar
og jafnrar júgurbyggingar fyrir mjaltavinnuna. Aukin sjálfvirkni við mjaltir kallar á jafnari
júgur- og spenabyggingu. Þetta kemur sérstaklega fram við mjaltir með mjaltaróbótum, eins
og áður hefur verið íjallað um. Þá rná nefna nýlega tegund mjaltabása sem stundum eru kall-
aðir hradbúsur (e. fast exit). Hér snúa kýrnar þvert á mjaltabásinn og eru mjólkaðar aftan frá.
Þetta krefst þess að sjálfsögðu að fótastaða kúnna sé nokkru gleiðari en gerist og gengur um
íslenskar kýr. Ljóst er að þær aðgerðir sem hér að ofan eru nefndar eiga að geta leitt til veru-
lega bættra mjaltaeiginleika íslenskra kúa.
Þeir þættir sem snúa að skapgerð og júgurhreysti kúa ráðast ekki einungis af erfðum.
heldur einnig af umhverfisáhrifum. Áður hefur verið rætt um hvernig einföld atriði tengd
meðhöndlun og meðferð mjólkurkúa geta breytt verulega mjaltaeiginleikum þeirra. Þessu til
viðbótar rná nefna nokkur atriði er tengjast uppeldi kvíganna.
Danskar rannsóknir hafa bent til að uppeldisaðstæður kálfa (óháð fóðrun) fvrstu þrjá
mánuðina geti haft áhrif á bæði nyt og ekki síður skapferli þeirra sem mjólkurkúa (Krohn
1997). Lengi býr að fyrstu gerð.
Við þetta bætist ýmis konar júgurskemmdir senr oft gerast á uppeldistímabilinu. Þeldct er
að sog rnilli kvígukálfa getur skemrnt júgur þeirra og einnig að sog milli kúa á oftast rætur að
rekja til sogvandamála í uppeldi (Keil o.fl. 2001). Þá eru þekktir allmargir umhverfisþættir
sem auka hættuna á að kvígur beri með júgurbólgu (Waage o.fl. 2001).
Enginn vafi leikur á að hægt er að bæta verulega mjaltaeiginleika kúa með góðu atlæti,
aðbúnaði og fóðrun í uppeldi kvíga. Hér er urn að ræða verðugt verkefni fyrir ráðunauta-
þjónustuna á Islandi.
niðurlag
Titill þessa pistils er mjaltir í nýju umhverfi. Ég byrjaði á að velta því fyrir mér hvað ein-
kenndi þetta „nýja umhverfi“. Síðan reyndi ég að gera grein fy rir hluta þeirrar þekkingar sem
er fyrirliggjandi um hina þrjá póla mjalta: tækni, vinnu og kýr. Niðurstaða þeirrar athugunar
er að það sem kannski einkennir okkar tíma öðru fremur er nær ótakmarkað aðgegni okkar að
þeklcingu. Af því leyfi ég mér að draga þá ályktun að okkar „...Bestrœbelser paa at lose dette
Problem'‘ eiga fyrst og fremst að snúast um þekkingaröflun og þekkingarmiðlun.
HEIMILDIR
Aiimann. R. & Bohlsen, E.. 2000. Results from the implementation of autmatic milking system (AMS) - multi-
box facilities. í: Robotic Milking (ritstj. Hogeveen, H. & Meijering, A.). Wageningen Pers, NL, 221-231.
Barkenra, H.W.. Schukken, Y.H., Lam, T.J.G.M.. Beiboer, M.L.. Benedictus, G. & Brand, A., 1999a. Manage-
■nent practices associated vvith the incidence rate ofclinical mastitis. Journal of Dairy Science 82: 1643-1654.
Barkema, H.W., Ploeg. van der J.D., Schukken, Y.H., Larn. T.J.G.M., Benedictus, G. & Brand, A., 1999b.
Management style and its association with bulk milk somatic cell count and incidence rate of clinical mastitis.
Journal of Dairy Science 82: 1655-1663.