Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 158
148
RRÐUNRUTRFUNDU.R 2001
Vangaveltur kúabónda á aldamótum - Af sjónarhól yngri bónda
Guðný Helga Björnsdóttir
kúabóndi, Bessastöðum, Vestur-Húnavatnssýslu
YFIRLIT
Fjallað um kúabúskap í byrjun nýrrar aldar. Velt fyrir sér hvað bóndi telur mikilvægast varðandi búrekstur og
afkomu búsins.
INNGANGUR
Tuttugasta öldin er liðin, öld mikilla breytinga í landbúnaði sem og öðru. Tuttugasta og fyrsta
öldin er rétt hafin og á slíkurn tímamótum koma menn oft saman og velta fyrir sér fortíðinni,
nútíðinni og framtíðiimi. Hér skal fjalla um mjólkurframleiðslu í nýju umhverfi. Það eru orð
að sönnu. Árið 1972 var. heima á Bessastöðum, flutt tneð kýrnar úr torffjósi inn i nýtt fjós. Þá
voru foreldrar mínar að hefja sín búskaparár. Þó ég hafi einungis verið þriggja ára þegar hætt
var að mjóllca í torffjósinu er alltaf í irugskoti mínu ein mynd þaðan. Sú mynd er mjög dimm,
því það var lítil birta þar inni, lágt til lofts og þröngir gangar. Afi gekk þar um, hálfboginn og
studdi sig við kýrnar. Flutt var inn í 15 kúa einstætt básaíjós sem áfast var nýjum fjárhúsum
og þurrheyshlöðu. Þar var mjólkað með mjaltafötum í nokkur ár, þangað til sett var upp rör-
mjaltakerfi. Það var svo árið 1999 sem flutt var með kýmar í nýtt lausagöngufjós, einmitt í
upphafi búskapar hjá mér og bónda mínum.
En hvers vegna verður kúabúskapur fý'rir valinu þegar kernur að vali lífsstarfs? Ég spurði
bónda minn hvers vegna hann væri kúabóndi og það stóð ekki á svari. „Til þess að lifa í sátt
við landið, af gæðum þess og fá ódýrt hey og húsnæði fyrir hrossin.“ Svör við slíkri
spurningu eru sjálfsagt eins mörg og kúabændur eru margir. Sumir velja sér að lífsstarfi að
keyra bíla eða gera við bíla dagiim út og daginn inn, sumir að hjúkra fólki, aðrir að sækja um
styrki hingað og þangað til að geta unnið sína vinnu við rannsóknir eða aimað, sumir velja að
sitja fyrir framan tölvu liðlangan daginn við að færa bókhald og slíkt, aðrir velja vinnu við að
elda mat og bera frarn. Öll þessi störf og fleiri til felast í raun og veru í starfi kúabóndans.
Hér á eftir verður stiklað á því helsta sem ég, sem mjólkurframleiðandi, velti fyrir mér
varðandi búskapinn og afkomuna af honum.
PENINGALEGIR ÞÆTTIR
Kúabú í fullum rekstri kostar marga tugi til hundruð milljóna. Til að unnt sé að kaupa slíkan
rekstur þarf hann að vera skuldsettur að nokkru leyti, þannig að yfirfæranlegar skuldir komi
til lækkunar á útborgun. Búin eiga að geta staðið undir rekstrinum með sanngjörnum launum
og afborgunum. Bændur verða að reka búin eins og fyrirtæki og stofna sérstakan rekstur um
búið, þannig að heimilisbókhaldið sé aðskilið búrekstrinum.
Verð á mjólkurkvóta heldur áfram að hækka þrátt fyrir að „ekkert vit sé að kaupa kvót-
ann á þessu verði“, eins og oft heyrist. Ég keypti kvóta á 200 krónur í haust og niðurstaðan af
því hverju hann skilar er svona:
10.000 lítrar keyptir á 200 krónur = 2.000.000 krónur.
100% lán til 5 ára á 7,7% vöxtum.
Afborgun á mánuöi 33.333 kr án vaxta og verðbóta.
Meðalvextir á mánuöi fyrsta árið u.þ.b. kr 12.000.