Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 160
150
AFURÐASEMIÍSLENSKRA MJÓLKURKÚA
íslenska mjólkurkýrin getur mjólkað mun meira en meðaltalstölur úr skýrsluhaldi sýna. Flest
íslensk íjós eru með minna greiðslumark en fullnýtt ljós getur framleitt upp í, þess vegna er
það yfirleitt stefna hjá bændum að vera með fleiri kýr, en ekki fullar afurðir eftir hveija kú.
Hins vegar í Skagafírði hafa bændur verið hvattir tii þess að fjárfcsta í mjólkurkvóta og þar
eru flestir básar orðnir fullnýttir, enda er meðalnytin hjá skýrsluhaldsbændum í Skagafírði
orðin rúmlega 5000 lítrar á kú, á meðan landsmeðaltalið er 4638 (nóvembertölur 2000).
Þegar við bóndi minn tókum við búi á Bessastöðum var meðalnytin 4591 lítrar eftir árskú
og próteinprósenta 3,26. Tæplega tveimur árum seinna (í lok árs 1997) var meðalnytin 5233
og próteinprósentan 3,13. Allar aðstæður voru þær sömu fyrir utan það að kúnum var gefíð
oftar yfír daginn og ein gjöfín var grænfóður. Svo í lok árs 2000 er meðalnyt árskúa orðin
5825 og próteinprósentan 3,32. Með þessu vil ég segja að kýmar geta meira en margir halda.
Við þurfum bara að halda þeim heilbrigðum og fá þær til að éta meira. Til þess þarf fóðrið að
komast á fóðurganginn til þeirra. vera lystugt og fóðurefnamikið og loft í fjósinu gott svo
fóðrið missi ekki ferskleikann. Fjósið þarf að vera lausagöngufjós svo öruggt sé að allar
kýrnar fái nógu mikið og að kýmar geti valið úr fóðrinu. Við fundum það svo vel í garnla
fjósinu að sífellt þurfti að vera að ýta heyi að hámjólka kúnum. því ýmist ýttu þær því frá sér,
kýmar við hliðina drógu það til sín, eða að þær átu meira en látið var til þeirra.
Mjólkurkýr, sem endist vel, er gullmoli í fjósi. Hún leiðir til aukinna kynbótaframfara þar
sem hún á mörg afkvæmi, sem vonandi eru flest kvenkvns og reynast ekki siðri en móðirin.
Lélegum kvígum á að lóga strax og ekki halda kvígukálfum undan þeim. Kýr, sem bóndinn er
ekki ánægður með en á þó að sæða, á að halda við holdanauti svo ekki sé hætta á að dæturnar
komi til mjólkurframleiðslu, eða þá að halda þeim við nauti sem gefúr afgerandi kosti þar sem
kýrin hefur gallana. Góð ending góðra kúa kemur í veg fyrir að við þurfum að nota kvígur
undan kúm sem við erum ekki ánægð með. Með góðri aðstöðu fyrir kýrnar, sern og uppeldið,
minnkum við umhverfisleg áhrif á endingu kúnna og eiginleikar kýrinnar sjálfrar fá meiru urn
slíkt ráðið.
VINNUHAGR.43ÐING
Við verðum ætíð að vera með opinn huga gagnvart vinnuhagræðingu til að við festumst ekki í
gömlum handtökum, sem slíta líkama okkar umfram það sem þyrfti að vera ef rétt vinnu-
aðferð eða áhöld væru notuð. Við verðum að gæta vel að þessu atvinnutæki okkar, líkam-
anum, sem ekki er hægt, með góðu móti, að kaupa í varahluti. Auðvitað er það dýr leið til
vinnuhagræðingar að byggja nýtt fjós, en oft fylgir slíkri ákvörðun revndin að aðstaðan, sem
fyrir er. er orðin úr sér gengin og fjölskyldan hyggst reka búið í einhver ár til viðbótar.
Búið á ekki að vera stærra en svo að fjölskyldan geti rekið það með eigin vinnuafli. Það
koma revndar tímar, svo sem eins og þegar nýir einstaklingar fæðast inn í fjölskylduna eða
óvænt og óvelkomin slys eða sjúkdómar henda, að sækja þarf utanaðkomandi vinnuafl.
Einnig er hætta á því, ef búin eru orðin stór, að einstaklingseftirlitið verði ekki nógu markvisst
og þannig náist ekki full afköst eftir hvern grip. Jafnframt verða menn að gæta þess að vera
ekki með hliðarbúgrein sem dregur úr athygli eða tíma bóndans til að sinna kúnum og fjósinu.
Til dæmis minnkar sauðburður tírna bænda til að sinna jarðvinnslu á vorin.
VERKTAKAR
Mjög miklir peningar eru bundnir í hey- og jarðvinnsluvélum sem notaðar eru fáar stundir á
ári. Því er vel athugandi fyrir þá, sem hafa aðstöðu til, að semja við vélamenn um að sjá um
jarðvinnslu og bindingu heys. Ég og bóndi minn höfum nefnt slíkt við nágranna okkar, en