Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 163
153
Þegar nýju fjósin eru skoðuð og rætt við bænduma hefur vakið athygli mína hve lítil
áhersla virðist lögð á handverkið, þ.e. vinnuhagræðingu og verklag við alla daglega hirðingu.
Eg tel miklu skipta að hvert handtak við daglega hirðingu sé hnitmiðað, vegna þess að það er
endurtekið 730 sinnum á ári. Það skiptir minna máli þó aukatími fari til verka sem unnin eru í
örfá skipti árlega. Afköst, t.d. við mjaltir í stómm og mjög vel búnum mjaltabásum, era víða
ótrúlega lítil. Þá er ég að vísa til ummæla viðkomandi aðila sjálfra og mælinga. Einnig hef ég
í huga tölur um afköst stéttarbræðra okkar í nálægum löndum. Hafa má í huga að í nýjum
verðlagsgrundvelli finnst mér ekki gert ráð fyrir mikilli framleiðni vinnunnar, sérstaklega við
mjaltir og hirðingu. Fjárfesting í aðstöðu og búnaði skilar því ekki eðlilegum arði og vinnu-
sparnaði.
„Erum við bændur upp til hópa drollarar og rómantíkerar sem finnst gaman að vera lengi
við ijósverkin, eða erum við lengi af því okkur finnast þau leiðinleg?“ Hefur eitthvað brugðist
við menntun og starfsþjálfun bænda eða í leiðbeiningastarfínu?
HORFT TIL 2010-2015
Þegar við tölum um framtíðina er gjarnan horft til næstu 5-10 ára. Ég var spurður að því
haustið 1999 hvað margir mjólkurframleiðendur yrðu á landinu árið 2010. í einhverjum galsa
var svarið „Ja, svona 384 eða 385“.
Þegar ég velti þessu betur fyrir mér hélt ég um tíma að þetta væri tóm vitleysa en þegar
betur er að gáð...
í sveitinni minni voru þá sex mjólkurframleiðendur. Nú er einn hættur, seldi kvóta og
kýr, annar hefur selt hálfan kvóta jarðarinnar og ætlar að selja meira, tveir eru með litla fram-
leiðslu við erfiðar aðstæður. Ef þetta gengur eítir verðurn við sennilega tveir eftir að fimm
árum liðnum og þá (vonandi) fimm árum eldri...
Líka þróun má sjá í mörgum sveilum landsins. Það er freistandi fyrir miðaldra bændur
með tiltölulega mikinn framleiðslurétt að selja hann og sitja áfram á jörðunum. Við ríkjandi
aðstæður er vel skiljanlegt að þeir vilji „taka út“ siim lífeyrissjóð með sölu kvóta og e.t.v.
lausafjár, jörð og byggingar eru viða verðlitlar hvort eð er. En þessi afstaða hindrar nýliðun
og sveitir eða sveitarhlutar deyja úr elli.
Færð hafa verið rök að því að eðlileg einyrkjabústærð ætti nú að vera bú með 180-220
þúsund lítra framleiðslu. Og ef við framreiknum til ársins 2010 er þess að vænta að meðal-
talið verði farið að nálgast 250-260 þús. litra. Nýgerður verðlagsgrundvöllur staðfestir þetta
mat, en í honum er miðað við 188 þús. lítra framleiðslu. Hins vegar er meðalbúið nú aðeins
um 100.000 lítrar svo að miklar breytingar eru framundan. Einnig má hafa í huga að mjög
Htið var byggt af nýjum íjósum síðustu tvo áratugi og alltof margir eru að slíta sér út við
slæmar vinnuaðstæður. Mér finnst þetta synd, því grunnhugmynd unt gott ljós m.t.t. vinnu og
aðbúnaðar hefur verið til og í notkun hérlendis í rúmlega þrjátíu ár.
Rétt er að velta fyrir sér hvort líklegt sé að neysla innlendra mjólkurafurða aukist. Ég
efast um það, tel gott ef okkur tekst að halda í horlinu, neyslubreytingar og aukin ásókn
erlendra mjólkurvara valda þessu. Neytendur munu áfram gera harðar kröfur um lægra verð á
nratvörum og eina svar framleiðenda er meiri framleiðni. Ef okkur tekst ekki að aðlaga okkur
að þeim breytingum versnar afkoman og menn gefast upp á rekstrinum.
Þá er einnig hætt við að þegar almenningur hefur fengið ástæðu til að hætta að líta á
kýrnar sem hreinræktaðar íslenskar kýr minnki velvild og viðskiptavild gagnvart iimlendum
n!jólkurafúrðum. Víst er að komi til slikrar viðhorfsbreytingar verður hún mun fyrr á ferðinni
en hugsanlegur ávinningur af blöndun með erlendu erfðaefni, ávinningur sem ég óttast að
bændur verði siðastir til að njóta. Ég tel meiri ástæðu til að hafa áhyggjur af samkeppnishæfni
íslenska kúabóndans enn íslensku kýrinnar.