Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 164
154
KVÓTINN
Kvótinn eða réttara sagt hið háa verðlag á honum er verulegur Þrándur í Götu nýliðunnar í
bændastétt og þar með framleiðniaukningar í mjólkurframleiðslunni. Það er vandalítið fyrir
gróna bændur að ijárfesta lítilsháttar í kvóta til að stækka búin og ná betri nýtingu á húsum og
búnaði. En fyrir ungt fólk, sem fyrst og fremst á hæfni, atorku og kjark, er ærið verk að standa
undir ijárfestingum við byggingar og ræktun. Að byrja með tvær hendur tómar er útilokað og
ef þessar hendur eru fullar fjár er ólíklegt að það fé finni sér farveg í þessum rekstri. Nú erum
við farin að sjá uppgjöf og/eða gjaldþrot aðila sem teflt hafa djarft í kvótakaupum síðustu
misseri og reksturinn fær ekki risið undir skuldbindingum. Verðlag á kvótanum hefur í raun
gert aðra hluta jarða verðminni til búreksturs, en alvarlegast er að það hindrar æskilega ný-
liðun. Við þessar aðstæður er erfitt að sjá leiðir til að búin geti stækkað nóg og að við getum
þannig nýtt okkur framfarir í kynbótum og tækni sem skildi. Alvarlegast er þó að nýliðun í
stéttinni er í algjöru lágmarki og reyndar nær útilokuð.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað hefði gerst og hvernig staðan væri nú í mjólkur-
framleiðslunni ef við hefðum farið „hina leiðina“ fyrir um tuttugu ámm og látið mjólkurverðið
ráða. Útflutningsstuðningur væri við lýði til að tryggja ákveðið framboð (öryggismörk) og
stuðningur til framkvæmda væri raunveruleg niðurgreiðsla á stofnkostnaði líkt og var. (Innan
ESB þykir þetta gott og gilt). Niðurgreiðslur og/eða beingreiðslur, einhver föst upphæð væri
greidd út á framleiðslu eítir módeli urn æskilegt framleiðslumagn í hverjum mánuði.
Ég tel að þetta hafí verið raunhæf leið, en það voru fáir, bæði meðal bænda og stjórn-
málamanna, sem gátu hugsað sér að standa frammi fyrir afleiðingunum á þróun byggðar og
búsetu sem fyrirséð var yrði þessi leið farin.
En væri byggðamynstrið ólíkt því sem nú er orðið? Sennilega ekki.
Væri afkonta okkar verri? Þessu er erfiðara að svara, en sennilega ekki. En örugglega
værum við með framsæknari búrekstur og meiri framieiðni og umfram allt samkeppnishæfari
bændur og eðlilegri endurnýjun í stéttinni.
Er hægt að hverfa frá kvótakerfinu? Vissulega. En til skamms tíma yrði það sárt fyrir
ýmsa, en tæpast sárar en sú eignaskerðing sem kerfið olli mörgum bændum og fyrirséðar af-
leiðingar þess að hafa kvótan áfram. En það þarf raunsæi og kjark sem ég efast um að við
eigum í forystusveit bænda.
HVAR OG HVERNIG?
Þess er að vænta að mjólkurframleiðslan á næstu tveim áratugum verða að mestu á land-
svæðum sem eru í meira en 80-100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru uppsveitir
Árnes-, Rangárvalla- og V- Skaftafellssýslna, Dalir, Stór- Húnavatnssýsla (þ.e. Húnavatns-
sýslur og Skagafjörður) og fjarsveitir Akureyrar. Það er svo merkilegt að framleiðsla lífs-
nauðsynja, þ.e. matvöru, getur ekki keppt urn verð á landi við frístunda og ánægjunytjar.
Þessa þróun höfum við séð greinilega síðustu ár og hún heldur áfram, auk þess sem greina má
viðleitni eignafólks til að eignast land, landsins vegna.
Sé horft til þess að eftir 10-12 ár verði um 400 mjólkurframleiðendur er augljóst að
mikilla breytinga er þörf í hinu svokallaða stoðkerfi. Mér sýnist einsýnt að búreksturimi verði
mun viðskiptasinnaðri en nú og gömlu gildin urn rómantík búskaparins víðs fjarri. En vegna
þessarar þróunar er mjög mikilvægt að stoðkerfið færist nær okkur, þá á ég við í áþreifan-
legum skilningi. Mér hefur fundist ganga ailtof hægt að fá hið þrískipta kerfí leiðbeininga,
kennslu og rannsókna til að ganga í sama takti. Þeir sem við borgum beint og óbeint til að
leiðbeina og líta til með okkur, nálgast okkur nær undantekningalaust aðeins til að takast á við
uppáfallandi vanda. Sjaldan hefur verið unnið markvisst að því að ná skilgreindum árangri. Á
þessu er nú síðustu misseri að verða til gleðilegar undantekningar.