Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 170
160
er rétt að víkja aðeins að hinum liðunum. Vinnuliðurinn tún/engi er samtals um þriggja
mannmánuða vinna. Þetta er örugglega sá liður á sauðijárbúunum þar sem mest hefur dregið
úr vinnuþörf á undanförnum áratugum. Daði Már Kristófersson og Bjarni Guðmundsson
(1998) gerðu grein fyrir athugun er gerð var á 23 búum á vinnu- og vélakostnaði við heyskap.
Meðalvélavinna við heyskap reyndist þar 6,9 klst/ha við rúlluheyskap, 7,5 klst/ha fyrir laust
þurrhey, 7,7 klst/ha við smábaggaheyskap og 9,0 klst/ha fyrir ,,hefðbundið“ vothey. Þó svo
aflröstin við rúlluheyskapinn hafí þarna reynst rnest þá var munurinn kannski minni heldur en
margir hefðu haldið. Atriði sem vegur þó þungt þar er að um þriðjungur vinnunnar við rúllu-
heyskap er heimakstur á rúlium, en það er verkliður sem má í ilestum tilvikum vinna þá daga
sem ekki viðrar til heyþurrkunar. Það er því líklega fremur sveigjanleikinn heldur en afköstin
sem hafa ráðið mestu um það hve rúllutæknin er orðin útbreidd. Ef ályktað er út frá þessu að
meðalvinna á hektara við heyskap sé um 8 klst, þá ætti vinna við heyskap á meðalbúinu í
vinnuskýrslum að vera 8x33 eða 264 klst sem er rétt um helmingur þeirrar vinnu sem er skráð
á tún/engi. Dreifing á búfjáráburði og tilbúnum áburði, ávinnsla og fleiri verk fylla þá
væntanlega upp í hinn helminginn. Hagræðingarmöguleikar í vinnuliðnum tún/engi felast trú-
lega einna helst i samnýtingu véla þar sem það á við (Bjarni Guðmundsson og Baldur H.
Benjamínsson 2000).
Stærð vinnuliðsins vióhctld véla kemur ekki á óvart þar sem bændur eru margir hverjir
drjúgir í að gera við sínar eigin vélar. Hins vegar verður að segjast að sá liður sem heitir við-
hald, og innifelur þá líklega \'iðhald girðinga, húsa og annarra fasteigna, er hreint ótrúlega
stór, eða meira en þriðjungur úr ársverki. Vel er hugsanlegt að þarna sé að einhverju leyti
verið að skrá hluti sem betur ættu heima annars staðar, en þetta leiðir þó hugann að því hversu
kostnaðarsamt það getur verið að láta nýframkvæmdir eða varanlegar endurbætur á húsum og
girðingum dragast of lengi. Slíkt hefur vafalaust í mörgum tilvikum verið raunin á samdráttar-
tímum í sauðfjárræktinni. Það er á sama hátt visst áhyggjuefni hversu lítill tími fer í nýrœkt og
grœnfóöur á sauðfjárbúum skv. úrtaki vinnuskýrslnanna.
Viimuliðurinn sauðfé er tæp 60% af vinnunni á sauðfjárbúunum. Sú vinna sem skráð er á
sauðfé innifelur fóðrun og aðra daglega hirðingu, ijárrag, lyíjagjafir, sauðburðarvinnu, smala-
mennskur o.s.frv. Það er erfitt að giska svo vit sé í á hvað einstakir vinnuliðir eru fý'rirferðar-
miklir í þessum heildartölum. Hér verður þó reynt að leggja eitthveil mat á það út frá til-
tækum gögnum.
í vinnurannsóknum Grétars Einarssonar (1976) á vetrarhirðingu sauðfjár var úrtakið 30
bú sem að meðaltali voru með um 300 vetrarfóðraðar kindur, rétt eins og búreikninga- og
vinnuskýrslubúin er gerð var grein fyrir hér að framan. Mæld var hin daglega vinna við
hirðingu fjárins og hún flokkuð i verkþætti. Vimra við fóðrun reyndist eins og vænta mátti
mismikil eftir hey-
1. tafla. Vinnuþörf við fóðrun sauðfjár með mismunandi aðferðum.
verkunaraðferðum.
Grétar gerði grein
fyrir niðurstöðum
varðandi þurrheys-
bagga, laust þurrhey
og hefðbundið vot-
hey. Síðar (Jó-
hannes Sveinbjörns-
son 1997) voru
gerðar mælingar á
vinnu við fóðrun á
Dagleg vinna/100 kindur
Rúlluhey (Heimiid: Jóhannes Sveinbjörnsson 1997)
Einföld gjafagrind. rúlla óskorin 5-7 mín
Gjafagrind m. slæðigrindum, rúlla skorin 8-12 mín
Afrúllari og gjafavagn 15-20 mín
Handverkfæri og gjafavagn 25-30 mín
Aðrar heyverkunaraðferðir (Heimild: Grétar Einarsson 1976)
Þurrheysbaggar, bornir á garða 15-20 mín
Laust þurrhev 25-30 mín
Vothey 31-35 mín