Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 171
161
rúlluböggum með mismunandi aðferðum. í 1. töflu eru teknar sarnan niðurstöður um daglega
vinnu á hverjar 100 kindur fyrir ólíkar heyverkunar- og gjafaaðferðir. Innifalið er moð-
hreinsun, en ekki kjarnfóðurgjöf, brynning, lireinsun gólfa eða önnur verk.
Nú skulum við aðeins bíða með að líta frekar á hagkvæmni ólíkra aðferða við heygjafir,
en í stað þess álykta að það sé algengt að það fari um 30 mín á dag á hverjar 100 kindur í hey-
gjafir. Dagleg vinna við þá þætti sem ekki eru innifaldir í vinnu við heyfóðrun, skv. töflunni
hér að ofan, var skv. mælingum Grétars: kjamfóðurgjöf 3-4 mín/dag, brynning 2,5-3 mín/dag
og ýmis vinna 2,5-3,5 mín/dag, allt á hverjar 100 kindur. Samtals eru því þessir verkþættir
um 9-10 mín/dag/100 kindur. í heildina væru þá heygjöf og önnur dagleg hirðing urn 40 mín
á hverjar 100 kindur, eða 2 klst á 300 kinda búi, þ.e. meðalbúinu í vinnuskýrslum HÞL, sem
við skulum svo líta frekar á og skoða skiptingu vinnunnar við liðinn „sauðfé“ eftir mánuðum
(1. mynd). Þar rná sjá að vinna við sauðfé yfir helstu innistöðumánuðina (nóv.-apr.) er á
bilinu 95-120 tímar á mánuði. Þar af ættu skv. því sem rakið var hér að ofan varla að vera
meira en 60-70 tímar á rnánuði við heygjöf og aðra daglega hirðingu. Það er dálítið erfitt að
skýra allan þennan rnismun, en hafa ber í huga að búin í vinnuskýrslum HÞL þurfa ekki að
vera sambærilegt úrtak og það sem notað var við vinnumælingarnar sem raktar hafa verið.
Það er hins vegar alveg ljóst að ijárrag ýmis konar, þar með lalið flokkun ijár, lyijagjafir,
vigtanir og merkingar, tekur upp töluverðan hluta af þessum tíma. Slík störf vega þó þyngst í
haustmánuðunum september og október þar sem vinna við sauðfé, og þá væntanlega einkum
fjárrag, er um 300 tímar samtals þessa tvo mánuði skv. vinnuskýrslum HÞL.
1. mynd. Hcildarvinna við sauðfé eftir mánuóum á f|árbúum með vinnuskýrslur, meöaltal 1997-1999.
Vinnan við sauðfé í maí skv. vinnuskýrslunum er urn 300 tímum meiri heldur en meðaltal
annarra innistöðumánaða. Að teknu tilliti til þess einnig að það eru rúmir 200 tímar skráðir á
sauðfé í júní má áætla að það séu um 400-500 tímar á ári sem geta flokkast undir sauðburðar-
t'innu. Þá er ekki talin ineð grunnvinnan við gjafir og önnur dagleg verk.
í samræmi við það sem að ofan hefur verið rakið mun í framhaldinu einkum verða fjallaó
um hagræðingarmöguleika varðandi þrjá stóra vinnuliði á sauðfjárbúum, þ.e.:
• Vinna við fóðrun og aðra daglega hirðingu.
• Vimra við sauðburð.
• Vinna við ýmis konar Qárrag.
Tveir fyrsttöldu liðimir virðast taka um 400-500 tíma hvor á ári á 300 kinda búi. Síðast-
taldi liðurinn er örugglega elcki langt undan þó minna liggi fyrir um það.