Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 172
162
VINNA VIÐ FÓÐRUN OG AÐRA DAGLEGA HIRÐINGU
Ein meginástæðan fyrir útbreiðslu rúllutækninnar hlýtur eins og áður sagði að vera vinnu-
hagræðing við heyskap, þ.e. meiri afköst og ekki síður sveigjanleiki, sem líklega hefúr í það
heila telcið leitt til betri fóðurverkunar þó að ekkert sé algilt í því efni. Þessi hagræðing náði
hins vegar ekki inn í fjárhúsin til að byrja með. Burður á sumpart blautu rúlluheyi fram eftir
löngum görðum hefur reynst mörgum bóndanum erfíð vinna og tímafrek. Sumir bændur hafa
komið sér upp tækni er léttir af mesta erfiðinu, s.s. ýmis konar fóðurvögnum. Fljótlega fóru
menn einnig að prófa gjafagrindur til að gefa rúllur í í heilu lagi. Hér á eftir er stutt yíirlit um
reynslu af mismunandi gerðum gjafagrinda, en nánari tilraunaniðurstöðum hefur áður verið
gerð grein fyrir (Jóhannes Sveinbjörnsson 1996, 1997).
Fyrst var einkum um að ræða grindur
sem voru tiltölulega einfaldar, gjarnan
hringlaga, og ekki gert ráð íyrir því að
rúllan væri unnin niður á neinn hátt. Þessar
grindur hafa reynst ágætlega til notkunar
utan dyra og í taðhúsum, en í húsum með
trérimlum. og þó einkum stálristum, er
notkun þeirra vandkvæðum háð vegna
mikils slæðings. Einnig er á þessu sá
annmarki að sauðfé á erfitt með að ná alla
leið inn í miðju rúllunnar í svona grindum,
þó svo að það sé ekki vandamál fyrir stór-
gripi. A þessu síðarnefnda vandamáli var
ráðin bót með nýrri gerð af gjafagrind sem
var hönnuð af Magnúsi bónda í Hraunsmúla
í Kolbeinsstaðahreppi, en smíðuð af Vírneti hf. Grind þessi rúmar einn rúllubagga og úr henni
geta étið 20-25 kindur í einu. Grindin er ferköntuð, tvær hliðar hennar fastar, en hinar tvær
geta gengið inn og því þrengist grindin smárn saman eftir því sem heyið ést úr henni. At-
huganir voru gerðar á notkun þessarar grindar á Hvannevri veturna 1994-95 og á Hvanneyri
og Hesti veturinn 1995-96. Þó svo að slæðingur væri minni úr þessari grind heldur en fyrri
gerðurn gjafagrinda, var hann þó það mikill að hann skapaði vandamál, einkurn á Hesti þar
sem stálristar eru í gólfi. Þær stífluðust til-
tölulega fljótt ef ekki var sópað nánast dag-
lega. Því íór af stað vinna við að þróa aðra
gerð gjafagrinda sem var byggð upp á svip-
aðan hátt og sú fyrri nema hvað hún var
tvöfalt lengri og með slæðigrindum á lang-
hliðurn, en skammhliðar voru lokaðar.
Rúllan var þá skorin niður í miðju og jöfnuð
gróflega og slæðigrindur svo lagðar ofan á.
Slæðingur var mun minni í þessari gjafa-
grind heldur en fyrri útfærslu og í tilraunum
kom ekkert fram sem benti til þess að
fóðrun á gjafagrindum gæti ekki skilað sam-
bærilegum árangri varðandi þrif og afurðir
og hefðbundin fóðrun á garða (Jóhannes
Sveinbjörnsson 1996, 1997).
3. mynd. Gjafagrind frá Vírneti, lengri gerð. Rúllan
er skorin niður í miðju, jöfnuð og slæðigrindur lagðar
ofan á. Hér eru ærnar langt komnar að éta rúlluna og
jötustokkur er stilltur lágt. Grindin er aðeins byrjuð
að ganga saman, einkum að ofan. (Ljósrn. úr rnynda-
safni Freys).
2. mynd. Gjafagrind frá Vírneti, styttri gerð. Rúllan er
gefin í lieilu lagi í grindina. Hér er nýbúið að gefa og
rúllan nær töluvert upp fyrir jötustokkinn. (Ljósm. úr
safni bútæknideildar Rala).