Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 175
165
góða. Á búi þar sem vinnuaðstaða var lakari en á þeim tveimur sem hér var um rætt fór um
9% tínians í að setja upp stíur fyrir lambféð og 11-20% í brynningu. Hvort tveggja eru þættir
sem á sumum búum þarf ekki að sinna á sauðburði, þ.e. þar sem sjálfbrynning er og stíur upp-
settar áður en sauðburður hefst.
Ásamt vinnunni við fóðrun, sem áður hefur verið fjallað um, eru e.t.v. mestir möguleikar
á að hagræða vinnunni við flutninga fjárins innan húss og utan. Nokkur atriði sem þar skipta
máli eru:
• að flutningsvegalengdir séu sem stystar;
• að sem minnst þurfi að lyfta kindum eða draga;
• að hurðir og hlið séu þægileg í umgengni;
• að ekki þurfi að setja upp/breyta innréttingum efitir að sauðburður er hafinn.
Innra skipulag húsanna skiptir hér miklu máli. Hefðbundnum fjárhúsum má skipta í tvo
flokka m.t.t. innra skipulags, þ.e.:
• Endagangshús, með garða og krær langsum og fóður-/íjárrags-ganga ýmist í öðrum
eða báðum endum húsanna.
• Miðgangshús. garðar og krær þversum, en gangur eftir miðju húsinu.
Miðgangshúsin eru á margan hátt skemmtilegri á sauðburði, m.a. vegna þess að
flutningsvegalengdir eru að meðaltali styttri en í endagangshúsunum. Ágæt umfjöllun er um
þessar húsagerðir í Fjölriti Rala nr 32 (Grétar Einarsson 1978). Hér skal hins vegar vikið
nánar að mögulegu skipulagi gjafagrindahúsa, ekki síst m.t.t. vinnu á sauðburði.
Á meðfylgjandi teikningu (5. mynd) er Byggingaþjónusta BÍ hefúr unnið, er tillaga að
skipulagi fyrir jjárhús með alls 10 gjafagrindum. Miðað er við að 60 ær séu við hverja gjafa-
grind, þ.e. 30 á hvorri hlið. Miðað við stærðarmál gjafagrindanna frá Vírneti þýðir þetta
nokkurn veginn að þrjár kindur eru um hvert jötupláss, eins og gert er ráð fyrir í reglugerð um
aðbúnað búfjár. í miðju hússins er gert ráð fyrir að sé garði og tvær krær sem gjafagrinda-
hólfm liggja þvert á. Talía til flutninga á rúllunum er á U-laga loftbraut sem liggur beint yfir
gjafagrindurnar. Teikningin sýnir hvernig miðjusvæðið er nýtt á sauðburði fyrir einstaklings-
stíur og er þá gert ráð fyrir gangi á milli hópstíanna og einstaklingsstíanna. Það er svo mats-
atriði hvort sá gangur á að vera til staðar allt árið eða einungis settur upp fyrir sauðburð.
Þama er reiknað með 9 einstaklingsstíum fyrir hverja 60 kinda hópstíu, sem þýðir að 15%
ánna getur verið i einstaklingsstíu hverju sinni. Utan sauðburðar má nýta krærnar í miðjunni
fyrir fé á hefðbundinn hátt og ættu að rúmast þar um 70 fjár í hvomi kró.
Önnur tillöguteikning (6. mynd) sem fylgir hér með er af svipuðum toga og sú fyrri,
nema í stað þess aó hafa garða og krær efitir miðju hússins er þar bara einn gangur. Milli
gangsins og gjafagrindanna er hægt að setja upp einstaklingsstíur á sauðburði. Einstaklings-
stíurnar þurfa að vera opnanlegar í báða enda til að þetta fyrirkomulag þjóni tilgangi sínum.
Ur einstaklingsstíunum má þá fara með lambærnar eftir miðganginum, hvort heldur sem er
inn í hlöðu, út úr húsi, eða í aðra hóp- eða einstaklingsstíu í fjárhúsunum. Þessi hugmynd
gerir ráð fyrir að fénu í einstaklingsstíunum sé gefið á miðganginn, þannig að framhlið
stíunnar þarf þá að vera þannig úr garði gerð að féð geti étið í gegnum hana. Brynningu mætti
hafa með þeim hætti að plaströr með vatnsjöfnun væri lagt í bakhlið stíunnar, en nægilega
hátt uppi til að ærnar geti gengið undir það þegar þær eru settar inn í stíuna.
Einstaklingsstíur
Hönnun þessara stía getur verið með ýmsu móti. Lágmarksstærð er 1,0 m2 skv. aðbúnaðar-
reglugerð. Til þess að ærnar geti auðveldlega snúið sér við má áætla að breidd stía þurfi að