Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 178
168
VINNUHAGRÆÐING VIÐ FJÁRRAG
Eins og áður var ýjað að þá er vinna við ýmis konar fjárrag vafalítið einn af allra stærstu
vinnuliðunum á sauðfjárbúum. Undir fjárrag fellur vinna eins og smalamennskur, réttir,
vigtun og flokkun haustlamba, ýmis flokkun áa, vigtun áa, ormalyfsgjöf, bólusetning, o.s.frv.
Almennt séð er ótrúlega lítið hugsað um að létta þessi verk. Fyrirkomulag girðinga skiptir
miklu máli varðandi þennan vinnulið, en það sem kannski rnundi skila mestu miðað við til-
kostnað væri notkun sérstakra ijárragsganga,
eins og t.d. var skrifað um af Magnúsi Sig-
steinssyni (1990). Snorri Sigfinnsson á Sel-
fossi hef'ur hannað og smíðað svona fjár-
ragsgang sem er samsettur úr meðfærilegum
einingum sem raðað er saman eftir þörfum.
Varðandi svona ganga og alla aðstöðu við
ljárrag þarf að hafa í huga ákveðna „sauðfjár-
sálfræði", t.d.
• Kindur eru hópsálir, þær elta aðrai-
kindur.
• Þær vilja frekar fara upp í móti en niður
á við.
• Þær leita í átt til frelsis, í átt að glufum.
• Þær leita frá hlutum er liræða þær eða
eru framandi.
Af þessu leiðir m.a. að „milligerðir" í fjárragsútbúnaði ættu að vera þéttklæddar, þannig
að eina ljósið/frelsið sem féð sér sé í hliðinu. Sundurdráttargangar ættu ekki að vera það
breiðir að fé geti snúið sér við, gjarnan mjórri að ofan heldur en að neðan (sbr. mynd). Fjár-
maðurinn þarf að geta staðið utan við ganginn og gripið í liaus kindarinnar til að lesa af
númeri, gefa ormalyf o.s.frv. Hillur fyrir lyf o.fl. þurfa að vera í seilingarfjarlægð. Við
flokkun er yfirleitt nóg fyrir einn mann að stjórna tveimur hliðum í einu, betra er að reka féð
oftar í gegn heldur en að vera með of flókinn hliðabúnað.
LOKAORÐ
Hér að framan hefur verið reynt að velta upp möguleikum á hagræðingu vinnu við ýmsa
mikilvæga vinnuliði í sauðfjárbúskapnum. Vikið var að því í upphafi að skv. vinnuskýrslum
mætti áætla að vinna á vetrarfóðraða kind væri ekki undir 12 klst á ári. Það er hins vegar ljóst
út frá fyrirliggjandi gögnum að á búum þar sem mikið er lagt upp úr góðri vinnuaðstöðu og
verkskipulagi er vinnan veruiega mikið mimii, þrátt fyrir að gæði vinnunnar séu síst minni.
Þetta ber þó ekki að túlka svo að það sé hagkvæmt fyrir alla að bylta sinni vinnuaðstöðu. Við
mat á slíku spilar afar margt inní. svo sem bústærð, möguleikar á vinnu utan bús, aldur
bænda, ástand íjárhúsa og framtíðarhorfur um búskap á jörðiimi, svo nokkuð sé nefnt. En 2.
tafla, sem hér fylgir með, er tilraun til þess að meta hver væri eðlileg vinnuþörf á fjárbúi með
mjög góðri vinnuaðstöðu og verkskipulagi. Taflan er sett fram með þeim fyrirvara að hún
byggir í sumum atriðum á takmörkuðum gögnum og í raun hreinum ágiskunum.
Mikil þörf er á að leggja nákvæmara mat á suma af þeim vinnuliðum sem þarna eru upp
taldir. En niðurstaðan, með öllum sinum fyrirvörum, er að komast mætti vel af með um 6,6
vinnustundir á vetrarfóðraða kind á ári. Ut frá þessum tölum er svo hægt að spá og spekúlera
um mögulega bústærð og fleira, en það ætla ég ekki að hætta mér út í að sinni, enda fleiri for-
sendur sem þar þurfa að liggja fyrir.
7. mynd. Snorri Sigfinnsson viö fjárragsganginn.
(Myndin er úr safni Sunnlenska fréttablaðsins).