Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 180
170
RRÐUNflUTRFUNDUR 2001
Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla - Nokkur minnisatriði
Sveinn Hallgrímsson
Landbúnadaháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Markmið þessa pistils er að kynna áætlanir um gæðastýrða sauðíjárrækt eins og hún er skil-
greind í samningi ríkisstjórnar ísland (landbúnaöar- og jjármálaráóherra) og Bœndasamtaka
Islands.
í samningi þessara aðila segir svo: „Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla: Dilkakjöt sem fram-
leitt hefur verið eftir ki'öfum um skilgreindan framleiðsluferil, hollustu og umhverfisvemd".
í 1. málsgrein um Gæðastýrða sauðfjárrækt (fylgiskjal 1 með samningi um framleiðslu
sauðQárafurðaj segir um tilgang gœðastýringarinnar: „Að bœta saitðjjárbúskap, tryggja
neytendum örugga vöru og bœndum betri afkomu. “ Ennfremur segir að: „Framkvæmdanefhd
búvörusamninga er ábyrg fyrir framkvæmd verkefnisins.“
GÆÐASTÝRÐ SAUÐFJÁRRÆKT
Gæðastýrð sauðfjárrækt tekur til eftirfarandi þátta:
• Landnot. Framleiðandi sýnir fram á afnotarétt af landi, þar með talið afrétt, sem
fullnægir beitarþörf alls búpenings viðkomandi bús. Nánar skilgreint í gæðahandbók.
• Einstaklingsmerkingar og kynbótaskýrsluhald. Sauðfé rnerkt og skráð skv.
gæðahandbók. Merkingar tryggi rekjanleika afurða. Kynbótaskýrsluhald verði sam-
kværnt skilgreiningu Bændasamtaka íslands.
• Gæðadagbók. Hirðing og meðferð bústofns skráð samkvæmt nánari ákvæðum í
gæðahandbók.
• Búfjáreftirlit, sbr. Lög um búfjárhald. Leggja skal í'ram vottorð frá búfjáreftirlits-
marnri sveitarfélags um fóður, aðbúnað og ástand búfjár, sbr. ákvæði gæðahand-
bókar. Lagt skal mat á ytri ásýnd býlisins, sbr. nánari ákvæði gæðahandbókar.
• Lyfjaeftirlit. Gera skal grein fyrir kaupum og notkun lyfja á búinu.
• Áburðarnotkun og uppskera. Gera skal grein fyrir áburðarnotkun, hvemig hún er
ákvörðuð og uppskera skráð af hverri spildu, sbr. ákvæði gæðahandbókar.
• Fóðrun. Gera skal grein fyrir fóðrun og fóðurefnum (beit, heygjöf, kjarnfóður,
amiað), sbr. ákvæði gæðahandbókar.
Undirbúningur að gœóastýringu
Umsóknir. Bændur, sem óska eftir því að taka þátt í verkefninu, sækja um það til viðkomandi
búnaðarsambands. Eðlilegt er að búnaðarsambandið geri úttekt á búinu á þeirn þáttum sem
gæðastýringin nær til og gefi bóndanum svar um það hvort hann fullnægi skilyrðum urn
gæðastýrða framleiðslu. Öll gögn, urn úttekt á viðkomandi býli, verða geymd hjá viðkomandi
búnaðarsambandi og meðhöndluð sem trúnaðarmál.
Námskeið. Umsækjendur sækja tveggja daga námskeið til undirbúnings gæðastýrðri sauðfjár-
rækt. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri (LBH) sér um þessi námskeið í samvinnu við
búnaðarsambönd, lætur semja námskeiðsefni og gefur það út í handhægu formi, sbr. samning
Framkvæmdanefndar búvörusamninga (Fb) og LBH. Á námskeiðunum verður jafnframt farið