Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 181
171
yfir þýðingu góðs skýrsluhalds og skráningar á öðrum sviðum fyrir kynbætur og rekstur sauð-
fjárbúsins. Jafnframt verður boðið upp á fagnámskeið í helstu þáttum búrekstrar.
Miða skal við að hægt verði að koma af stað hópstarfí í framhaldi af námskeiðunum,
þannig að hópstarfíð leiði til faglegrar umræðu og þar með bættrar afkomu sauðfjárbænda.
Námskeiðin verða haldin sem víðast um landið. Þar sem því verður við komið, skal miða
við að hvert námskeið verði grunnur að hópstarfi. Því er æskilegt að miða við ákveðin svæði
eða félagslega einingu þegar námskeið eru skipulögð.
Leiðbeinendur á námskeiðunum verða kennarar við LBH á Hvanneyri, héraðs- og lands-
ráðunautar og rannsóknamenn, eftir því sem við á. Miðað er við að héraðsráðunautur á við-
komandi svæði verði leiðbeinandi á námskeiðinu, ásamt starfsmanni LBH eða frá öðrum
landbúnaðarstofnunum, ef þurfa þykir.
Búfræðslan hefur umsjón með gerð kennslugagna. Við gerð þeirra skal miða við að þau
nýtist senr handbók við störf bóndans effir að verkefnið er hafið. Við gerð kennslugagna skal
taka mið af almennri uppbyggingu gæðastýringar í landbúnaði. Gæðahandbók, unnin á
ábyrgð Bændasamtaka íslands, liggi fyrir þegar námskeið hefjast, enda er hún í raun verk-
efnalýsing fyrir þátttakendur.
Eftirfylgni. Búnaðarsambönd, eða þeir aðilar sem Framkvæmdanefnd búvörusamninga felur,
verða ábyrgir fyrir eftirfylgni verkefnisins, fyrir hönd hennar. A hverju búnaðarsambands-
svæði verða myndaðir hópar bænda sem funda reglulega undir stjórn hópstjóra. Hópstjórar
hvers svæðis funda regiulega með sauðfjárræktarráðunaut viðkomandi búnaðarsambands. Að
loknu fyrsta ári verkefnisins verður reynslan metin, m.a. hvort nauðsyn sé á frekara nám-
skeiðahaldi.
Eftirlit. Eftirlitið skal vera virkt, en ódýrt, og í höndwn búnaöarsambandanna. Skil á (kyn-
bóta-) skýrsluhaldi, gæðahandbók, landnotavottorði og upplýsingum úr búíjáreftirliti er for-
senda álagsgreiðslu vegna gæðastýringar. Þessar upplýsingar metur eftirlitsaðili í umboði
Framkvæmdanefndar búvörusamninga og ákveður hvaða aðilar skuli njóta álagsgreiðslna á
gmndvelli þeirra gagna sem getið hefur verið hér að ofan. Öll gögn, sem eftirlitsaðili safnar.
eru eign bóndans og verða ekki notuð í öðrum tilgangi, nema með hans samþykki.
Megin regla eftirlitsins verður að teknar séu úrtakspmfur, um 10% á ári, af fjölda bænda
sem samþykktir hafa verið í gæðastýringu. Ekki skal krefjast þess af bóndanum að hami sendi
gögn til búnaðarsambands, nema þegar bóndinn hefur verið tekinn út til skoðunar. Eftirlits-
aðili skal, hafi viðkomandi bóndi verið dreginn út til skoðunar. heimsækja bóndann og fara
vfir gögn sem snerta gæðastýringuna. Þurfi eftirlitsaðili að heimsækja bónda, sem er í gæða-
stýringu. á hann rétt á að skoða öll gögn varðandi gæðastýringu telji hann þörf á því.
Tími. Verkefnið hefst árið 2003. Samkvæmt samningi ríkisins og Bændasamtakanna þýðir
þetta að vorið 2002 verða bændur sem ætla að komast í gæðastýrða sauðfjárrækt að vera búnir
að sækja um fyrir 1. janúar 2002. Búnaðarsamböndin eða sá sem fer með eftirlit og gagna-
söfnun vegna gæðastýringar hefur tímann fram til júní-júlí 2002 til að afla gagna og afgreiða
umsóknina. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur úrskurðarvald rísi ágreiningur um
ákvörðun viðkomandi búnaðarsambands.
Greiðslutilhögun. Greitt verður út á hvert innlagt kg dilkakjöts hjá þeim bændum sem upp-
fylla kröfur til gæðastýringar. Ekki verður greitt gæðaframlag út á holdfyllingarflokk P né
fituflokka 4 og 5. Dilkaskrokkar sem verðfelldir eru vegna skemmda, s.s. vegna mars, hund-
bits eða annarra áverka sem rekja má til meðhöndlunar hjá bóndanum, skulu ekki fá gæða-
framlag.
Skrokkar sem skemmast í sláturhúsi skulu njóta gæðaframlags, enda sé augljóst að