Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 182
172
skemmdir séu á ábyrgð sláturleyfishafa, en ekki framleiðanda. Sláturleyfíshafí skuldbindur
sig til að láta Framkvæmdanefnd búvörusamninga í té sundurliðaða skrá um flokkun falla hjá
þeim framleiðendum sem samþykktir hafa verið í gæðastýringu. Framkvæmdanefnd semur
um framkvæmd greiðslna til framleiðenda. I samningi sé kveðið á um að allar upplýsingar,
sem safnað er vegna gæðastýringar, séu trúnaðamál.
Landnot. Ákvæðum um iandnot og kröfur sem gerðar eru til þessa þáttar eru eftirfarandi:
• Meginviðmiðun við ákvörðun á nýtingu heimalanda og afrétta er að nýtingin sé sjálf-
bær.
• Mat á landnýtingu vegna gæðastýringar í sauðijárrækt fer eftir fylgiskjalinu „Vilja-
yfirfýsing vegna mats á landnýtingu vegna gæðastýringarþáttar í samningi um fram-
leiðslu sauðfjárafurða.“ Þar segir m.a.;
• Vottun. Þegar ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um hvort landnýting sé
sjálfbær skal vottunaraðili. með þekkingu í landlæsi, skoða viðkomandi land og
nýtingu þess. Þeir sem votta þurfa að fá til þess viðurkenningu viðeigandi stjórn-
valds.
• Álita- og ágreiningsmál. Ágreiningsefnum varðandi synjun á vottun vegna
landnota skal vísað til úrskurðamefndar sem landbúnaðarráðherra skipar.
Einstaklingsmerkingar og kynbótaskýrsluhald. Skýrsluhaldið hefur tvíþættann tilgang:
• í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu er rekjanleiki hornsteinn eins og í annarri vottaðri
framleiðslu. Gott og öruggt skýrsluhald hefur því grundvallar þýðingu við að rekja
uppruna vörunnar. Skýrsluhaldið verður að vera öruggt og gagnsætt.
• Kynbótaskýrsluhaldið hefur þann tilgang að skapa gagnagrunn fyrir bóndann og
ráðunauta til að vinna öflugt kynbótastarf til hagsbóta fyrir hinn einstaka bónda og
fyrir kynbótastarfið á landsvísu, m.a. til að velja hrúta á sæðingarstöðvarnar. Kyn-
bæturnar eru algjör forsenda fyrir framfömm í eiginleikum eins og kjötgæðum, frjó-
semi og vaxtarhraða lantba. Þessurn þætti skýrsluhaldsins má því ekki gleyma.
Gœdadagbók. Hér er um að ræða að skrásetja það sem skráð hefur verið, t.d. í fjárræktar-
félögunum og að hluta til atriði eins og hvenær tekið er á hús. hvenær bólusett o.s.frv.
Bújjáreftirlit. Hér er nóg að benda á Lög um búfjárhald, forðagæslu o.fl., en þau tjalla, eins
og flestum bændum mun kunnugt, m.a. um vörslu búfjár, aðbúnað og meðferð búfjár og
forðagæsiu, eftirlit og talningu búfjár. Hér undir fellur einnig að lagt skuli mat á ásýnd býlis,
sbr. nánari ákvæði í gæðahandbók. (Sjá ennfremur Gæðastýrð sauðfjárrækt, fylgiskjal 1 með
samningi um framleiðsiu sauðfjárafurða)
Eðlilegt er að það sem skrásett er um fóðrun búfjár sé sett inn í þennan kafla. Gert er ráð
fyrir að skráð sé hversu mikið er notað af aðkeyptu fóðri, heyfóðri og fóðurbæti, sbr. nánari
ákvæði í gæðahandbók.
LyfjaefUrlil. Gera skal grein fyrir öllum lyijakaupum og notkun á búinu. í grundvallaratriðum
er skráning, kaup og notkun á lyfjum mjög mikið grundvallaratriði. í því sambandi er rétt að
minna á að finnist lyfjaleifar í matvælum eru þau ekki lengur hrein. Því þarf að vera hægt að
rekja alla iyfjanotkun og sýna fram á í hvaða tilgangi lyfín voru notuð, hvenær og í hvaða
gripi. Þó er einnig talað um hópskráningu þegar sama lyfið er gefið hóp gripa, t.d. ormalyf. I
gæðahandbók verða væntanlega fjögur eyðublöð vegna lyfjakaupa, lyfjaskráningar vegna
sjúkdóma eða slysa á fullorðnu fé og lömbum og vegna hóplyfjanotkunar.
Aburðarnotkun og uppskera. Gera skai grein fyrir áburðarnotkun og uppskeru af hverri
spildu. Nánari ákvæði um þessi atriði verður að finna í gæðahandbók.