Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 183
173
RflÐUNflUTflfUNDUR 2001
Efnagreiningar og eftirlit með framleiðslu loðdýrafóðurs
Álílieiður Marinósdóttir
Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri
YFIRLIT
Árið 1998 var ákveðið að stofna eftirlit með ffamleiðslu loðdýrafóðurs á íslandi. Fóðureftirlitinu var valið að-
setur að Hvanneyri, þar sem fullbúin rannsóknarstofa var til staðar. Ákveðið var að byggja fóðureftirlitið upp að
danskri fyrirmvnd þar sein Danir hafa lengstu reynslu af rekstri slíks eftirlits og íslensk loðdýrarækt á greiðan
aðgang að leiðbeiningum og ráðgjöf.
í þessu erindi er leitast við að skilgreina þann vanda sem búgreinin á við að etja í fóðurmálum, hvernig
brugðist hefur verið við að liálfu fóðureftirlitsins og hver árangurinn hefur orðið til þessa, auk þess að hugleiða
framtíðarverkefni fóðureftirlitsins.
INNGANGUR
Á undanförnum árum hefur forj'stufólki í loðdýrarækt orðið tíðrætt um nauðsyn þess að koma
á eftirliti með framleiðslu loðdýrfóðurs í landinu. Aðalástæðan er sú að íslensk loðdýrarækt
ltefur ekki getað fylgt eftir þeirn framförum sem orðið hafa í skinnastærð í okkar helstu sam-
keppnislöndum. Jafnframt hafa skinngæði verið lakari og fóðurnotkun á hvert framleitt skinn
meiri en í nágrannalöndunum.
Sumarið 1998 var ákveðið að mynda starfshóp á vegum Sambands íslenskra loðdýra-
bænda, Bændasamtaka íslands og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri sem hafa skyldi Ibr-
göngu um að koma á gæðastjórnun og eftirliti nteð framleiðslu á loðdýrafóðri. í starfshópinn
voru skipaðir fulltrúar, einn frá hverri stofnun, auk fulltrúa frá fóðurstöðvum. í október sarna
ár var síðan ráðin starfsmaður í hálft starf til að skipuleggja og ltrinda verkefninu í frarn-
kvæmd.
Sótt var um styrk til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til þess að íjármagna fyrstu skref
fóðureftirlitsins og síðan til kaupa á tækjabúnaði, rekstri og kostnaði við efnagreiningar.
FÓÐURTENGD VANDAMÁL BÚGREINARINNAR
Það eru aðallega íjórir þættir sem hafa afgerandi áhrif á afkontu hvers framleiðenda og þeir
eru allir rneira og minna tengdir fóðurframleiðslunni. Þcssir þættir eru frjósemi dýranna,
stærð skinna, feldgæði og fóðurnotkun á hvert framleitt skinn, en hún er stærsti kostnaðar-
liðurinn við skinnaframleiðsluna.
Frjósemi
Frjósemi er þáttur sent í ílestum tilfellum er undir miklum áhrifum frá fóðrun, hirðingu og
fóðursamsetningu. Frá náttúrunnar hendi eru loðdýr mjög frjósöm og algengt að það frjóvgist
á bilinu 12 til 20 egg. Röng fóðursamsetning, skemmt fóður eða óæskileg fóðrun og hirðing
geta haft afdrifarík áhrif á endanlega frjósemi búsins. Frjósemistapið getur verið af ýmsum
toga, svo sem lágt pörunarhlutfall, há geldprósenta, fósturlát stuttu fyrir got, lítil got og mikil
afföll á mjólkurskeiði. Allt eru þetta þættir þar sem bæði fóðursamsetning og fóðurgæði
skipta rniklu máli.
Vöxtur
Það eru ótalmargir þættir tengdir fóðursamsetningu, efnainnihaldi- og gæðum fóðurs sem