Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 184
174
hafa bein áhrif á vöxt yrðlinga frá fæðingu til feldunar. Þessum vaxtartíma, sem spannar
u.þ.b. 6 mánuði, má skipta í 4 tímabil, sem eru mjólkurskeið, fyrra- og seinna vaxtarskeið og
feldmyndun. Hvert um sig gera þessi tímabil kröfur um fóður sem tekur mið af líffræðilegum
þörfum yrðlinganna á hverjum tíma til að ná hámarks stærð og þroska. Til að uppfylla þær
kröfur sem markaðurinn setur um stærð skinna og feldgæði verður fóðursamsetningin, orku-
styrkur fóðursins og gæði þess að vera í hámarki allt tímabilið.
Feldgæói
Hvernig til tekst með fóðursamsetningu og efnainnihald þess á meðgöngu og gottíma hefur
áhrif á feldgæði að hausti. Léleg próteingæði í fóðri á meðgöngu dregur úr eðlilegum þroska
hársekkja. Léleg og skemmd fita eyðileggur E-vítamín og veldur vanþrifum. Ef vöntun er á
næringarefnum kemur það fyrst fram í feldgæðum. Því má segja að hárafar endurspegli fóður-
gæðin.
Fóóurnotkun
Þeir þættir sem aðallega hafa áhrif á fóðurnotkun á hvert framleitt skinn eru orkuinnihald
fóðursins og feldunartími. Orkuinnihald fóðursins á vaxtarskeiði hefur mikil álmif á heildar-
fóðurnotkun og einnig afgerandi áhrif á stærð skinna. Tímasetning feldunar skiptir einnig
sköpum, þvi fóðurnotkun er mikil á þessum tíma, en jöfn fóðrun flýtir fyrir feldþroska. Þáttur
bóndans í fóðurnotkun vegur þungt; nákvæmni í fóðurkaupum, reglusemi og fóðrunartækni
geta stórlega dregið úr fóðurnotkun, án þess á nokkurn hátt að koma niður á stærð og gæðum
skinnanna.
Áföll
Áföll svo sem óeðlileg geldprósenta, mikill hvolpadauði, sjúkdómar og léleg skinn eru allt
þættir sem oftast eru tengdir hráefnum eða fóðri.
Alvarlegustu áföllin, dauðsföll í stórum stíl, eru yfirleitt tengd hráefnisgæðum og bakteríu-
magni fóðursins. Áföll vegna rangrar efnasamsetningar og/eða orkuinnihalds lýsa sér í afurðar-
tapi vegna lítilla skinna og lélegra skimrgæða.
Hráefnisgæöi - bakteríur
Léleg hráefnisgæði og bakteríumengun hafa verið stórt vandamál við öflun hráefna í loðdýra-
fóður. Vankunnátta í mati á gæðum og lítil vitneskja urn bakteríur og hegðun þeirra í hrá-
efnum og fóðri hefur off leitt til alvarlegra áfalla af völdum skemmds eða eitraðs fóðurs.
Sérstakar rotnunarbakteríur í fiskmeti valda þeirri einkennandi lykt sem er af skemmdum
fiski. Hins vegar má yfirleitt rekja sjúkdómsvaldandi bakteríur í fiskafurðum til saurgerla-
mengunar við löndun og flutning.
Fjölmargar bakteríur sem fyrirfinnast í sláturmat eru sjúkdómsvaldandi og aðeins lítið
magn af menguðum sláturmat getur haft alvarlegt tjón í för með sér. Margar bakteríur og
sveppir mynda eiturefni, þar sem eituráhrifin ráðast af því hvaða örverur hafa framleitt eitrið.
Sum eiturefnin virka á miðtaugakerfið en önnur á meltingafærin.
Efnainnihald - orkuinnihald
Þau hráefni sem standa loðdýraræktinni til boða á viðráðanlegu verði hafa mörg hver efna-
samsetningu eða bragð sem takmarkar notkun þeirra. Hátt öskuinnihald í fiskimjöli og kjöt-
beinamjöli er þáttur sem takmarkar vaxtargetu yrðlinganna. Bragð ýmissa hráefna eða inni-
hald þeirra af skaðlegum efnum lcemur í veg fyrir notkun þeirra nema í takmörkuðu magni.
í surnum tilfellum er efnainnihaid hráefna breytilegt eftir árstímum, t.d. fituinnihald í
fiski. Fituinnihald í sláturmat er breytilegt milli sláturdýra og því oít erfitt að leggja raunhæft