Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 194
184
Mikilvægt er að grísum frá mismunandi búum sé hvorki blandað saman við flutning í slátur-
hús né í sláturhúsinu (Warris 1987).
Eftir slátrun eru ýmsir þættir senr geta haft áhrif á vatnsheldni kjötsins, s.s. hitastig og
tími í afbyrstunar-kai'i, upphenging og kæling sláturskrokka. Hansson og samstarfsaðilar
(1990) fundu að hitastig í kari og sá tími sem skrokkar eru hafðir i karinu hefur afgerandi
áhrif á fjölda PSE-tilfella. Kæling hefur einnig afgerandi áhrif, en samkvæmt Honikel (1987)
er hægt að draga verulega úr PSE-einkemium ef skrokkar eru kældir lrratt eftir afbyrstun, en
kælingin hefur jákvæð áhrif bæði á vatnsheldni og kjötlit.
LEIÐIR TIL ÚRBÓTA
Svínabændur geta stuðlað að auknum kjötgæðum með réttri samsetningu fóðurs og gott er að
auka magn E-vítamíns í fóðri eldisgrísa. Ráðlagt er að svelta grísina í 12 klst fyrir slátrun.
Með daglegri umgengni við eldisgrísina er hægt að venja þá við nærveru mannsins og eins
venjast þeir rekstri ef gengið er rólega um stíurnar. Grísimir geta vanist áreiti, t.d. hávaóa, ef
útvarp er haft í eldishúsi. Einnig geta leikföng dregið úr streitu grísanna, t.d. gúmmíhringir,
keðjur o.fl. Gott er að hafa kveikt ljós í ákveðinn tíma á sólarhring, þá verða þeir síður
hræddir við bjart umhverfi sláturhússins.
í flutningsbíl og i sláturhúsi rná gera ýnrsar ráðstafanir til að draga úr því áreiti sem
grísirnir verða fyrir. Grísurn úr misnrunandi stíurn á helst ekki að blanda saman, það eykur
verulega hættu á slagsmálum og streitu. Meðhöndla skal grísina gætilega við rekstur í og úr
bíl. Best er að sleppa rafstöfum eða halda notkun þeirra í algjöru lágmarki. í staðinn má nota
ilögg eða plastspaða. Afferma á bílinn um leið og kornið er að leiðarenda og hvíla grísina í
minnst 2-4 klst fyrir slátrun. Grísina skal reka rólega í litlum hópum (4-6) að banastíu. Þegar
hér er kornið sögu á helst að sleppa rafstöfum algjörlega. Gott er að fjarlægja allt það sem
getur valdið grísunum stressi. t.d. hluti sem glarnra eða hrevfast, sterkt endurskin frá málm-
hlutum o.fl. Eins verður að gæta þess að loftstreymi sé ekki á móti grísunum við rekstur, en
þá er rnikil hætta á að grísirnir stansi. Loftlriti má ekki vera of hár í stíum (ekki yfir 20°C).
Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að búa til PSE-kjöt með slærnri meðhöndlun síðustu 15 mín
fyrir slátrun (Grandin 2000). Það er því alveg ljóst að mikið er í húfi síðustu 5-15 mín fyrir
slátrun. Það verður bæði að huga að velferð dýranna, en eins getur meðhöndlunin haít rnikil
áhrif' á gæði framleiðslunnar og þar er um rnikla hagsmuni að ræða. Hér skiptir þekking og
reynsla starfsfólks í sláturhúsum rniklu máli. Fagmenntun í slátrun er ekki sern skildi
hérlendis og því er þetta mjög viðkvæmur hlekkur í keðjunni.
I aflífuninni er mikilvægt að öll tæki séu yfirfarin reglulega, þannig að útbúnaðurinn virki
rétt og leiðnin sé góð. Forðast skal að tví-stuða dýr, en það hefur sýnt sig að hafa neikvæð
áhrif á kjötgæðin (Grandin 2000). Dýrin eiga helst ekki að hrina við stuð, ef það gerist oft er
ástæða til að yfirfara útbúnað og handtök starfsfólks. Blóðga á dýrin innan 15 sek frá rafstuði.
Og síðast en ekki síst er mjög mikilvægt að kæla skrokkana sem fyrst. Sá tími sem líður frá
afbyrstunar-kari að kæli á að vera sem stystur. Hægt er að bæta kjötgæðin um allt að 40%
með því að hraða kælingunni (Grandin 2000).
LOKAORÐ
Gæði svínakjöts eru háð fjölmörgum þáttum í meðferð dýra og kjöts og erfðaáhrif skipta þar
einnig máli. Töluverðar breytingar hafa orðið á svínabúskap og svínakjötsframleiðslu á
undanförnum árum og þar sem framleiðslan hefur þjappast saman á færri og stærri einingar
en áður. Tilefni er til að svínabú og svínasláturhús fari yfir vinnuferli hver hjá sér og leitist
við að haga meðferð grísa og vinnubrögðum við slátrun þannig að velferð dýranna sé tr>'ggð