Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 201
191
RRÐUNRUTflfUNDUR 2001
Tækni við jarðvinnslu
Grétar Einarsson
Rannsóknastofmm landbúnaðarins, bútœknideild
YFIRLIT
í eftirfarandi pistli eru raktar ástæður þess að veruleg viðhorfsbreyting hefur orðið hjá þorra bænda varðandi
jarðræktartækni og endurvinnslu almennt. Fjallað er um meginmarkmið jarðvinnslunnar og hvemig æskilegt er
að undirbúa framkvæmdir. Nokkur grein er gerð fyrir mikilvægi þess að vinna jarðveginn á réttum tíma m.t.t.
ástands jarðvegsins og árstíma. Valin eru fjögur mikilvæg jarðvinnslutæki til umfjöllunar þar sem uppbyggingu,
vinnsluaðferðum, afköstum og aflþörf þeirra er lýst. Plæging, einkum við endurvinnslu túna hefur stóraukist á
undanfömum árum. Sífellt betur kemur í ljós gildi plæginga sem vinnsluaðferð og plógamir eru tæknilega betur
búnir en áður var. Unnt er að ná góðum afköstum. Við plægingu næst betri loftun í jarðveginn, fyrri gróður og
iligresi lenda undir yfirborðinu og rótarými eykst. Samtímis má plægja niður húsdýraáburð og kalk og áfram-
haldandi jarðvinnsla er að jafnaði auðveldari. Jarðvegstætara er unnt að nota bæði til að frumvinna og fínvinna
jarðveg. Þeir eru mjög mikilvirkir til að brjóta niður seiga grasrót og tyrfínn mýrarjarðveg og blanda jarðveg
mjög vel. Á viðkvæmum jarðvegi verður að nota tætarann rneð gát því hætta er á að jarðvegsbyggingin skaðist.
Kostir rótherfanna er einkum þeir að með þeim má fínvinna og jafna landið eftir þörfum og hægt að stilla
vinnsludýptina nokkuð nákvæmlega. Lítil hætta er á að valda skaða á jarövegsbyggingunni eða fá upp aftur
óæskilegan jarðveg eða fyrri gróður. Fjaðraherfin tæta og mylja jarðveg sem áður hefur verið unninn, t.d. eftir
plægingu. Fjaðureiginleikar tindanna eiga stóran þátt í að mylja jarðveginn, en þá má fá af mismunandi geróum.
Afköstin eru mikil og oft er fljótlegt aö fá hæfilega unnið sáðbeð. Þau eru álitlegur valkostur þar sem jarðvegur
er nægilega mildinn. í lok greinarinnar er lítillega minnst á önnur jarðvinnslutæki sem ekki er svigrúm til að
fjalla um að sinni.
INNGANGUR
Á síðastliðnum áratug hafa átt sér stað umtalsverðar breytingar á aðferðum við jarðvinnslu hér
á landi. Ástæðurnar fyrir því má rneðal annars rekja til að veruleg aukning hefur orðið í korn-
rækt, en hún kallar á agaðri vinnubrögð við jarðvinnsluna og frágang á sáðbeði og hún hefúr
ennfremur vakið menn til umhugsunar urn ýmsa aðra mikilvæga þætti jarðyrkjunnar. Þá hafa
dráttarvélarnar stækkað að miklum mun og flestar nýrri gerðir dráttarvéla eru með aldrif og
stærri aflvélar sem gefur allt aðra og betri möguleika á að beita vinnutækjunum og auka af-
köstin. Einnig hafa kornið til sögunnar nýjar gerðir af jarðvinnslutækjum sem veita aukið
svigrúm til að velja þau tæki sem henta hinurn ólíku jarðvegsgerðum sem tekin eru til frum-
og endurræktunar. í kjölfar þessarar þróunar hafa verið haldin tveggja daga jarðræktarnám-
skeið í öllum Búnaðarsamböndum, alls um 27 námskeið. Þá má einnig ætla að auknar kröfur
urn heygæði, einkum við mjólkurframleiðsluna, hafa hvatt menn til aukinnar endurræktunar.
Eftirfarandi umfjöllun er ætlað að veita nokkuð yfirlit yfir nýjungar á sviði tækjabúnaðar sem
álitlegast er að nota við okkar aðstæður hvað snertir vinnslueiginleika og helstu tæknilegar út-
færslur.
MARKMIÐ JARÐVINNSLU
Rétt þykir hér í upphafi að rifja upp að tilgangur jarðvinnslunnar getur verið af ýmsum toga,
en í flestum tilvikum er verið að leitast við að vinna jarðvegimr þannig að það falli sem best
að þörfúm nytjaplantnanna. Með því er átt við að jarðvegsbyggingin verði hagstæð, en það er
forsenda fyrir því að nægilegt loft, raki og jarðvegslíf verði til staðar (Þorsteinn Guðmundsson
1994). Það leiðir til að losun næringarefna úr jarðveginum og upptaka gengur hraðar fyrir sig.