Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 203
193
mikilvægt að velja rétta plóggerð og aukabúnað sem á við hverju sinni og jafnframt að menn
kunni að leggja upp teig og ljúka plægingu með sómasamlegum hætti.
Afköst. Aíköst eru eftir aðstæðum, jarðvegsgerð, ökuhraða og að auki er í mörgum tilvikum
hægt að stilla plóginn á ýmsar strengbreiddir. Algengast er að nota 14" plóga í túnræktinni
(skerabreidd um 360 mm), en þá má oft stilla í allt að 510 mrn (20") strengbreidd háð að-
stæðum. Algeng stilling á plógum er um 400 mm til að fá góða veltu á strengina og áferðar-
fallega plægingu. Algengur ökuhraði er urn 6-8 km/klst við plægingar og reikna má með að
urn 15-25% tímans fari í undirbúning og lokafrágang við spildurnar og að auki snúninga við
horn. Að þessu athuguðu má ætla að afköstin geti verið frá um 0,5-1,0 ha/klst miðað við þrí-
skera og að algeng afköst séu nálægt 0,7 ha/klst háð því að stærð dráttarvélar sé ekki takmark-
andi þáttur.
Dráttarátak - aflþörf. Af innlendum rannsóknum rná ráða að dráttarátakið sé á bilinu 40-60
kN/m2 (nálægt 40-60 kp/dm2. flatarmál=þversk.flötur strengs). Mest mældist átakið á ný-
ræstri rnýri en rninnst á vel framræstri mýri. Auk þess er átakið háð ökuhraða, en þau áhrif
aftur tengd jarövegs- og plóggerð. Til einfóldunar er hér miðað við að átakið verði um 60
kN/m2, plægingardýptin um 250 mm og strengbreiddin um 400 mm. Þá rná ætla að dráttar-
átakið verði unr 18 kN. í innlendum ramisóknum (Grétar Einarsson 1977) hefur komið í ljós
að þegar tekið er tillit til þyngdar dráttarvélar og ólíkra jarðvegsgerða með hliðsjón af spyrnu
dráttarvéla þarf um 120 kN/m2 (12.000 kg í dráttan'él á móti m2 í streng) við góðar aðstæður,
þ.e. á þurrum jarðvegi þar sem dráttarvélin nær góðri spvrnu, upp í urn 170 kN/m2 við erfiðar
aðstæður í blautum og seigum mýrarjarðvegi. Framangreindar tölur miðast við afturdrifsvélar,
en ætla má út frá prófunarskýrslum varðandi dráttarvélar að dráttarhæfnin sé að jafnaði um
20% rneiri á aldrifsvélum af sömu þyngd. Af þessu rná ráða að afturdrifsvélar þurfi að vera á
bilinu 3,6 tonn til urn 5,1 t og aldrifsvélar um 2,9 t til um 4,1 t til að hafa nægilega dráttargetu
við allar algengar aðslæður hér á landi til að fullnýta afkastagetu þrískera plógs. í stöku til-
vikurn, t.d. á þétturn leirjarðvegi, gæti þó þurft verulega þyngri dráttarvélar.
Tœtarar
Jarðtætarar voru fý'rst notaðir hér á landi við „þúfnabana“ sem kornu til landsins árið 1921
(Árni G. Eylands 1950). Þeir voru mikilvirk tæki en ekki notaðir nema í nokkur ár. Tætararnir
ná síðan mikilli útbreiðslu með tilkomu heimilisdráttan'élanna og eru ráðandi fínvinnslutæki
um og upp úr miðri öldinni. í meginatriðum eru þeir líkir að uppbyggingu og þeir voru í upp-
hafi.
Uppbygging. Flestar gerðir þeirra eru festir á þrítengi dráltarvélar og knúnir frá tengidrifi.
Tætararnir eru með láréttan hnífaöxul þvert á ökustefnu. Aflfærslan til hans er í flestum til-
vikum urn vinkildrif ofan á miðju tæki og þaðan í keðjudrif á hlið hans niður í hnífaöxul. í
vinkildrifinu eru fleiri sett al" tannhjólum til að breyta hraða öxulsins og þar með vinnslunni.
Hnífaöxullinn er með krögum, oft um 20 cm millibili, þar sem á eru festir hnífar sem geta
verið af mismunandi lögun eftir jarðvegsgerð, en við okkar aðstæður eru oftast notaðir L-laga
hnífar sem skera jarðveginn í sundur. Tveir eða þrír hnífar eru á hverjum kraga sem snúa
ýmist til hægri eða vinstri. Festingu þeirra er þannig háttað að í lengdarstefni hnífaáss mynda
þeir spírallögun til að jafn átakið. Þvermálið á lmífaöxli er oft um 45-55 cm og hraðinn á
bilinu 150-250 sn/rnín (Berntsen 1987). Þykkt skurðar eftir hvern hníf er breytileg frá um 5-
30 cm. Hnífarnir þeyta jarðveginum á stillanlegt spjald aftan á tætaranum og staða þess hefur
mikil áhrif á viimsluna.