Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 204
194
Vinnsluaðferðir. Hægt er að hafa áhrif á vinnsluna með eftirfarandi þáttum:
• Hraða á hnífaöxli. • Stöðu bakhliðar.
• Ökuhraða. • Vinnsludýpt.
• Hnífafjölda.
Unnt er að nota tætarann bæði til að frumvinna og fínvinna jarðveg og hann getur verið
mjög mikilvirkur til að brjóta niður seiga grasrót og tyrfmn mýrarjarðveg. Hann blandar jarð-
veginum mjög vel saman og getur myndað tiltölulega áferðarfallegt beð. Helstu gallar við
þessa vinnsluaðferð er að óæskilegur gróður nær sér á strik aftur A viðkvæmum jarðvegi eins
og móajarðvegi verður að nota tætarann með gát því hætta er á að jarðvegsbyggingin brotni
niður og jarðvegurinn falli saman (Grétar Einarsson 1968).
Aflþörf og afköst. Ökuhraði við tætingu er eðlilega háður því hve erfiður jarðvegurinn er í
vinnslu. Það hefur sýnt sig í tilraunum að það þurfi minnst um 5 hnífskurði á hvem lengdar-
meter til að fá fram viðunandi sáðbeð. Algengt er að þvermál hnífaferils sé á bilinu 45-50 cm
og algengur snúningshraði 200-230 sn/rnín. Það leiðir af sér að algengur ökuhraði er 2—5
km/klst. Við búvélaprófanir hefur komið fram að tætari sem er t.d. með 1,5 m vinnslubreidd
afkastar 0.2-0,5 ha/klst, eða 0,15-0,30 á hvern meter vinnslubreiddar. Aílþörfm er einnig
mjög háð jarðvegsgerð. í innlendum tilraunum hefur komið fram að aflþörfin á léttum jarð-
vegi er um 17-20 kW á meter vinnslubreiddar, en allt að 30 kW á þungum jarðvegi. Sam-
kvæmt þýskum viðmiðunum (Berntsen 1987) er oft rniðað við 18-22 kW/m. Til einföldunar
má geta þess að oft er stuðst við þá viðmiðun að það þurfi um hestafl á tommu í vinnslubreidd
og virðist það eiga við í mögurn tilvikum.
Drifknúin rótherfi
Einkenni rótherfa (Power Harrovs) er að þau eru með lóðrétta hnífa eða tinda sem mynda
hringlaga hreyfmgu um leið og ekið er áfram. Það er fyrst nú á undanfömum 5 árum sem þau
hai'náð nokkurri útbreiðsiu hér á landi og þá einkum til vinnslu á tyrfðum og seigum jarðvegi.
Uppbygging. Rótherfi eru byggð upp á þann veg að frá tengidrifi dráttarvélar er aflið flutt
með vinkildrifi einu eða fleirum til lóðréttra snúningsöxla og færist aflið milli öxla með tann-
hjóladrifi, ekki ósvipað og á skífusláttuvélum. A hverjum öxli eru tveir lmífar eða tindar. Út-
færslan er þannig að annar hver öxull snýst réttsælis og mótásiim þá í andstæða átt. Framan á
tækinu. þvert á ökustefnu, er lóðrétl piata sem bæði á að hindra að jarðvegurinn þeytist fram
fyrir tækið og einnig að veita viðnám til að jarðvegurinn sundrist meir og platan getur í
sumum tilvikum unnið að jöfnun á yfirborði jarðvegsins. Aftan á herfinu er tromla (ein eða
fleiri) álíka breið og tækið sjálft sem hefur það hlutverk að bera uppi tækið að hluta og stjórna
vinnsludýptinni. Auk þess jafna þær yfirborðið og mylja efsta lag jarðvegsins. Tromlurnar eru
til í mörgum útfærslum og ræðst val þeirra af jarðvegsgerð og markmiði jarðvinnslmmar. Rót-
herfrn eru fáanleg með öllum stöðluðum hröðum á aflúttaki. Hraða á hnífaöxlum má í flestum
tilvikum breyta og er þá á bilinu 150—400 sn/mín (2-5 m/s). Á flestar tegundir má fá aflúttak
aftur úr vinkildrifi herfisins. Hnífa- og tindagerðir eru mjög breytilegar að Iögun, en lengdin
oft um 250 mm og halla nokkuð undan snúningsáttinni, gjarnan 68-82 gráður til að draga
ekki gróður eða rætur upp á yfirborðið og einnig til að þeir hreinsi sig betur. Fjarlægð milli
hnífa cr gjarnan 250 mm.
Vinnsluaðferðir. Auk tindagerðar má hafa mjög mikil áhrif á hve mikið jarðvegurinn er
unniim. Sem dæmi má nefna að við ökuhraðaim 1 m/s og hins vegar 2 m/s verður snúnings-