Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 205
195
hraði á hnífaöxli 2.2 snúningar og 4,3 á lengdarmeter í vinnslu miðað við 260 sn/mín á hnífa-
öxli. Við rannsóknir á meðalstífum leirjarðvegi kom fram að til að fá fram fullnægjandi
vinnslu þarf öku- og snúningshraði að vera minnst 2,5 sn/lengdarmeter (Bemtsen 1987). Það
þýðir í raun að hver hnífur eða tindur rífur upp jarðveginn með 10 cm millibili.
Kostir. Kostir rótherfanna er einkum þeir að með þeiin rná fínvinna og jafna landið eftir
þörfum og hægt að stilla vinnsludýptina nokkuð nákvæmlega. Lítil hætta er á að valda skaða
á jarðvegsbyggingunni eða fá upp aftur óæskilegan jarðveg eða fyrri gróður, svo fremi að
plægingin hafí verið þokkalega unnin. Vinnsluaðferðin stuðlar að því að mimistu jarðvegs-
kornin lenda neðst í sáðbeðinu, en þau grófustu efst en það stuðlar að betra vatnsjafnvægi í
jarðveginum.
Afköst og aflþörf. Algengustu herfm hérlendis eru með 3-4 m vinnslubreidd, en þau má fá
með vinnslubreiddir 1-9 m. Ef miðað er við 4 m breitt herfí og ökuhraðann 3-5 km/klst má
ætla að afköstin séu á bilinu 1,0-1.7 ha/klst. Síðan eru þau að sjálfsögðu breytileg eftir
vinnslubreidd, jarðvegsgerð og afli dráttarvélar. Aflþörfin er að sjálfsögðu einnig breytileg,
en sem dæmi má nefna úr erlendum rannsóknum (Berntsen 1987) á meðalþungum jarðvegi er
dráttarátakið á meter viimslubreiddar um 500 N (50 kp) við ökuhraðann 2 km/klst, en um
1000 N við 6 km ökuhraða. Við sömu hraða er aflþörfm 4,5 kW og 7,6 kW (6 og 10 hö). Á
erlendum prófunarstöðvum er oft nriðað við 11—18 kW á meter, en framleiðendur gefa
gjarnan upp aflþörf frá um 25 kW/m.
Fjaðraherfi
Á markaðinum eru margar gerðir af herfum, en hér verður aðeins íjallað um fjaðraherfm með
S-laga tindum. Nýrri gerðir af þeim hafa tæknilega verið í nokkurri þróun á undanförnum
árum. Þau hafa náð töluverðri útbreiðslu hérlendis hin síðari ár. einkurn eftir að notkun plóga
við enduiTæktun hefur aukist.
Uppbygging. Herfm eru byggð upp á öflugum ramma sem tindaásarnir eru festir við. Tinda
rná fá af mörgum gerðum og með ólíkum oddum allt eftir jarðvegsgerð. Tindaásarnir snúa
þvert á ökustefnu og geta verið mismargir, en oft eru þeir þrír. Reynt er að hafa gott bil á milli
tindaima og ásanna til að draga sem mest úr líkum á að herfið „stíflist“ og fari að draga með
sér jarðveg. Hverjum tindaás má snúa með einu handtaki og þar með hafa áhrif á jarðsæknina.
Þvert framan á grindinni er oft jöfnunarborð til að jafna yfirborð jarðvegsins. Á grindinni eru
burðarhjól og á þeirn má stilla vinnsludýptina. Aftan á grindimii má hafa tromlur af ólíkum
gerðurn til að mylja jarðveginn og/eða greiður sem jafna yfirborðið.
Vinnsluaðferðir. Fjaðraherfin tæta og mylja jarðveg sem áður hefur verið uimimr, t.d. eftir
plægingu. Fjöðrun tindanna á stóran þátt í að mylja jarðveginn, en tindana má fá mismunandi
stífa. Tilgangurinn með vinnslunni er oftast að fá fram hæfilega uimið sáðbeð, en eiimig til að
eyða óæskilegum gróðri, t.d. stöðva næringaefnaupptöku eftir þreskingu. Vegna ijöðrunar-
innar á tindunum verður vinnsludýptin noldcuð ójöfn, en algengt er að hún geti orðið allt að
10 cm. Fjaðraherfm ganga nokkuð stöðug í vinnslu þar sem þau eru tiltölulega þung og ekki
óalgengt að á hvern meter vinnslubreiddar sé eigin þyngd um 300 kg. Við ákveðnar aðstæður
kemur jöfnunarborðin að góðum notum til að jafna yfirborðið fyrir sáningu.
Afköst og aflþörf Ökuhraði með fjaðraherfi er að jafnaði fremur mikill, eða 6-10 km/klst.
Þau eru framleidd í viimslubreiddum frá 2-7 m þannig að hægt er að ná miklum afköstum. Ef
t-d. er miðað við 4,6 m breitt herfi og ökuhraðann 8 km/klst geta afköstin orðið um og yfir 3
ha/klst. Þau eru því mjög álitlegur valkostur gagnvart rótherfunum þar sem jarðvegur er nægi-
lega mildinn. Af prófunarskýrslum að dæma er mjög mismunandi hver aflþörfm er, þar sem