Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 208
198
Nú er því þannig varið að ekki þurfa allar skepnur á
sams konar fóðri að halda. Hross og sauðfé nýta með
ágætum miðlungs heyfóður og jafnvel fóður sem er
lakara en það. Að einhverju leyti er hægt að nýta
miðlungsfóður fyrir geldneyti, en í stórum dráttum er
hagur að því að gefa öllum nautgripum gott fóður. Ekki
liggur fyrir hvernig heyfóður skiptist á búgreinar, en
áætlun okkar sést í 2. töflu.
Með nokkrum rétti er heyfeng landsins þannig skipt
í íjóra jafna hluta og þar með ræktunarlandi. Ekki þarf
að gera ráð fyrir að þetta hlutfall breytist í náinni fram-
tíð. Sauðfé og hross geta nýtt hey af gömlum túnum og
því þykir okkur ekki ástæða til þess að skipta okkur af
þeirri heyöflun. Annað á við um nautgripi eins og áður
segir. Við munum því hér eítir fjalla eingöngu um þann
helming ræktunarlandsins senr skilar nautgripafóðri.
Ræktunarland notað til fóðuröflunar er samkvæmt 1.
töflu 130 þúsund hektarar alls. Til að afla fóðurs fyrir
nautgripi verða þá notaðir 65 þúsund hektarar. Til hag-
ræðis teljum við allt grænfóður og korn þar með og
einnig tún 5 ára og yngri og álítum að það valdi ekki
mikilli skekkju. Ástand ræktunarmála fyrir nautpening
Fóðurrækt alls
Varanlegt tún
þar af 1-5 ára
Kom (bygg)
Grænfóður alls
bygg
hafrar
rýgresi
repja og næpa
Grassáning alls
með byggi
hreint
rneð smára
rýgresi
er sýnt í 3. töflu.
Úr túnaskoðun Guðna Þorvaldssonar
(1994) höfum við öruggar heimildir um
gróðurfar í íslenskum túnum. Vallarfox-
gras er ríkjandi í túni á fyrsta ári, en
minnkar ört. Tormeltar og óæskilegar gras-
tegundir, svo sem snarrót, túnvingull og
língresi, auka hlut sinn að sama skapi (4.
tafla). Auk þessa minnkar uppskera með
aldri túns. Á fjórða ári er hún einungis
77% af því sem hún var á fyrsta ári sam-
kvæmt niðurstöðum úr 8 tilraunum á
Korpu (Jónatan Hermannsson 1998).
Af 3. og 4. töflu er augljóst að ástand
ræktunarlands er alls ekki sem skyldi. í 3.
töflu kemur fram að rúmlega 40 þúsund
hektarar eða 62% þess lands er of gamalt
tún. Þekkt er að nautgripir greiða vel fyrir
gott fóður. Þarna má því sjá ónýtta mögu-
leika til að auka arð af nautgriparæktinni.
1. tafla. Fóðurræktun á landinu árið 2000.
Þúsund hektarar
130,0
120,4
15,0
1.5
5.5
0,5
0,4
2.5
2,1
3.6
1,0
2.6
0,1
0,1
Heimildir og forsendur: Túnstærð (Óttar
Geirsson); ffæinnflutningur (Lilja Grétars-
dóttir); sáðmagn á hektara: næpa 1,5, repja
9, rýgresi 37, hafrar og bygg 200 og gras-
fræ 22 kg/lia (Eiríkur Loftsson og Kristján
Bjamdal); skipting grasífæs í túnrækt,
grasflatir og uppgræðslu: vallarfoxgras og
háliðagras allt í tún og 60% vailarsveif-
grass (Ásgeir Harðarson); hlutfall grassán-
ingar með skjólsáði (Kristján Bjamdal).
2. tafia. Skipting heyfóðurs milli búgreina.
Búfé Fjöldi Ársfóður í Á grip hestburðum Alls
Hross 90 þús. 15 1350 þús.
Sauðfé 450 þús. 3 1350 þús.
Mjólkurkýr 30 þús. 45 1350 þús.
Geldneyti 45 þús. 30 1350 þús.
3. tafla. Ræktunarland notað til að afla fóðurs fyrir naut-
gripi árið 2000. Brotið land er nýrækt, grænfóður og korn.
Landstærð þús. ha Hlutfall af öllu ræktunarlandi
Ræktunarland alls 65,0 100%
þar af brotið land 9,6 15%
Varanlegt tún 55,4 85%
þar af 1-5 ára 15,0 23%
komið á aldur 40,4 62%
BREYTTIR TÍMAR
Við munum hér á eftir gera tillögur að mismunandi ræktunarskipulagi. Sameiginlegt einkenni
á tillögunum öllum er að meginþorri fóðurs mun koma af túni og að því leyti eru þær ekki
byltingarkenndar. Tún skal hins vegar aldrei verða gamalt. Nota skal vallarfoxgras sem sáð-