Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 213
203
tímann. Háliðagras hefur verið ræktað til beitar snemma sumars, oft með góðum árangri.
Komi ræktun á fjölæru rýgresi til með að reynast vel verður það kærkomið til beitar, m.a.
snemma sumars. Of lítil reynsla er þó enn komin á endingu þess hér á landi.
Kanna þarf hvort fyrir hendi eru hentugar aðferðir við endurnýjun og viðhald sáðgresis í
túnum aðrar en þær sem beitt hefur verið hérlendis. Má þar nefna ísáningu í svörð til að við-
halda hlutdeild sáðgresis. Árangur ísáningar í misgömul tún hjá bændum hérlendis hefur verið
lítill eða enginn, nema helst í ungum túnum (Bjarni Guðleifsson 1999). Erlendis er tækni
komin fram þar sem hægt er að setja áburðinn niður fyrir fræið við ísáningu og lofar það
góðu. Með tíðari endurræktun túna og skipulögðum sáðskiptum má vænta lægri kostnaðar við
jarðvinnslu hverju sinni, vegna þess að jarðvegurinn verður auðveldari í vinnslu. Hver eining
verður líka ódýrari við aukna ræktun.
Hin síðari ár hefur verið bent á nýjar og áhugaverðar tegundir grasa og belgjurta til tún-
ræktar á íslandi. Má þar nefna fjölært rýgresi og rauðsmára. Uppskera af rýgresinu er mjög
rnikil (Hólmgeir Björnsson 2000), en stofnarnir virðast þó tæpast nógu þolnir ennþá. Þar sem
vel hefur til tekist við ræktun rauðsmára hefur hann bæði aukið og bætt uppskeru og sparað
áburð verulega. Enn er kannski of lítil reynsla komin á ræktun þessara tegunda og ekki er
liægt að búast við því að þær verði ræktaðar hvar sem er á landinu.
Aukin endurrækt, meiri og betri kýfing túna og fleiri þættir hafa haft jákvæð áhrif á
ræktunarskilyrði hin síðari ár. Þar með hafa viðhorf til notkunar grastegunda breyst og ending
sáðgresis er ekki lengur aðalatriði. Skoða þarf hvaða yrki henta best hverju ræktunarkerfi og
ekki síst staðháttum. Korninn er tími til að nota uppskerumeiri yrki og tegundir á þeim
svæðurn þar sem kalhætta er lítil og sáðskipti verða viðurkennt búskaparlag. Einnig væri hægt
að nota þau í hluta túna, en harðgerð yrki í önnur. Sem dæmi hefur norska vallarfoxgrasyrkið
Grindstad \'akið athygli fyrir mikla uppskeru fyrstu ræktunarárin og einkum í seinni slætti.
Það hefur verið í ræktun á Þorvaldseyri í nokkur ár (Olafur Eggertsson 2001) og í tilraunum á
Korpu. Hvanneyri og Þorvaldsevri (Jarðræktarrannsóknir Rala 1997-1999). Grindstad hefur
lakara vetrarþol en Adda og Korpa og gera má ráð fyrir að það endist skemur. Það gæti ein-
mitt átt vel við þar sem kalhætta er lítil og löng ending er ekki aðalatriði.
Víða erlendis eru kýr fóðraðar á heilfóðri. Við erum enn byrjendur á þessu sviði, en til-
raunir eru hafnar með þess konar fóðrun. Líklegt er að þessi aðferð muni tekin upp fljótlega á
íslenskum búum, en í gott heilfóður þarf gott og fjölbreytt hráefni. Grænfóður, rótarávextir og
korn henta án efa vel til þeirra hluta. Tilraunir munu skera úr um hagkvæmni heilfóðurs við
íslenskar aðstæður.
Grænfóðurræktun hefur verið að færast i vöxt síðustu ár, bæði til beitar og sláttar. Það er
mikilvægt að notaðar séu bestu grænfóðurtegundir og yrki sem völ er á. Fiima þarf leiðir til
þess að lengja beitartíma mjólkurkúa á grænfóður. Við hagstæðar aðstæður og í góðum árum
hafa bændur náð að beita mjólkurkúm á grænfóður með skipulegri ræktun, frá því í byrjun
júní og út nóvember. Hefur þá vetrarrúgur verið ræktaður sem fyrsta beit. Ræktun hans hefur
gengið mun betur norðanlands en á Suðurlandi. Góður árangur við ræktun fóðurnæpu og
notkun heimar til beitar vekur spurningar um það hvort ekki er hægt að nota rótaravexti sem
hluta af vetrarfóðri (innifóðri) mjólkurkúa. Fóðurnæpur ásamt úrgangskartöflum gætu einmitt
verið góður þáttur í heilfóðri.
Kornræktin hefur nú fest rætur víða um land og er orðin fastur hluti af fóðuröflun á
nokkrum tugum kúabúa. Er hún mjög ákjósanlegur kostur í sáðskiptum. Ef að líkum lætur á
hún eftir að aukast á þeim svæðum þar sem hún er hagkvæm. Víða utan þeirra eru möguleikar
á að slá slakþroska korn til notkunar með öðru fóðri, m.a. í heilfóður. Slakþroska korn til
sláttar á að geta verið fremur ódýrt i ræktun og eykur fjölbreytni fóðursins. Bygg er ennþá