Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 218
208
RRÐUNRUTRFUNDUR 2001
Metum landgæðin meira í afkomu búrekstrar í framtíðinni -
Skógrækt á bújörðum er valkostur til þess
Björn Bjarndal Jónsson
Suðurlandsskógum
SAGA BÆNDASKÓGRÆKTAR
Skógrækt á íslandi hefur verið að færast síðustu árin meir og meir frá ríkinu til bænda. Hefur
þessi þróun gerst með nýjum lögum frá Alþingi sem kveða á um skógrækt á lögbýlum. En
fyrsti stuðningur ríkisvaldsins við nytjaskógrækt á bújörðum var 1969 til að framkvæma
Fljótsdalsáætlun. Fyrstu trjánum var plantað árið 1970 í því verkefni. Arið 1984 samþyldcti
Alþingi viðbót við skógræktarlög þar sem Skógrækt ríkisins var heimilað að styrkja nytja-
skógrækt á bújörðum, eða Bændaskógrækt eins og verkefnið var fyrst kallað, enda höfðu
bændur víðs vegar um landið sýnt áhuga á að taka þátt í skógrækt. Þar með var grunnur
lagður að ræktun timburskóga í eigu einstaklinga með það að markmiði að skapa nýja auðlind
í landinu sem skilaði arði.
Árið 1991 samþykkti Alþingi lög um Héraðsskóga sem er í reynd fyrsta landshluta-
bundna verkefnið í skógrækt. Hinn jákvæði árangur af því verkefni leiddi af sér lagasetningu
um Suðurlandsskóga, lög nr 93/1997, og síðast ný lög um landshlutabundin skógræktarverk-
efni, lög nr 56/1999, þar sem kveðið er á um heimild til landbúnaðarráðherra til að stofna til
sérstakra sjálfstæðra landshlutaverkefna í skógrækt að fengnum tillögum Skógræktar ríkisins.
í lögunum er kveðið á um að þau fái framlög til skógræktar á tilteknu landssvæði. í framhaldi
af lagasetningunni voru stofnuð þrjú verkefni, Norðurlandsskógar, Vesturlandsskógar og
Skjólskógar á Vestíjörðum.
Árangur af staríi Héraðsskóga er með miklum ágætum. Verkefnið hefur notið mikils
skilnings stjórnvalda og regluleg aukning fengist á íjárveitingum. Á sama tíma hefur verk-
efnið vaxið og mætt óskum og þörfum þeirra sem vilja gerast þátttakendur. Önnur landshluta-
verkefni ætla að sigla í kjölfarið og hefur Alþingi aimað árið i röð samþykkt umbeðnar fjár-
hæðir allra verkefnanna sem sýnir betur en noklcuð annað hug stjórnmálamanna til þessara
skógræktarverkefna.
HVAÐ ERU LANDSHLUTABUNDIN SKÓGRÆKTARVERKEFNI?
Til að fá stutt yfirlit yfir markmið skógræktar hjá landshlutabundnum skógræktarverkefnum
þá væri fróðlegt að líta nánar á eitt af verkefnunum1*. Suðurlandsskógar er átaksverkefni í
skógrækt á Suðurlandi til 40 ára. Á 40 árum er takmarkið að rækta 35.000 ha af skógi og
10.000 km af skjólbeltum, miðað við einfalda trjáröð. Eftirfarandi er stutt lýsing á helstu
gerðum skógræktar og skjólbelta.
Timburskógur. Skógrækt sem hefur þann tilgang að framleiða timbur til iðnaðamota, þ.e.a.s. hag-
ræn skógrækt með sölu afurða í huga. Timbrið sem fæst við skógarhögg má síðan nota til sögunar
á plönkum og borðum, sem nýtast áfram við gerð parkets, panels og ýmissa annarra smíða. Lak-
ara timbur, þ.e.a.s. krókótt, kvistótt og undið, má nota til framleiðslu viðarmassa til pappírsgerðar
eða framleiðslu spónaplatna, eða kurla niður og nota til stígagerðar, jarðvegsgerðar eða eldiviðar.
i)
Kynningarrit Sðurlandsskóga 2000.