Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 219
209
Landbótaskógur. Skógrækt sem hefur þann tilgang að klæða land skógi, fegra ásýnd þess og
bæta og styrkja gróðurþekju. Hér er tilgangurinn að taka illa farið og rýrt land og koma af
stað þróun til skóg- eða kjarrlendis með einföldum og ódýrum aðferðum. Tíminn er látinn
vinna með ræktuninni og skógar þessir geta orðið fyrirtaks útivistarsvæði.
Skógrœktar-skjólbelti. Skjólbelti sem ræktuð eru sem undanfari skógræktar. Víða er vindur
og skafrenningur vandamál við skógrækt. Með skjólbeltum má koma fyrirhuguðu skógræktar-
svæði í skjól og draga þamiig úr afföllum eftir gróðursetningu og flýta fyrir vexti trjáplantna
fyrsta æviskeiðið, uns trjáplöntumar fara að njóta skjóls hvert af öðru (u.þ.b. 1-2 m hæð).
Landbúnaðar-skjólbelti. Skjólbelti sem ræktuð eru til að skýla hefðbundnum landbúnaði, s.s.
búfénaði, grasrækt. kartöflurækt, kornrækt, bithögum og landbúnaðarbyggingum. Kemur þar
helst til að vindur eykur uppgufún hjá plöntum og dýrum, en það er orkukrefjandi ferli sem
leiðir til kælingar. Þessi kælingaráhrif vinds er kölluð vindkœling og er metin sem hitastigs-
lækkun frá mældum lofthita. Vindkæling á Suðurlandi yfir sumartímann getur að jafnaði
verið um 4-5°C, þ.e.a.s. ef lofthiti er um 10°C er það hitastig sem plöntur og dýr finna fyrir
ekki nema um 5-6°C. Á okkar norðlægu slóðum skiptir hver gráða miklu um uppskeru og
þrif í hefðbundnum landbúnaði.
HVERJIR GETA TEKIÐ ÞÁTT í LANDSHLUTABUNDNUM SKÓGRÆKTARVERK-
EFNUM?
Allir geta tekið þátt í verkefninu sem hafa til umráða lögbýlisjarðir, óháð því hvort þær séu
bújarðir eða eyðijarðir, með takmörkunum um lágmarks landstærð:
Timburskógrækt: 25 ha samfellt svæði.
Landbótaskógrækt: 50 ha samfellt svæði.
Skjólbeltarækt 30 ha svæði eða minnst 5 krn af einfaldri röð skjólbelta.
Sveitarstjórn viðkomandi lögbýlis þarf að samþykkja væntanlega skógrækt á jörðinni.
MIKILVÆGI SKÓGRÆKTAR Á BÚJÖRÐUM
Mikilvægi skógræktar á bújörðum hér á landi er stór. Á íslandi er vistkerfíð viðkvæmt og víst
er að það hefúr farið hnignandi eftir að skógareyðing átti sér stað. í skýrslu Sameinuðu
þjóðanna um skógarauðlindir í iðnvæddum löndum kemur fram af þeim 55 þjóðríkjum sem
fjallað er um í skýrslunni er það einungis á Möltu sem skógi og kjarri vaxið land er lægra
hlutfall en á íslandi. Eiginlegur skógur er hvergi hlutfallslega minni en á Islandi. Hér á landi
telst 0,3% landsins skógi vaxið, en á Möltu er þetta hlutfall 1,1%. En þótt við stöndum höllum
fæti í samanburði við önnur iðnvædd ríki þá er flatarmál skóga að vaxa um 2,4% á ári
hérlendis.
En ástæðumar eru fleiri fyrir mikilvægi bændaskógræktar á Islandi en það sem er áður
sagt. Ekkert land í athugun Sameinuðu þjóðanna er að auka bindingu kolefnis jafn mikið hlut-
fallslega og ísland. Á Islandi er talið að binding kolefnis í skógi sé um 20.000 tonn. Þessi
binding jafngildir rúmlega 70.000 tonnum af CO2, en losun gróðurhúsalofttegunda á Islandi
nam alls 2,6 milljónum tonna af CO2 árið 19992>.
RÍÓSAMNINGUR UM LÍFFRÆÐILEGA FJÖLBREYTNI OG LOFTSLAGSBREYT-
ingar
Tilgangur samningsins er mjög ljós og segir m.a. til um verndun vistkerfa, einstakra tegunda
og búsvæða þeirra og stuðla að eflingu og endurheimt niðurníddra vistkerfa og tegunda. Það
2)
Hagstofa íslands: Landshagir 2000.