Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 222
212
RAÐUNflUTRFUNDUR 2001
íslensk garðyrkja - framtíðarsýn
Garðar R. Arnason
Bœndasamtökum Islands
Ætlun mín með þessu erindi er að leitast við að skyggnast inn í framtíðina, hvað komandi ár
gætu borið í skauti sér varðandi innlenda græimietisframleiðslu. Ég vara eindregið við því að
túlka orð mín sem ákveðnar staðreyndir, í þess stað ber að líta á þau sem ákveðnar væntingar
og framtíðarspá.
GARÐYRKJUSTÖÐVARNAR
Eitt helsta einkenni íslenskra grænmetisstöðva er að þær eru yfirleitt lítil ijölskyldufyrirtæki,
sem skila oft á tíðum talsvert minni uppskeru á flatareiningu heldur en sambærilegar stöðvar í
nágrannalöndunum. Orsakir minni uppskeru eru margvíslegar og má þar t.d. nefna afleiðingu
norðlægrar legu landsins og yfirleitt gamaldags og ófullkomna tæknivæðingu.
Ég á sterklega von á að stöðvunum muni fækka á komandi árum og að hver þeirra verði í
þess stað stærri. Segja má að þessi þróun sé þegar hafín og mun án efa halda áfrarn. Með
stærri einingum skapast möguleikar á aukiimi tæknivæðingu og þá um leið á betri stjórnun
einstakra ræktunarþátta, s.s. loftslagsstjórnun. Loftslagsstjórnunin þarf á komandi árum að
verða markvissari og taka betur mið af þörfum plantnaima. Nánari grein er gerð fyrir tækni-
búnaði og gróðurhúsum íslenskra garðyrkjustöðva í erindi Magnúsai' Agústssonar og mun ég
því ekki fjalla nánar urn það efni.
Uppskera grænmetis á flatareiningu í gróðurhúsum hefur farið jafnt og þétt hækkandi og
mun sú þróun án efa halda áfram í takt við aukna þekkingu og bætta aðstöðu. Til að nýta flöt
húsanna sem allra best hafa allnokkrir framleiðendur tekið upp heilsársræktun, þ.e. notast við
vaxtarlýsingu við ræktunina að vetri. Mjög stór hluti gúrkustöðvanna er nú þegar kominn í
heilsársræktun, sem og ræktun steinselju og salats. Hins vegar á ég ekki von á mikilli aukn-
ingu í vetrarræktun tómata og papriku á næstu árum, nema til korni t.d. veruleg lækkun raf-
orkuverðs.
Heilsársræktun táknar eins og nafnið gefur til kynna ræktun árið um kring. Hins vegar
dregur smám sarnan úr afköstum og gæðurn plantnanna eftir því sem ræktunin er lengri. Til
að bæta þar úr reynist oft nauðsynlegt að skipta um plöntur á ræktunartímanum, einu sinni
eða oftar. Við heilsársræktun gúrkna er t.d. æskilegt að skipta 3-5 sinnurn um plöntur á ári.
Eins og vænta má kemur því eyða í uppskeruna í hvert skipti sem skipt er um plöntur, þar til
þær nýju fara að gefa af sér. Mér kæmi ekki á óvart að rnenn rnuni á næstu árunt reyna að
korna í veg fyrir slíkar eyður í uppskerunni með því að beita s.k. milliplöntun í auknum mæli.
Þá er nýju plöntunum plantað á milli þeirra gömlu og eru tilbúnar að gefa uppskeru um leið
og þær gömlu hafa lokið hlutverki sínu. Það sem einkum hefur háð þess háttar útfærslu er að
ungu plöntumar hafa liðið birtuskort í skugga þeirra gömlu. Með sérstakri ræktunartækni þar
sem beðunum er komið fyrir í um 1,5 metra hæð mætti komast hjá slíkum erfiðleikum, en
ekki eru tök á að lýsa þessari aðferð nánar í þessu stutta erindi.
Ætíð er leitast við að taka nýjar tegundir til ræktunar eftir því sem tækifæri gefast. Hins
vegar er jafnframt ljóst að ekki eru miklir möguleikar á hagkvæmri ræktun margra nýrra
tegunda. Ég á hvað helst von á berjaræktun geti rutt sér í auknum mæli til rúms.