Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 223
213
SKRÁSETT RÆKTUN - GÆÐASTJÓRN
Sennilegt er markaðurinn muni gera auknar kröfur til skrásettrar ræktunar, þannig að sérhver
framleiðandi geti á skjalfestan hátt sýnt fram á ræktunar- og meðhöndlunarferil vöru sinnar.
Skrásett ræktun er í samræmi við auknar kröfur þjóðfélagsins varðandi vottun og hvers konar
leyfi. Skrásett ræktun er líka grunnurinn að gæðastýringu við ræktunina og mikilvægt hjálpar-
tæki við vöruþróunina. Geta hverrar garðyrkjustöðvar til að takast á við slíkar og ámóta
kröfur mun í framtíðinni hafa mikil áhrif á samkeppnishæfni stöðvarinnar.
VÖRUÞRÓUN
Sérhver grænmetistegund þarf stöðugt á vöruþróun að halda, rétt eins og aðrar neysluvörur.
Þróunin meðal neytenda liggur og/eða mun eflaust liggja í auknum kröfum varðandi bragð-
gæði og aukið vöruúrval, svo og að greinilegri skil séu á milli óskilgreindrar, ódýrrar vöru og
dýrari hágæðavöru. Grunnurinn að slíkri vöruþróun liggur í náinni samvinnu á milli söluaðila
og framleiðenda, þar sem söluaðilinn mun í auknum mæli hafa áhrif á afbrigðaval, magn o.fl.
í samráði við framleiðendur.
Slík samvinna myndi eflaust skapa þörf fyrir samninga um framleiðslu og sölu, þ.e. að
snúið verði í auknum mæli frá hinum stjórnlausu markaðslögmálum. í slíkri samvinnu munu
bæði söluaðili og framleiðandi gera kröfur hvor til annars, sem myndi stuðla að bættum
gæðum vörunnar til hagsbóta fyrir neytendur.
Öflug vöruþróun er eitt grunnskilyrði þess að tryggja og efla jákvætt hugarfar neytenda í
garð innlendrar framleiðslu, sem er grundvöllur innlendrar framleiðslu í framtíðinni. Af-
rakstur vöruþróunarinnar þarf að markaðssetja á nútímalegan og áhrifaríkan hátt. Öllum þeim
er þekkja til innlendrar framleiðslu er kunnugt um ýmis þau forskot sem innlenda varan hefur
fram yfir þá innfluttu, eins og ferskleika, bragðgæði, mjög lítil notkun vamarefna o.s.fn'. Hins
vegar kemst þessi vitneskja ekki alltaf til neytenda.
Bara tilhugsunin um brennslu mengandi orkugjafa til að flytja vöruna langar leiðir er-
lendis frá, um grænmeti sem geymist von úr viti og um grænmeti sem búið er að meðhöndla á
óeðlilegan hátt er í hrópandi ósamræmi við þá stefnu sem byggir á umhverfisvernd og sjálf-
bærri þróun.
Nauðsynlegt er fyrir framleiðendur og greinina í heild að Qárfesta mun meira en verið
hefur í nauðsynlegri vöruþróun og kynningu til að gera söluaðilum og neytendum grein fyrir
kostum innlendrar framleiðslu. Lakari neytendavitund en nú er varðandi greinamun á inn-
lendri og erlendri framleiðslu ógnar í raun grundvelli innlendu framleiðslunnar.
NIÐURLAG
Innlend grænmetisframleiðsla er stödd á mikilvægum timamótum, þar sem staðið er bæði
frammi fyrir miklum og að hluta til nýjum ögrunum, s.s. frá nýjum samkeppnisaðilum á mun
hreyfanlegri markaði, auknar og flóknari kröfur frá innlendum stjórnvöldum og alþjóða-
stofnunum, kröfur varðandi umhverfismál o.s.fn'.
Miðað við þessar framtíðar ögranir er ljóst að ekki er nóg að huga bara að aukinni
uppskeru á m2 og lækkun framleiðslukostnaðar, það eitt sér mun ekki tryggja framtíð inn-
lendrar framleiðslu. Nauðsynlegt er íý’rir ífamleiðendur og alla viðkomandi aðila að huga að
fleirum þátturn, eins og t.d. vöruþróun, markaðssetningu, skrásetningu ræktunarferilsins,
gæðastjórnun, félagslegri þróun o.s.frv.
í heimi þar sem upplýsingasamfélagi hefur verið komið á, á innan við 20 árum, mun í
einfaldaðri mynd bara vera rými fyrir tvær tegundir garðyrkjustöðva í framtíðinni, þær virku
og þær hrakandi. Vilji og geta einstakra garðyrkjustöðva og greinarinnar í heild til þróunar
mun í framtíðinni geta orðið sterkasta samkeppnisvopn greinarinnar.