Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 225
215
RAÐUNflUTflFUNDUR 2001
Tækniþróun í garðyrkju
Magnús Á. Ágústsson
Bœndasamtökum Islands
INNGANGUR
Erindi þetta fjallar um niðurstöður könnunar sem undirritaður gerði meðal garðj'rkjubænda
haustið 2000. Farið verður yfir helstu niðurstöður og á þann hátt reynt að skyggnast inn í hver
þróunin verður á næstu árum.
í samningi um stvrki til jarðarbóta sl. tvö ár hafa verið styrkir til kaupa á ýmsum tækni-
búnaði í garðyrkjustöðvar. en einnig er í samningi Vátryggingarfélags íslands og Bændasam-
takanna kveðið á um hlutfallslega lækkun iðgjalda með auknum forvörnum. Það er því fróð-
legt að sjá hver hin raunverulega staða er.
GRÓÐURHÚS, SKIPULAG OG BYGGINGAR
Mikil breyting hefur orðið á skipulagningu garðyrkjustöðva. Flestar garðyrkjustöðvar, sem
bvggðar hafa verið síðustu 20 ár, eru skipulagðar þannig að tengigangur liggur í gegnum öll
gróðurhús, ýmist í miðju eða í norðurenda. Aðgengi er gott og ekki þarf að fara með
uppskeruna út úr húsi til að komast í pökkunarrými. í mörgum græmnetisstöðvum eru upp-
skeruvagnar sem ganga á hitarörum í gólfi. Við niðurlagningu eru notaðir vagnar eða vinnu-
pallar sem ganga eftir þessum sömu rörum.
Vegghæð gróðurhúsa hefur verið að aukast og kemur þar tvennt til, annars vegar svo-
nefnd niðurlagning grænmetis, en það gerir kröfu til þess að gróðurhúsin séu það há að ekki
þurfi að leggja niður oft í viku, hins vegar gerir aukin notkun lýsingar og aukið uppsett afl
lýsingar kröfur um aukna hæð því að ná þarf lágmarks fjarlægð frá lömpum að gróðri vegna
hitamyndunar í lömpunum. Aukin hæð jafnar líka loftslagið í gróðurhúsunum og verða
þannig minni sveiflur, t.d. í hitastigi. Glerhæð í nýjum húsum í grænmetisræktun liggur á bil-
inu 3-3,5 m en segja rná að staðallinn hafi verið 1,8 m.
Ef inngeislunin í gróðurhúsið eykst um 1% verður 1% rneiri uppskera. Það er því eftir
miklu að slægjast að tryggja að sem mest af ljósinu komist inn í gróðurhús. Aðalskuggagjafar
eru sprossar, sperrur, Iangbönd og óhreinindi. Stál- og álsprossar eru mun fyrirferðarminni en
timbursprossar. Glerbreiddin 60 sm er langalgengust og gjaman er tekið 5 mm þykkt í stað 4
mm sem var langalgengast. Aukin glerbreidd þýðir aukin birta, en jafnframt aukið fok því að
meiri hætta er á að rúðurnar gefl sig því breiðari sem þær eru. Óhreinindi á gleri draga stór-
lega úr birtu, en hjá langflestum garðyrkjubændum er þrifið mjög vel í lok ræktunar.
Hjá flestum þeim aðilum sem hafa byggt ný hús eða endurbyggt er gengið sérstaklega frá
helstu álagspunktum. Gluggar ná ekki út á síðasta sperrubil og akryl- eða polykarbónat-
þekjuefni er á göflum og endasperrubilum þar sem íbkhætta er mest. Áfok hefur líka minnkað
vegna þess að gömul gróðurhús hafa verið lögð niður eða endurbyggð.
GRÓÐURHÚS, HITAKERFI OG LOFTUN
I fæstum gróðurhúsum er hitakerfið hannað með tilliti til jafnrar hitadreifingar. Á síðustu
árum hefur notkun hringrásarkerfa aukist, en með þeim fæst mun minni hitamunur í gróður-
húsunum, betri nýting á hitakerfi og vatni og mun betra loftslag fyrir plöntumar. Stýring hita