Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 226
216
er, eins og verður vikið að seinna, alltof víða ábótavant. Algengt er að eitt stýrikerfi stjómi
loftun og annað hita og geta því kerfin auðveldlega lent í samkeppni. Hitanemar eru oft án
loftunar og skynja því seint hitabreytingar. Notkun gólfröra er of lítil, sérstaklega í ræktun aí-
skorinna blóma, en gólfrörin stuðla að betra nærloftslagi og stuðla að aukinni dreifingu CO^.
Loftun er víðast hvar þannig að einn gluggi opnast meðfram mæni. Sá ókostur er á því að
ef vindur er geta vindhreyfmgar orðið töluverðar niður í ræktunina og þannig slegið köldu
lofti niður á plönturnar sem getur stuðlað að því að sveppasjúkdómar ná sér á strik. Ef gluggar
eru báðu megin við mæni er hægt með stýribúnaði að opna hlémegin og losna þannig við að
vindur blási beint niður í ræktunina. Flest heimasmíðuð hús eru eingöngu með loftun öðru
megin, en innflutt hús eru með loftun beggja megin, nær undantekningalaust.
KOLDÍOXÍÐ OG LÝSING
Aukið CO2 gefur aukinn vöxt og skilar þamiig aukinni uppskeru. Við aukið CO2 skila plönt-
urnar aukinni ljóstillífun og vexti við lágt jafnt sem hátt Ijósmagn. Almennt er talið að aukið
CO2 minnki birtukröfur plantna urn 30%. Þannig er unnt að spila með ljósmagn og CO2 eftir
því hvernig verðið er á raforku og CO2.
Allir garðyrkjubændur sem lýsa gefa C02, en misjafnt er hvaða aðferð er beitt. Hreint
C02 af flöskum eða tönkum var algengast, en eftir að fyrirtækið ísaga varð eitt á markaðnum
hefur verðþróunin orðið á þann veg að leitað hefur verið annarra leiða. Nokkuð var um að
gasi væri brennt, en olíuverðsþróun hefur orðið slík að að fáir nota það í dag. Notkun stein-
olíu sem C02 gjafa hefur aukist. Ahætta er að nota aðra C02 gjafa en hreina C02, vegna auka-
efna sem myndast við brunann. Því er mikilvægt að stýra gjöfnmi sem best. Einnig er dreif-
ingu C02 um húsin víða ábótavant.
Þrátt fyrir hátt verð á hreinu C02 og áhættuna af því að brenna gasi eða steinolíu eru ekki
nærri allir með mæla sem stjórna gjöfinni. Hvort um er að ræða andvaraleysi garðyrkjubænd-
anna sjálfra eða slaka þjónustu söluaðila skal ósagt látið.
Notkun raforku til lýsingar er orðin viðtekin venja í ræktun afskorinna blóma og hefur
uppsett aíl aukist í þeirri ræktun nokkuð nú síðustu ár. í agúrkum er meira en helmingur
ræktunarflatarmáls lýstur og hefur aukning framleiðslu yfir vetrarmánuðina vægt sagt orðið
framar björtustu vonum. Með aukinni reynslu og þekkingu hefur náðst veruleg aukning á
uppskeru á ársfermetra. Ræktun tómata við lýsingu er nú að slíta barnsskónum og ef þar næst
svipaður árangur í framleiðslu og sölu rná reikna með umtalsverðri aukningu á næstu árum.
Hátt raforkuverð hefur leitt til þess að lýsing er notuð sparlega og jafnvel full sparlega.
Nokkur þróun hefur verið í lömpum og í dag eru eingöngu settir upp 600 W lampar eða
750/800 W.
Erlendis hefur töluvert verið horft til áhrifa hækkaðrar speimu á nýtingu lampanna og
telja verður að þar geti verið sóknarfæri fyrir íslenska garðyrkjubændur. Á þann hátt er hægt
að auka speimuna á þeim tírna sólarhrings sem raforka er næg og lækka síðan með auknu
álagi.
Almennt má segja að garðyrkjubændur fylgist ekki nægjanlega vel með hversu há spenna
er á lýsingarkerfinu, en 1% lækkun í speimu leiðir til 3% lækkunar á ljósmagni, en einnig
hafa verið erfiðleikar á því að fá úrbætur. Einstaka garðyrkjubændur hafa gripið til þess ráðs
að fá sér spenna til að hækka spennuna inn á kerfið.
Aukin C02 gjöf og aukin notkun lýsingar skila mun betri nýtingu á gróðurhúsum, sem
eru dýr íjárfesting, bæta nýtingu mannafla með sköpun heilsársstarfa og síðast en ekki síst
bæta stöðu innlendrar framleiðslu.