Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 230
220
mjög vel og lengi, enda eru þau sérhönnuð til þeirra hluta frá náttúrunnar hendi. Þetta þýðir
að ekki þarf að hreinsa yrkisefnið strax eftir uppskeru heldur má draga það þar til ytri að-
stæður henta best (eins og ntarkaðsmál o.s.frv.). I ljósi þess að framleiðsla á mörgum
próteinum, sérstaklega lyfvirkum próteinum, er oft rnjög dýr eða tæknilega erfið í núverandi
lfamleiðslukerfum er talið að sameindaræktun muni fara ört vaxandi næstu árin (Fischer o.íl.
1999). Auk þess er talið að sá mikli vöxtur sem átt hefur sér stað í líftækni innan heilbrigðis-
geirans. raðgreining erfðamengi mannsins, einangrun sjúkdómsvaldandi erfðavísa og ör þróun
í gerð og notkun nýrra lyfja af próteinstofni (eins og mótefni), muni enn frekar ýta undir
þróun sameindaræktunarinnar.
YRKISEFNI FYRIR SAMEINDARÆKTUN
í „grænum smiðjum“ má framleiða nánast allar gerðir próteina, einföld eða ílókin að bygg-
ingu. Margs konar „grænar smiðjur" til sameindaræktunar hafa verið í þróun og nú þegar eru
fyrstu afurðir þein-a komnar á markað. A tilraunastigi eru ýmsar „grænar smiðjur'" teknar að
framleiða iðnaðarensím, lyfvirk prótein, sætuefni, bóluefni (mótefnisvaka) og einstofna mót-
efni. Sú sameindaræktun sem fengið hefur hvað mesta athygli er framleiðsla á bóluefnum í
plöntum, en nú þegar lrefur verið sýnt fram á að „bóluefni til manneldis“ (edible vaccines),
eins og bóluefni sem tjáð eru í kartöfluhnýði, virka ágætlega í tilraunadýrum gegn sjúk-
dómum eins og niðurgangssýki og lifrarbólgu B, en nú er unnið að því að tjá þessi bóluefni í
plöntuhlutum sem þurfa ekki suðu fyrir neyslu, t.a.m. banönum (Ma og Jevnikar 1999, Mason
o.fl. 1998, Haq o.tl. 1995). Gífurlegur kostnaður fylgir flutningum á kældu bóluefni þar sem
þeirra er mest þörf, en það er í þróunarlöndunum. Framleiðsla bóluefna á staðnum með ein-
faldri ræktun og síðar bólusetning með neyslu banananna gerir kleift að draga verulega úr
kostnaði og bæta heilsugæslu í þróunarlöndunum.
SAMEINDARÆKTUN Á ÍSLANDI?
Ein helsta gagnrýni á plöntuerfðatækni eru áhyggjur af svokallaðri erfðamengun (transgene
escape), annars vegar erfðablöndunar við villta stofna/aðra nytjastofna, eða að hinn erfða-
breytti stofn ráðist inn í náttúruleg búsvæði (Daniell o.fl. 1998, Kappeli og Auberson 1998).
Hefur þessi gagnrýni haft umtalsverð áhrif. sérstaklega í F.vrópu, sem lýsir sér m.a. í því að
vettvangstilraunir (field trials) með erfðabreyttar plöntur í Evrópu eru miklu færri en í Banda-
ríkjunum og Kanada (sjá: http://\\'w\v.olis.oecd.org/biotrack.nsf) þar sem minna hefur borið á
þessari gagnrýni. Aöstæður hér á landi fyrir sameindaræktun eru að mörgu leyti mjög hag-
stæðar, sérstaklega ef erfðamengun er höfð í huga. Vegna einangrunar landsins og legu hafa
sérstakar aðstæður myndast er draga mjög úr líkum á erfðamengun. Fæstar hinna aðfluttu
nytjaplantna eiga villta ættingja í íslenskri flóru. sem þýðir að frjóvgun milli nytjaplöntunnar
og villts gróðurs er afarólíkleg. Obiíð veðrátta og erfíð vaxtarskilyrði tryggja ennfremur að
nytjaplantan nái ekki fótfestu utan ræktunarreita. Þessar aðstæður trj'ggja íslandi algera sér-
stöðu í afmörkun og öryggi við ræktun erfðabættra plantna. Vegna einangrunar og erflðra að-
stæðna er líka minna álag á plöntur hérlendis af völdum sjúkdóma og skordýra en þekkist
víðast erlendis. Af því leiðir að eiturefni eru notuð í mun minna mæli á íslandi en amiars
staðar. Þetta getur haft mikla þýðingu fyrir framleiðslu á próteinum sem nota á í lyfjageró þar
sem rnjög miklar kröfur eru gerðar um hreinleika próteinsins.
Hin harðbýla og hreina náttúra landsins býður þannig upp á tækifæri til nýsköpunar og
ræktunar nýrra verðmæta sem byggir á þekkingu í jarðrækt, ylrækt og líftækni, án þess að
umhverfmu stafi hætta af.