Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 240
230
RRÐUNRUTflfUNDUR 2001
Nám í Umhverfísskipulagi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri
Þorsteinn Guðmundsson, Anna Karlsdóttir, Ásdís Helga Bjamadóttir
og Ragnhildur Sigurðardóttir
Landbúnadarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Á seinustu árum hefur krafa um góða umgengni við umhverfi okkar orðið háværari efdr því
sem mönnum verður ljósara mikilvægi hreins og fagurs umhverfís fyrir framtíðarmöguleika
íslendinga. í framlraldi af þessu eru aðal-, svæðis- og deiliskipulög lögbundin, svo og mat á
umhverfisáhrifum vegna ýmissa framkvæmda. Búseta í landinu hefur frá upphafí haft mikil
áhrif á ásýnd þess og ástand og vegna stórvirkra framkvæmda hafa þessi áhrif tekið stakka-
skiptum síðastliðna öld. Stöðugar breytingar á landslagi eru ekki einungis vegna ræktunarað-
gerða í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu heldur einnig vegna bygginga, iðnaðar og sam-
gangna. Aukin ferðamennska og náttúruvitund kallar á aukna þörf á umönnun lands. Af þessu
skapast mikil þörf á fagfólki sem er fært um að taka bæði tillit til náttúru landsins og félags-
legra aðstæðna. Einnig að þróa og móta búsetulandslagið út frá náttúrulegu umhverfi, félags-
legum og fagurfræðilegum sjónarmiðum.
í nágrarmalöndum okkar hefur verið brugðist við þörf á fagfólki til að glíma við og leysa
ofangreind vandamál með námi og þjálfun í landslagsarkitektúr og skyldum greinum. í
Þýskalandi eru t.d., auk „Landschaítsarkitektur'1, eimrig námsbrautir í „Landschaftsplanung“
og „Landespflege“. I enskumælandi löndum er m.a. boðið upp á „Land Use og Rural“ and
„Regional Planning“ og í Skandinavíu er boðið upp á „Naturforvaltning“, auk „Landslags-
arkitektur“. í þessum löndum eru slíkar námsbrautir iðulega við Landbúnaðarháskóla eða við
landbúnaðardeildir innan háskólanna. Á íslandi eru um 40 landslagsarkitektar starfandi sem
hlotió hafa menntun erlendis. Flestir við landbúnaðarháskóla og nokkrir við arkitektaskóla.
Þeir hafa stofnað með sér félag, Félag íslenskra landslagsarkitekta. Verkefni sem viðkoma
skipulagi á umhverfi, umhverfismati og eftirlitsstörfum með umhverfismálum eru auk lands-
lagsarkitekta einnig unnin af ýmsum öðrum aðilurn eins og verkfræðingum, umhverfisfræð-
ingum, líffræðingum, landfræðingum, búfræðikandidötum og fleiri.
Það er mikil og vaxandi þörf fyrir fagfólk með þverfaglegan bakgrunn, hæfci til að vinna
að skipulagsmálum, til að stjórna og hafa eftirlit með framkvæmdum og hafa áhrif á ákvörð-
unartökur er varða skipulag, uppbyggingu og nýtingu landsins í víðustu merkingu. Landbún-
aðarháskólinn á Hvanneyri hefur tekið þá ákvörðun að koma á móts við þessa þörf og býður
upp á nám í nýrri námsbraut, Umhverfisskipulagi, frá og með haustinu 2001.
UPPBYGGING NÁMSINS
Nám í Umhverfísskipulagi leggur höfuðáherslu á skipulagsmál og umhverfismat. Námið er
byggt á þremur meginásum og lögð er sérstök áhersla á að þessir burðarásar námsins standi
ekki einangraðir heldur einnig á hvemig þeir tengjast og myndi eina heild; búsetulandslagið.
Þessari tengingu er náð með nokkrum þverfaglegum námsgreinum og með mikilli áherslu á
verklegt nám. Þessar burðarásar námsins eru: