Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 241
231
• Náttúrufræði með áherslu á vistfræði.
• Samfélag, hagfræði og skipulag.
• Landslagsgreining, hönnun og framsetning.
Fyrsta ömi hefst á starfsnámi sem metið er upp á 4 einingar eins og er við allar náms-
brautir við Landbúnaðarháskólann. Á fyrstu önn er haldið áfrarn með grummám í landbúnaði
með áherslu á jarðrækt og landnýtingu, sögu og þróun landslags eins og það mótast af manna
völdum og náttúru og menningarlandafræði. Á annarri og þriðju önn koma ýmis grunnfög en
jafnframt er litið til yfirgripsmeiri greina eins og vistfræði og heimspeki náttúrunýtingar. Á
þriðju önn eykst hlutur yfirgripsmikilla faga þar sem helstu verkfæri skipulagsmála eru tekin
fyrir auk landslagsgreiningar. í þessum greinum verður mikil áhersla lögð á verklega þáttinn
og nemendur æfðir í sjálfstæðum vinnubrögðum.
önn BSc 120 námi lýkur
8 Ken nslu- fræð Valgrein Valgrein Lokaverkefni
7 Hagræn stjórn f. Umhverfi og skipulag Stofnvistfræði og stofnanastjórnun Valgrein Valgrein Valgrein Valgrein
önn BSc 90 námi lýkur
6 Löggjöf Skipulagsfr. og umhverfism Lokaverkefni Valgrein Valgrein
5 Kortafræði Mengun og frárennsli Formfræði og tjátækni Valgrein Valgrein
4 Þjóð- hagfræði Veðurfars- fræði Aðal-, svæðis-, og deiliskipulag Tölvustudd hönnun Landslagsgreining
3 Jarðfræði og jarðvegsfræði Atvinnu- og byggðaþróun Félagsþættir, landnýting og búsetulandslag Teikning og form Landslags- vistfræði
2 Frihendis teikning Vistfræði og heimspeki náttúrunýtingar Skipulags- fræði Grasafræði Uppl leit Landslagsmótun Plöntu- greining
1 Náttúru- og menningar landafræði Landslagssaga og þróun Uppl fr Landbúnaður. Jaðrækt og landnýting Starfsnám
1 | 2 3 | 4 cn G) 8 9 | 10 | 11 12 | 13 | 14 | 15 16
1. mynd. Yfirlit yfir námsgreinar i námsbrautinni Umhverfísskipulag. Samtals sex anna nám að BS-90 og átta
anna nám að BS-120. Hverju námsári er skipt i tvær annir.
Á þriðja ári (5. og 6. önn) er unnið áfram með kortagerð, framsetningu og umhverfismat,
auk ýmsa annarra faga. Hér gefst nemendum tækifæri á að dýpka þekkingu í einstökum
greinum eða kynnast nýjum með valgreinum í tengslum við skógrækt, landbúnað, rekstur og
stjórnun eða hönnunar og skipulagsmál. Þriðja ári líkur með 5 eininga lokaverkefni og nem-
endur útskrifast með BS-90.
Á fjórða ári er lögð áhersla á stjómunarþáttinn og kennslufræði sem grunn. Boðið verður
upp á valfög sem gera nemendum kleift að tileinka sér sérþekkingu á nokkrum sviðum, svo
sem skógrækt, náttúruvernd, auðlindahagfræði og annarri náttúruumsýslu. Fjórða ári lýkur
með 9 eininga lokaverkefni sem byggir á eigin athugunum og framsetningu þeirra. Nemendur
útskrifast með BS-120 sem er kandidatspróf.