Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 245
235
rAðunrutafundur 2001
Fegurri sveitir
Ragnhildur Sigurðardóttir
verkefaisstjóri
FEGURRI SVEITIR
„Fegurri sveitir'1 er átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á
sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu, auk þess að
bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Takmarkið er allsherjar átak sem tekur mið af
þörfum hvers svæðis. Víða er verið að vinna gott starf og það ber að kynna, öðrum til eftir-
breytni. Miðlað er ábendingum um þær leiðir sem færar eru til að ná fram settum markmiðum
og hvatningu til hlutaðeigandi aðila. Góð samvinna margra aðila er lykilatriði, þannig að vel
takist til með þetta stóra verkefni.
FORSAGA
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, á hugmyndina að átaksverkefninu Fegurri sveitum.
Það er áhugamál hans og annarra forustumamia landbúnaðarins að sveitir landsins verði
hvarvetna til fyrirmyndar. Verkefnið er á vegum landbúnaðarráðuneytisins í umboói ríkis-
stjórnarinnar. Landbúnaðarráðherra skipaði fimm manna framkvæmdanefnd haustið 1999. í
nefndinni eiga sæti:
• Fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins og formaður nefndarinnar: Níels Árni Lund, deild-
arstjóri.
• Fulltrúi Bændasamtaka íslands: Sigríður Jónsdóttir, bóndi.
• Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga: Þórunn Gestsdóttir. sveitarstjóri.
• Fulltrúi Kvenfélagasambands íslands: Guðrún Þóra Hjaltadóttir, hússtjómarkennari
og næringarráðgjafi.
• Fulltrúi umhverfisráðuneytisins: Sigriður Stefánsdóttir, deildarstjóri.
Síðastliðið sumar var unnið undir formerkinu „Fegurri sveitir 2000“. Nú liggur fyrir að
framhald verður á verkefninu og unnið er að skipulagningu fyrir sumarið 2001.
NÚVERANDI ÁSTAND
Þó að víða megi ferðast um fallegar sveitir og horfa heim að vel hirtum bæjum er það of al-
gengt að umgengni sé áfátt til sveita. Ásýnd sveitabæja skiptir miklu máli fyrir markaðs-
setningu landbúnaðarafurða og hefur án efa áhrif á sjálfsvirðingu og liðan ábúenda. Á
nokkrum stöðum má sjá brotajárn, jafnvel heilu bílakirkjugarðana, blasa við og/eða að spilli-
efnum, s.s. geymum, hafi ekki verið komið fyrir á forsvaranlegan hátt. Oft er um að ræða
„gamlar syndir“, bílhræ frá þeim tímum þegar erfiðara var að nálgast varahluti en nú er og
hugsanahátturinn var annar. Plastdrasl hangir víða á girðingum og fjörur þurfa hreinsun.
Nokkuð er um útihús í niðurníðslu og eðlilegt viðhald hefur sums staðar setið á hakanum
vegna lélegrar afkomu. Á mörgum eyðijörðum þarf að taka til hendinni og það sama gildir
um eignir ýmissa opinberra aðila, fyrirtækja og félagasamtaka.