Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 246
236
Viðhorfm eru að breytast, skilningur og vilji til að huga að umhverfinu hefur aukist, bæði
í þéttbýli og dreifbýli.
AÐFERÐIR
Verkefnið er fólgið í því að hvetja til, samstilla og jafnvel skipuléggja, alhliða tiltekt og
fegrun. Að vekja hvern einstakan landeiganda og/eða vörslumann lands til meðvitundar um
mikilvægi þess að ganga vel um og að það sé ekki einkamál hvers og eins hvemig umgengnin
er. Að benda á það hvað þarf að gera, hvers vegna og hvemig eigi að framkvæma verkið.
Síðastliðið sumar var lögð áhersla á að heimsækja senr flesta þátttakendur og aðstoða heima-
meim eftir megni.
Eftirfarandi gátlisti var notaður í heimsóknum til þátttakenda sumarið 2000:
• Brotajárn. • Málning.
• Landbúnaðarplast. • Möl/ofaníburður.
• Gamlar girðingar/viðhald á girðingum. • Umhverfisstefna.
• Gömul ónýt hús. • Umhverfisverðlaun.
• Spilliefni t.d. rafgeymar. • Önnur staðbundin mál.
• Úrgangsolía.
FLÆÐIBANKI „FEGURRl SVEITA“
Flæðibankinn er tölvupóstlisti þar senr þátttakendur verkefnisins fræðast um það sem er að
gerast, fá hagnýtar upplýsingar og hugmyndir, auk þess að læra hver af öðrum. beir sem ekki
eru nettengdir fá póstsendingar með hefðbundnu sniði.
STAÐBUNDIN KYNNING
hað er mikilvægt að kynna vel alla þá þjónustu og aðstöðu sem að gagni getur komið við
verkefnið, t.d. staðsetningu gámasvæða, hvaða úrgangur á að fara hvert, móttökustað spilli-
efna o.s.frv. Fundir, fréttatilkynningar í héraðsfréttablöð eða dreifibréf er þægileg lausn.
VERKEFNIN FRAMUNDAN
Þátttakendur verða vonandi enn íleiri í sumar og nú gefst tækifæri til að undirbúa verkefnin
vel, m.a. með tilliti til þeirrar reynslu sem við höfum nú. Sem dærni rná nefna að hægt er að
ella samstarf við rnörg félagasamtök sem einmitt skipuleggja sumarstarf sitt á vetuma. Fyrir
liggur að nokkur þeirra vilja leggja sitt af mörkum til fegrunar sveita 2001.
Leggja þarf áherslu á:
• Að sem flest sveitarfélög, búnaðarfélög og aðrar heppilegar „vinnueiningar“ skrái
sig til þátttöku.
• Aðstoð við þátttakendur.
• Áróður fyrir bættri umgengni.
• Að tengja verkefnið betur við nýju Náttúruverndarlögin, en í bráðabirgðarákvæði
III segir að sveitastjórnir skuli eigi síðar en árið 2002 hafa lokið úttekt á ástandi
skv. 44. grein og skilað Náttúruvemd ríkisins greinargerð þar að lútandi.
LOKAORÐ
Það er mikið fengið með sameiginlegum vettvangi fyrir hreinsunarstörf og að menn fyTgist
með því sem er að gerast í umhverfismálum hjá öðrum þar sem vandamálin eru víða af svip-