Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 248
238
RAÐUNRUTRFUNDUR 2001
„Betra bú“
Sjálfbær landnýting - aukin hagræðing
Guðrún Schmidt1 og Hrafnkell Karlsson2
1Landgrœðslu ríkisins
2Bóndi, Hrauni, Ölfusi
YFIRLIT
Síðastliðinn vetur hófst samstarf Landgræðslu ríkisins og nokkurra bænda um þróunarverkefni um gerð beitar-
og uppgræðsluáætlana. Verkefnið nefnist „Betra bú“. í því er lögð mikil áhersla á að bændur vinni sem mest
sjálfir að áætlanagerðinni, með leiðsögn Landgræðslunnar. Sett hefur verið upp vinnuferli sem bændumir eru að
prófa, en það þarf að vera raunhæft, einfalt og skilvirkt svo tiigangurinn náist.
Vinnu- og leiðbeiningarferlum, sem verið er að þróa í verkefninu „Betra bú“, er ætlað að auðvelda bændunt
að ná góðum tökum á sjálfbærum búskaparháttum. Við teljum sérstaklega í ljósi gæðastýringar í landbúnaði að
slík verkefni geti skipt sköpum fyrir bændur og t.d. þjónað hlutverki sem úrbótaáætlun vegna gæðavottunar á
framleiðslu sauðfjárafurða og hrossa.
INNGANGUR
Með aukinni áherslu á gæðastýringu breytast búskaparhættir. Kröfur um sjálfbæran búskap
hafa m.a. í för með sér að bændur þurl'a að leggja meiri áherslu á skipulagningu og skráningu
búskaparþátta, byggða á reynslu og þekkingu.
Vöm er snúið í sókn. Það er hlutverk bóndans að sýna fram á sjálfbæran búskap en ekki
utanaðkomandi leiðbeinenda eða jafnvel vottunaraðila. Bóndinn þarf að vera búinn að móta
stefnu, hann þarf að hafa greint hvern búskaparþátt, sett sér markmið og skilgreint leiðir og
aðgerðir til að ná þeim.
Leiðbeinendur bænda þurfa að mæta þeim i þessu máli og ef til vill að leggja meiri
áherslu á að styrkja bændur til að taka sjálfir ákvörðun um aðgerðir til þess að ná markmiðum
um sjálfbæra búskapahætti.
Hvað varðar sjálfbæra landnýtingu þá hlýtur það að styrkja stöðu bænda að þeir geti
sjálfir gert sér grein fý'rir stöðu sinni og unnið að eigin markmiðum, með þeirri aðstoð leið-
beinenda sem þarf.
Með þessar áherslur að leiðarljósi leitaði Landgræðslan, í byrjun ársins 2000, samstarfs
við nokkra bændur um þróunarverkefni. Verkefnið sem nefnist ..Betra bú“ miðar að gerð
beitar- og uppgræðsluáætlana sem leiðar til að ná góðum tökum á sjálfbærum búskapar-
háttum. Ábúendur á ITrauni eru í hópi þessara bænda.
HLUTVERK LANDGRÆÐSLUNNAR
Eitt af hlutverkum Landgræðslunnar er að veita bændum leiðbeiningar og ráðgjöf um hvemig
þeir geti nýtt land sitt á sjálfbæran hátt. Samkvæmt 17. og 18 gr. laga nr 17/1965 um land-
græðslu ber Landgræðslunni að hafa eftirlit með gróður- og jarðvegseyðingu og leiðbeina um
bætta nýtingu lands og nauðsynlegar uppgræðsluaðgerðir.
í viljayfirlýsingu sem fylgir samningi ríkisins og bænda, árið 2000, um framleiðslu sauð-
ijárafurða segir m.a.: „Þar sem umbóta er þörfsvo uppfylla megi kröfur um landnýtingarþátt
gœóastýringar gerir framleiðandi og eftir atvikum aðrir umrááaaðilar landgrœðslu- og land-
nýtingaráœtlun í samráði vid Landgrœósluna