Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 249
239
Ráðgjöf og leiðbeiningar Landgræðslunnar um landnýtingaráætlanir lúta einkum að gerð
beitar- og uppgræðsluáætlana.
Æskileg framtíðarsýn er að fleiri stofnanir vinni saman að því að leiðbeina bændum um
gerð landnýtingaráætlana eða jafnvel heildstæðra búsáætlana sem taka til mun fleiri þátta í
búrekstri, s.s. búrekstraáætlana samkvæmt búnaðarsamningi.
SJÁLFBÆR LANDNÝTING
Sjálfbær landnýting er nýting sem gengur ekki á höfuðstól náttúrunnar né hamlar eðlilegri
þróun vistkerfa, þannig að hver kynslóð skilar landinu í sama eða betra ástandi en hún tók við
því.
LANDNÝTINGARÁÆTLUN
Landnýtingaráætlun er áætlun um alla landnýtingu sem tengist viðkomandi búrekstri. í henni
felst m.a. áætlun urn beitarnýtingu, jarðrækt, uppgræðslu, túnrækt og skógrækt.
Landnýtingaráætlun hefur hliðsjón af fjölmörgum þáttum. svo sem jarðvegi, vatni, lofti,
plöntum og dýrum og einnig mannlegum þáttum, hagfræðilegum, félagsfræðilegum og stjórn-
málalegum. Meðhöndla þarf bújörðina sem eina heild. en einnig sem hluta af vistkerfi svæðis-
ins.
Landnýtingaráætlanir eru mikilvægur þáttur í að koma á sjálfbærum búskaparháttum.
Slíkar áætlanir auka einnig líkur á að aukið Qármagn náist til landbóta og beitarskipulags.
BEITAR- OG UPPGRÆÐSLUÁÆTLUN
Þróunarverkefnið „Betra bú“ felst í því að þróa vinnu- og leiðbeiningarferli við gerð beitar-
og uppgræðsluáætlunar, en hún er hluti af landnýtingaráætlun.
Beitaráætlun er áætlun um hvaða búfjártegundum verði beitt á hvern hluta jarðarinnar,
hvenær og hversu rnikil beitarnýtingin skuli vera.
Uppgræðsluáætlun er áætlun um hvort og þá hvaða uppgræðslu- og verndunaraðgerðir
þurfi að gera á jörðinni, hvernig skuli standa að verki og hvenær sé best að vinna hvert verk.
BÆNDUR GERA ÁÆTLANIR SJÁLFIR
Verkefnið „Betra bú“ miðast við að bændur vinni sjálfir að gerð beitar- og uppgræðsluáætlana
eftir eigin hugmyndum um góða landnýtingu, en þeir fái ráðgjöf eftir þörfum.
Reynslan við þróunarverkefnið hefur í byrjun verið sú að bændum finnst frekar erfitt að
vinna áætlanir að svo miklu leyti sjálfir. þó að nákvæmar leiðbeiningar hafi fylgt. Ein af
orsökum þess er líklega sú að bændur eru óvanir slíkri vinnu. en þegar þeir komust í gegnum
verkefnið fannst þeim þetta ekki eins erfitt og þeir óttuðust. Það hefur einnig komið fram að
vinnan við verkefnið hefur aukið þekkingu og færni þeirra m.a. til að meta ástand gróðurfars
og beitar.
Bændur eru ábyrgir fyrir nýtingu á sínu landi, þeir þekkja best landið og búskapinn og
hafa þar með bestu yfirsýn yfir aðstæður, möguleika og þarfir búsins. Bændur þurfa að þekkja
og skilja áætlunina og kunna að „lesa landið“, þ.e. að gera sér grein fyrir ástandi landsins og
hvernig og af hverju það er að breytast og geta metið sjálfir hvaða áhrif ákveðnar aðgerðir
hafi á umhverfið.
Ákvörðun um landnýtingu er hjá bændum og þeir þurfa að geta rökstutt ákvörðun sína.
Hver bóndi gerir áætlunina í sína þágu og fyrir sinn eigin búskap. Þetta er hans áætlun. Það
verður einnig miklu auðveldara fyrir bændur að breyta, bæta og endurskoða áætlunina milli
ára ef þeir hafa gert hana sjálfir.