Ráðunautafundur - 15.02.2001, Side 250
240
ÁVINNINGUR BÆNDA
Beitar- og uppgræðsluáætlun stuðlar að því að hefta jarðvegs- og gróðureyðingu ef hún er
fyrir hendi og koma á eða viðhalda sjálfbærri landnýtingu. Áætlunin gerir uppgræðslustarfið
markvissara og stuðlar að hagkvæmari nýtingu landsins og þar með hagkvæmari framleiðslu.
Hún gefur góðan grunn til að halda utan um bindingu kolefnis á vegum bænda og eykur líkur
á að bændur geti fengið aukið ljármagn til landbóta og beitarskipulags. Þá gæti slík áætlun
þjónað sem úrbótaáætlun vegna gæðavottunar á framleiðslu sauðijárafurða og lirossa.
Beitar- og uppgræðsluáætlun er grunnur að góðum búskaparháttum og ætti að vera jafn
sjálfsögð og áburðar-, fóður- og ijárhagsáætlun.
Bændum í þróunarverkefninu fmnst það einnig mikill ávinningur að hafa unnið sjálfir að
áætlanagerð. Þó þeir hafi þekkt landið sitt vel hafa þeir samt lært meira um það og gera sér
betur grein fyrir ástandi þess. Þeir segjast hafa miklu betri grunn núna til þess að fylgjast með
ástandi landsins og að dæma sjálfír um hvort nýtingin sé sjálfbær eða ekki og hvaða aðgerða
er þörf þar sem landið er ekki í góðu ástandi.
..Betra bú“ er enn eitt skrefið í þá átt að styrkja grasrótina.
VINNUFERLI
Þróunarverkefnið „Betra bú“ byggir á því að áætlunin sé unnin í fimm skrefum:
• Safna upplýsingum og gera úttekt á landkostum.
• Skilgreina markmið og forgangsraða þeim.
• Meta leiðir til að ná markmiðum og velja þær bestu.
• Gera beitar- og uppgræðsluáætlun.
• Meta árangur og endurbæta áætlunina.
1. skref: Söfnun upplýsinga og úttekt á landkostum
Tilgangurinn með söfnun og skráningu upplýsinga er að fá góðan grunn til þess að geta skipu-
lagt beit og uppgræðslu með raunhæfum og einföldum hætti. Dregnir eru fram þeir þættir sem
skipta máli varðandi landnýtingu. Þeir geta verið mismunandi á hverri jörð fyrir sig. Vinnu-
ferlið byggir á því að upplýsingar eru skráðar á eyðublöð og glærur sem eru lagðar yfir loft-
mynd af jörðinni.
Bent skal á að þegar verkefninu „Nytjaland“ lýkur verður kortlagning þess væntanlega
notuð í ..Betra bú“, sem auðveldar mjög þá vinnu sem bændur þurfa að leggja í vegna kort-
lagningar á sínum jörðum. Hafa má eftirfarandi til hliðsjónar:
A. Landiö: Skrá landamerki, núverandi girðingar og nöfn, númer og stærð þeirra. Einnig
skurði og önnur framræslukerfi, vegi, slóða, réttir og gerði. Skrá verndarsvæði og framboð á
drvkkjarvatni. ítarefni, s.s. örnefni, námur, raflínur. jarðstrengir, vatnslagnir, mannvistarleifar
og annað sem kann að skipta máli.
B. Landkostir: Upplýsingar um staðhætti og flokkun gróðurfars, upplýsingar um rof (sbr.
ritið Ad lesa landió). Ennfremur flokkun á ástandi lands þar sem um hrossabeit er að ræða
(sbr. ritið Hrossahagar). Upplýsingar um bústofn (tegundir, aldur, fjölda, lengd beitartíma)
og um núverandi beitarnýtingu og uppgræðslu.
C. Flokkun lands eflir œskilegri nýtingu: Flokkun lands eftir getu/þoli til nýtingar, þar með
talin greining á því hvort landið er hæft til beitar og þá hvers konar beit (hvaða dýrategundir
nýta tiltekið land best og hvenær), hvort uppgræðsla er nauðsynleg o.s.fr.v. Þetta er úttekt á
„framboði“ á gæðum landsins og skilgreining á æskilegri nýtingu, þ.e. nýtingu sem er í sam-
ræmi við landgæðin, rýri ekki landið en bæti það þar sem landgæðin eru ekki nógu góð.