Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 252
242
rAðunrutafundur 2001
Landbót - Uppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum
Guðmundur Halldórsson', Ása L. Aradóttir2, Ólafur Arnalds’,
Edda S. Oddsdóttir' og Þóra Ellen Þórhallsdóttir4
1 Mógilsá, Rannsóknastöd Skógrœktar
2Landgrœðslu ríkisins
3Rannsóknastofnun landbúnaðarins
^Háskóla Islands
INNGANGUR
Landbót er samstarfsverkefni Háskóla Islands, Landgræðslu ríkisins, Mógilsár, Rannsókna-
stöðvar Skógræktar og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Verkefnið hefur notið styrks frá
Markáætlun RANNÍS, Landsvirkjun og Ingvari Helgasyni hf. Verkefnið hófst sumarið 1999.
Markmið verkefnisins er að kanna áhrif landgræðslu og skógræktar á framvindu vistkerfa á
röskuðum svæðum.
Verkefnið byggir á tvenns konar nálgun. Annars vegar rannsóknum á eldri upp-
græðslusvæðum með þekkta sögu, en hins vegar er lögð út tilraun þar sem röskuð svæði eru
grædd upp með mismunandi aðferðum. Bakgruimi verkefnisins og aðferðum er lýst hér á
eftir, auk þess sem gefin eru dærni um fyrstu niðurstöður.
BAKGRUNNUR VERKEFNISINS
Uppgræðsla- og gróðursetning skógarplantna skapa ekki fullbúin vistkerfi heldur er hlutverk
þeirra að hraða þróun vistkerfa og beina henni í ákveðinn farveg. Uppbygging vistkerfa eða
vistheimt er ferli sem fylgir sömu lögmálum og framvinda. Sá munur er þó á að í vistheimt er
gripið inn í framvinduna til að yfirvinna þá þætti sem talið er að takmarki hana (Bradshaw
1987). Þessir takmarkandi þættir eru gjaman kallaðir „þröskuldar'1 og geta þeir til dæmis
verið lítil frjósenri jarðvegs eða skortur á fræi landnámstegunda. Uppgræðslu- og skógræktar-
aðgerðum er þá ætlað að „ýta'" viðkomandi vistkerfi yfir þessa þröskulda, til dæmis með
áburðargjöf eða með því að stuðla að landnámi tegunda sem gegna lykilhlutverki við fram-
vinduna (Ása L. Aradóttir 1998).
Landbót er rannsóknaverkefni sem hefur það markmið að kanna áhrif mismunandi upp-
græðslu- og skógræktaraðgerða á framvindu og „þjónustu" sem vistkerfunum er ætlað að
veita (s.s. kolefnisbindingu, framleiðni, vatnsmiðlun og hringrás næringarefna). Framvindu-
rannsóknir er hægt að nálgast á mismunandi hátt. Annars vegar að fylgjast með sama svæðinu
yfir langan tíma og mæla þær breytingar sem á því verða. Þessi leið hefur þann kost að fylgst
er náið með ferli framvindunnar og auðveldara er að skilja hvaða þættir stýra henni. Helstu
ókostirnir eru að rannsóknirnar geta tekið langan tíma og oftast er aðeins um eina eða fáar
endurtekningar að ræða. Hin leiðin er að bera sarnan svæði sem em sambærileg að öðru leyti
en því að framvindan á sér mislanga sögu. Kostir hennar eru þeir að tiltölulega fljótlegt er að
afla upplýsinga um mismunandi framvindustig en helsti ókosturinn er að erfitt getur verið að
finna svæði sem gefa raunhæfan samanburð. í Landbótarverkefninu eru farnar báðar þær
leiðir sem nefndar eru hér að ofan til að fá sem gleggsta mynd af framvindu raskaðra svæða
og á hvem hátt megi stýra henni með mismunandi inngripum.
Samfara gróðureyðingu og jarðvegsrofi dvínar frjósemi jarðvegs, en hún ræðst af fram-