Ráðunautafundur - 15.02.2001, Blaðsíða 253
243
boði á næringarefnum og þeim skilyrðum sem eru til að nýta þau. Plöntur taka næringarefni
úr jarðveginum og þangað skila næringarefnin sér aftur sem lífrænar leifar. Örverur og jarð-
vegsdýr hafa mikil áhrif á hversu hratt lífrænum leifum er skilað aftur í hringrásina og gegna
því lykilhlutverki við uppbyggingu á frjósemi jarðvegs (Hólmfríður Sigðurðardóttir 1998).
Það er hins vegar ekki að öllu ieyti ljóst hver áhrif iandgræðsla eða skógrækt hefur á jarð-
vegslíf. Uppgræðsla og/eða skógrækt eykur frumframleiðslu svæða, en breytir jafnframt upp-
runalegum plöntusamfélögum. Aukin frumframleiðsla leiðir til þess að meira fellur til af líf-
rænum leifum og af því leiðir fjölgun jarðvegslífvera og aukin virkni þeirra (Hólmfríður Sig-
urðardóttir 1998). Það er hins vegar óvíst að fjölbreytni dýralífs á svæðinu aukist að sama
skapi, enda er dýralíf á einsleitum ræktuðum svæðum oft fábreytt þótt framleiðni svæðisins sé
rnikil (Bjarni E. Guðleifsson 1998). Þó má benda á að fleiri tegundir ánamaðka fmnast í
lúpínubreiðum en utan þeirra og fjöldi og fjölbreytni ánamaðka er mest í gömlum túnum
(Hólmfríður Sigurðardóttir 1994. Hólmfríður Sigurðardóttir og Guðni Þorvaldsson 1994).
Kolefnisbinding í jarðvegi og gróðri sem mótvægisaðgerð gegn losun gróðurhúsaloft-
tegunda er ein af þeim leiðum sem íslensk stjómvöld hafa farið til að uppfylla skyldur sínar
gagnvart loftlagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. Nýjar rannsóknir benda til þess að allmikið
kolefni bindist í jarðvegi og gróðri við landgræðslu og skógrækt hér á landi (Arnór Snorrason
o.fl. 2000, Ása L. Aradóttir o.fl. 2000, Ólafur Arnalds o.fl. 2000). Þær rannsóknir hafa verið
gerðar á misgömlum uppgræðslu- og skógræktarsvæðum þar sem yfirleitt er ekki mögulegt að
bera saman mismunandi aðferðir við sambærileg skilyrði. Því er mikilvægt að geta við til-
raunaaðstæður borið saman áhrif mismunandi uppgræðslu- og skógræktaraðgerða á upp-
söfnun kolefnis. Það sama gildir um aðra starfsemi vistkerlá, svo sem vatnsmiðlun. niðurbrot
lífrænna efna og miðlun næringarefna. í skemmdum vistkerfum er starfsemin oft verulega
slcert og er endurheimt hennar talin ein meginforsenda þess að þau geti haldið upp starflræfum
samfélögum lífvera (Whisenant 1999).
Þar sem land er grætt upp með grassáningum og áburðargjöf vex þekja grasa eða helst
stöðug meðan borið er á landið, en síðan vill draga aftur úr þekju þeirra eftir að áburðargjöf er
hætt (Elín Guimlaugsdóttir 1984, Ingvi Þorsteinsson 1991). í uppgræðslurannsólmum á
virkjanasvæði Blöndu kom fram að síendurtekna áburðargjöf þurfti til að viðhalda uppskeru
og þekju háplantna (Ingvi Þorsteinsson 1991. Þóra Ellen Þórahallsdóttir 1991). Þetta má að
hluta til skýra með því að þarna varð sáralítil uppsöfnun á lífrænu efni í jarðvegi (Ólafur
Arnalds og Friðrik Pálmason 1986. Þorsteinn Guðmundsson 1991). Þessar niðurstöður verður
þó að skoða í því ljósi að landið er í mikill hæð yfir sjó, >400 m. Uppgræðslur geta stuðlað að
landnámi annars gróðurs. einkum er sáðtegundirnar hörfa (Ása L. Aradóttir 1991, Sigurður H.
Magnússon 1994, Ása L. Aradóttir o.fl. 1999). Líklegt er að það hafi mikil áhrif á bæði land-
nám og þrif annars gróðurs hvaða uppgræðsluaðferðir eru notaðar í upphafi. Þessir þættir eru
skoðir í verkefninu, bæði í tilraununum og á eldri uppgræðslusvæðum.
UPPBYGGING OG STAÐA VERKEFNISINS
Svo sem fram hefur komið byggir verkefnið á tvenns konar nálgun. Annars vegar er um að
ræða rannsóknir á stöðu misgamalla uppgræðslusvæða með þekkta sögu, þar sem meðal
annars er kannað gróðurfar og landnám plantna. jarðvegur og smádýralíf. Hins vegar eru til-
raunir með mismunandi lausnir við uppbyggingu vistkerfa á röskuðum svæðum, þar sem
skoðuð eru áhrif mismunandi uppgræðslu- og skógræktaraðgerða á framvindu og hugað að
áhrifum ákveðinna lykilþátta við náttúrlega framvindu.
Tilraunin er þáttatilraun með 10 meðferðum (sjá 1. töflu) og 4 endurtekningum af hverri í
stórum (lha) tilraunareitum. Tilraunareitirnir voru lagðir út sumarið 1999. Þá var gert hæðar-