Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 254
244
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
Viðmiðun
Áburður
Áburður + grassáning
Áburður + grassáning + birki + barrtré
Áburður + grassáning + víði- og birkieyjar
Áburður + einærar tegundir + víði- og birkieyjar
Lúpína
lnnlendar belgjurtir + víði- og birkieyjar
Lúpína + birki + barrtré
Áburður og sáning melgresis
líkan af svæðinu og dýpt niður á móhellu var l. tafla. Tilraunaliðir.
metin. Tekin voru jarðvegssnið á svæðinu,
þeim lýst samkvæmt stöðluðum aðferðum og
tekin jarðvegssýni og unnið úr þeim. Lokið er
forrannsóknum á gróðurfari. jarðvegsþáttum,
kolefnisbindingu á tilraunasvæðunum. Sáð
var í flesta tilraunareitina veturinn 1999-2000
og borið á þá vorið 2000, en fyrirhugað er að
gróðursetja trjáplöntur í tilraunareitina vorið
2001. Fyrstu mælingar á árangri sáninganna
(gróðurþekja, tíðni og þéttleiki sáðgrasa) voru
gerðar í ágúst 2000. Gert er ráð fyrir að fylgjast með þeim breytingum sem verða á ýmsum
þáttum vistkerfísins, s.s. í gróðurfari, smádýralífi, næringarefnaforða jarðvegs o.fl. í næstu ár
eða áratugi.
Á eldri svæðum hafa verið gerðar mælingar á gróðurfari, uppskeru og yfirborðsgerð, auk
mælinga á kolefni, nitri og fleiri þáttum í jarðvegi. Auk þess hafa verið gerðar ítarlegar mæl-
ingar á yíirborðsgerð og landnámi staðargróðurs í misgömlum uppgræðslum á einu svæði.
Verið er að vinna úr þessum niðurstöðum sem hluta af Cand. Sci. verkefni Járngerðar
Grétarsdóttur við háskólann í Bergen og M.S. verkefni Ásrúnar Elmarsdóttur við Colorado
State University. Greiningu smádýra úr fallgildrum á eldri svæðurn er að mestu leyti lokið,
vinnsla jarðvegsdýra stendur yfir og mun ljúka í vor/fýrrihluta sumars, mælingu á virkni jarð-
vegsörvera er lokið og gerð hefúr verið forrannsókn á útbreiðslu þráðorma sem sníkja á skor-
dýrum í jarðvegi. Þessar mælingar eru þáttur í M.S. verkefni Eddu Sigurdísar Oddsdóttur við
Háskóla íslands.
DÆMI UM NIÐURSTÖÐUR
Rannsóknir á 20-30 ára gömlum svæðum sem grædd voru með grasi, lúpínu eða birki sýna að
bjöllutegundir eru heldur færri á uppgræddu svæðunum en á viðmiðunarsvæðum sem elcki
voru grædd upp. Tegundir köngulóa eru hins vegar mun fleiri inni á uppgræddu svæðunum,
nema á lúpínusvæðunum. Jarðvegsdýr eru hins vegar mikið fleiri á uppgræddu svæðunum.
einkum þar sem grætt var upp með birki eða lúpínu (1. mynd), og niðurbrotshraði var einnig
mun meiri (2. mynd).
1. mynd. Heildarfjöldi dýra úr jarðvegs-
sýnum sem tekin voru sumarið 2000.
skóglendi lúpinusáning graslendi
2. mynd. Niðutbrotsvirkni á 4-8 cm dýpi við
Gunnarsholt á tímabilinu 17/5-31/7 2000.