Ráðunautafundur - 15.02.2001, Qupperneq 257
247
RftÐUNFIUTflFUNDUR 2001
Bætt gæði grænmetis frá framleiðanda til neytanda
Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal
Matvœlarannsóknum Keldnaholti
YFIRLIT
I-Ijá Matvælarannsóknum Keldnaholti er unnið að verkefhi sem miðar að því að bæta gæði íslensks grænmetis.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Bændasamtök íslands, Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna,
Nýkaup og ísaga. Verkefnið er þriþætt: (1) Unnið er að mælingum á hitastigi, rakastigi og lofttegundum á
flutningaferlum frá framleiðendum til nevtenda. (2) Teknar eru saman tillögur að gæðakröfum fyrir íslenskt
grænmeti. (3) Nítratinnihald grænmetis er kannað. Með mælingum á flutningaferlum grænmetis kemur í Ijós
livar veiku hlekkirnir eru og hægt verður að vinna að endurbótum. Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir 14
tegundir af íslensku grænmeti. Um er að ræða tómata, gúrkur, papriku, gulrófur, gulrætur, blómkál, höfuðkál,
kínakál. spergilkál, salat, pottasalat, stilksellerí, blaðlauk og steinselju. Frantleiðendur eru þegar farnir að vinna
eftir gæðakröfunum og hafa náð jafnari gæðum á afurðum sínum. íslenskum grænmetisframleiðendum tekst nú
betur en áður að halda nítrati í grænmeti niðri. Nítrat í öllum salatsýnum frá haustinu 2000 voru undir hámarks-
gildi í reglugerð.
INNGANGUR
Á árunum 1998 til 1999 var hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti unnin úttekt á gæðum
grænmetis á íslenskum markaði (Valur Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal, 2000). í kjölfar
þess verkefnis var rnetið á hvaða sviðum innlenda framleiðslan gæti sótt fram þannig að gæði
afurða mundu enn aukast. Niðurstaðan varð sú að auka mætti gæðin með átaki á þremur
sviðum: (1) Bætt geymsluskilyrði grænmetis á öllu flutningaferlinu frá framleiðanda til
neytanda. (2) Flokkun grænmetis samkvæmt samræmdum gæðakröfum. (3) Lækkun nítrats í
grænmeti. Á árinu 2000 hófst vinna við verkefni sem byggðist á þessum þremur þáttum.
Markmiðið með verkefninu er að auka gæði grænmetis sem stendur neytendum til boða og
jafnframt að bæta atvinnuöryggi grænmetisframleiðenda og um leið rekstaröryggi garð-
yrkjunnar. Að verkefninu standa Matvælarannsóknir Keldnaholti, Bændasamtök íslands,
Samband garðyrkjubænda. Sölufélag garðyrkjumamia, Nýkaup og ísaga. Verkefnið er styrkt
af Tæknisjóði RANNÍS, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og grænmetisframleiðendum.
íslensk garðyrkja stendur frammi fyrir vaxandi samkeppni vegna innflutnings. Því þarf
að gera allt sem hægt er til að styrkja stöðu innlendrar framleiðslu. íslenskir grænmetisfram-
leiðendur njóta nálægðarinnar við innlenda markaðinn. Þetta forskot þarf að nýta og því er
rnikils um vert að gæði íslensks grænmetis rýrni sem allra minnst á leiðinni frá framleiðanda
til neytenda. Grænmeti sem er sent frá framleiðanda á oft eftir að fara í tvær til þrjár geymslur
áður en það endar í grænmetisborðum verslana. Hægt er að bæta gæði grænmetis með því að
stýra geymsluskilyrðum sem best. Ekki hefur verið hugað nægjanlega að því að geyma græn-
meti við kjörskilyrði. Sérstaklega hefúr vantað upp á að rakastigi hafi verið stýrt nægjanlega
en slíkt leiðir óhjákvæmilega til gæðarýrnunar.
Hér á landi hefur tilfinnanlega skort samræmdar gæðakröfur eða flokkunarreglur fyrir
grænmeti þótt einstök fyrirtæki hafi haft sínar eigin reglur. Gæðaflokkun íslensks grænmetis
er mikilvæg fyrir framleiðendur, neytendur, smásöluverslun og heildsölufyrirtæki. Með því að
taka upp gæðaflokkun munu innlendir grænmetisframleiðendur ná jafnari gæðum og þannig
stvrkja stöðu sína gagnvart innflutningi. Neytendur munu geta valið þá gæðaflokka sem þeim