Ráðunautafundur - 15.02.2001, Síða 258
248
henta og öll meðferð íslensks grænmetis í verslunum og heildsölufyrirtækjum verður ein-
faldari.
GEYMSLUSKILYRÐI
Athuganir eru gerðar á geymsluskilyrðum grænmetis allt frá framleiðanda til neytanda. Mæl-
ingar eru gerðar á hitastigi, rakastigi, vatnstapi. koldíoxíði, súrefni og etýleni. Fylgst er nreð
breytingum á útliti og bragðgæðum grænmetisins. Með þessu móti kemur í ljós hvar veiku
hlekkirnir eru og hægt verður að vinna að endurbótum. Oft er grænmeti flutt milli íjögurra
kæligeymslna (hjá framleiðanda. dreifíngingaraðila, verslun og neytenda) og nteð tveimur
ílutningabílum. Ef rakastig er of lágt í einni geymslunni byrjar grænmetið að tapa vatni og í
kjölfarið breytist útlitið. Grænmeti getur tapað 3-4% af þyngd sinni á langri leið. Ef geymslu-
skilyrði eru ófullnægjandi verður geymsluþolið styttra en æskilegt er og rýrnun verður einnig
óþarflega mikil. Rétt meðhöndlun grænmetis á öllu flutningaferlinu er því mjög mikilvæg.
Mælingar á hita, raka og lofttegundum á flutningaferlum grænmetis frá framleiðendum til
verslana hafa leitt i Ijós veika hlekki á þessu ferli. Hjá ræktendum hafa geymsluaðstæður
verið misjafnar en oftast nokkuð góðar. Yfirleitt hafa aðrar geymslur sem grænmetið hefur
verið geymt í kornið vel út. Þær hafa verið nokkuð stöðugar hvað hitastig varðar en oft er
rakastigið i þeim lægra en mælt er með fyrir grænmeti og svo hefur það oft á tiðum verið
rnjög óstöðugt. Etýlen hefur ekki mælst í grænmetisgeymslum. Koldíoxíð myndast að ein-
hverju leyti í þeint en þó hefur það aðeins mælst í frekar litlu magni. Ljóst er að með betri
stjórnun á hitastigi og rakastigi er hægt að auka gæði íslensks grænmetis. Einkum er stjórnun
rakastigs vanræktur þáttur.
GÆÐAKRÖFUR
Með samræmdum gæðakröfum fyrir grænmeti er átt við skilgreiningar á flokkun og frágangi
grænmetis sem fer á neytendamarkað. Lýsing á gæðakröfum er nauðsynleg fyrir öll viðskipti
með grænmeti þannig að framleiðendur, neytendur og starfsmenn dreifingarfyrirtækja og
verslana noti sömu viðmiðun. Framleiðendur sjá flokkun grænmetis samkvæmt gæðakröfum
sem sóknarfæri til að mæta sífellt vaxandi kröfurn um gæði afurða. Þegar erlent grænmeti er
flutt til landsins kemur það flokkað í ákveðna gæða- og stærðarflokka. Erlenda grænmetið
getur því litið út fyrir að vera jafnara að gæðum en óflokkað íslenskt grænmeti. íslenskir
grænmetisframieiðendur verða því að notfæra sér gæðaflokkun sem lið í baráttunni um
markaðinn.
Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir 14 tegundir af íslensku grænmeti. Um er að
ræða tómata, gúrkur. papriku, gulrófur, gulrætur. blómkál. höfuðkál, kinakál, spergilkál, salat,
pottasalat, stilksellerí, blaðlauk og steinselju. Við samningu textans var tekið mið af evrópsk-
um gæðakröfum en íslenski textinn er einfaldari og lagaður að íslenskum aðstæðum án þess
að draga úr gæðakröfúm. Gæðakröfumar taka á fjöhnörgum þáttum: Skilgreindar eru lág-
markskröfur, kröfur til einstakra gæðaílokka, þyngdar- eða stærðarkröfur, leyfileg frávik og
loks kröfur um einsleitni, pökkun og merkingar. Um er að ræða þrjá gæðaflokka: úrvalsflokk,
I. flokk og II. flokk. Urvalsflokkur er þó ekki notaður fyrir nokkrar grænmetistegundir.
Gæðakröfurnar hafa verið kynntar fyrir framleiðendum og hófu margir þeirra að flokka
samkvæmt þeim sumarið 2000. Það er mat starfsmanna Sölufélags garðyrkjumanna og Ný-
kaups að þessir framleiðendur haft náð jafnari og auknum gæðurn á afúrðum sínurn. Haustið
2000 voru gæðakröfurnar endurskoðaðar í samvinnu við framleiðendur og er ætlunin að text-
inn verði gefín út í lausblaðamöppu fyrri hluta ársins 2001.