Ráðunautafundur - 15.02.2001, Page 261
251
RRÐUNRUTRFUNDUR 2001
Mjöltun áa og nýting sauðamjólkur til manneidis
Sveinn Hallgrímsson, Helgi B. Ólafsson og Torfi Jóhannesson
Landbúnadarháskólanum á Hvanneyri
INNGANGUR
Undanfarin ár hafa verið gerðar athuganir á sauðamjólk og nýtingu hennar. Þær athuganir
hófust á árunum 1982-1984 að Kastalabrekku í Ásahreppi, en það voru fyrst og fremst at-
huganir sem beindust að frumatriðum, s. s. mjöltun, mjólkurmagni og ystingu sem gerð var
heima á býlinu (Sveinn Hallgrímsson 1994). Ein efnagreining var gerð á mjólkinni úr safn-
sýni (Árni Sigurðsson 1984). Haustið 1994 voru tekin mjólkursýni úr 20 ám, 10 sem gengu á
láglendi heima á Hvanneyri og úr 10 ám sem gengu á afrétti (Sveinn Hallgrímsson 1995).
Vorið 1995 voru aftur tekin sýni sem sýndu óeðlilega háa frumutölu í sauðamjólk (Sveinn
Hallgrímsson 1996), en báðar þessar athuganir voru liður í undirbúningi að mjöltxin áa og
framleiðslu afurða úr sauðamjólkinni. Athuganir þessar sýndu að áður en farið er af stað með
framleiðslu og nýtingu sauðamjólkur til manneldis er þörf fyrir víðtæka þekkingaröflun.
Vorið 1996 var sótt um styrk til Vísindaráðs. Umsókninni var hafnað. Var þá sótt um til
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sem veitti styrk til verkefnisins, helming þess sem sótt var
urn. Varð því að skera niður upphaflega áætlun og gera áætlum um rannsókn á þeim þátturn
sem brýnast þótti að fá upplýsingar um. Tilraunin byrjaði um miðjan júlí.
HVERS VEGNA AÐ MJÓLKA ÆR?
Áöur en lengra er haldið er rétt að gera stuttlega grein fyrir hvers vegna rétt er að afla auk-
innar þekkingar á sauðamjólk með vinnslu í huga. Að mínu viti eru fjölmörg atriði sem mæla
með því. Hér skulu þau helstu nefnd:
• íslenskir bændur hafa skyldur við íslenska neytendur, m.a. vegna þess að þeir hafa
að heita má einkarétt á markaðnum. Þeim ber því skylda til að hafa fjölbreytt vöru-
framboð. m.a. vörur úr sauðamjólk.
• Landbúnaðurinn, í þessu tilfelli sauðfjárræktin, á að hafa á boðstólum alla þá vöru
senr hann getur framleitt til að gera matarkörfu Islendinga girnilegri.
• Mjólk er m.a. próteingjafi. Próteinefni sauðamjólkur eru allólík próteinefnum kúa-
mjólkur. Sauðamjólk þolir frystingu og eggjahvítuefnin þola rneiri hita án þess að
umbreytast (Coleman 1989).
• Allmörg dæmi eru urn að fólk hafi ofnæmi fyrir kúamjólk, en þoli hins vegar afurðir
úr sauðamjólk (British Sheep Dairying Association 1994).
• I mörgum löndum er framleiðsla sauðamjólkur snar þáttur í sauðfjárbúskap. Ýmist
eru ær mjólkaðar allt mjaltaskeiðið, mjaltir hefjast 3^1 vikum eftir burð eða ær eru
mjólkaðar þegar lömb eru vanin undan við 3—4 mánaða aldur.
• I mörgum löndum Evrópu er framleiðsla osta úr sauðamjólk mjög mikil og eru fram-
leiddar vel þekktar, rómaðar vörur, eins og t.d. Roquefort osturinn sem framleiddur
hefur verið í héraðinu Aveyron í a.m.k. 500 ár.
• Verði rétt að mjöltun, framleiðslu, úrvinnslu og sölu staðið eiga mjaltir áa og fram-
leiðsla afurða úr sauðamjólk að gefa sauðfjárbændum auknar tekjur. Þær ættu að geta
orðið það miklar að þær skipti máli.